Gunnar: Stundum er sportið grimmt Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2017 19:18 Gunnar og lærisveinar eru komnir í frí. vísir/ernir „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram.„Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram.„Við erum að tapa tveimur leikjum í þessu einvígi svona. Það er eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Það er erfitt að kyngja þessu, en við erum að klúðra þremur dauðafærum í báðum framlengingunum.” „Þetta voru færi af línunni og í hraðaupphlaupum þar sem við hefðum getað komið þessu í tvö mörk og náð frumkvæði. Við náðum því ekki og náðum þar af leiðandi ekki að hrista þá af okkur.” „Þetta er svekkjandi og ég veit ekki hvað maður getur sagt. Að tapa í vítakeppni er svekkjandi.” Gunnar er sammála undirrituðum með það að Haukarnir hefðu átt að spila betur í venjulegum leiktíma og áttu mikið inni fyrstu 60 mínútur leiksins. „Ég er svekktur yfir því hvernig við spiluðum í dag. Mér fannst við eiga nokkra inni í dag í smá tíma og náðum ekki sama varnarleik í dag og í síðustu tveimur leikjum.” „Mér fannst við koma okkur í færi 7 á 6, en við verðum að nýta þessi færi betur í oddaleik. Þú lifir ekkert af með svona mörg dauðafæri sem þú ferð með. Þetta er dýrt.” Í fyrsta leik liðanna komu Haukarnir með smá meðbyr inn í fyrstu framlenginguna og Gunnar fannst það sama vera upp á teningnum í kvöld. „Mér fannst við í báðum framlengingunum við vera með smá frumkvæði. Í báðum framlengingunum náðum við þrisvar að búa til færi til að koma okkur tveimur mörkum yfir. Ef þú ert kominn tveimur yfir í framlengingu þá ertu kominn með helvíti stór skref.” Tímabilið er titlalaust hjá Haukum og það er óásættanlegur árangur þar á bæ. Gunnar segir að það sé hægt að horfa á þetta frá fleiru en einu sjónarhorni. „Þetta eru mikil vonbrigði. Mér finnst við aldrei að hafa náð þeim hæðum sem við náðum í nóvember og desember. Mér finnst við hafa verið óstöðugir eftir áramót; bæði í leikjunum og á milli leikja. Ekki náð þessum stöðugleika.” „Við tölum um titlalaust tímabilið. Við töpum í bikarnum á síðustu sekúndunni í framlengingu og hérna töpum við tveimur leikjum í framlengingu á vítaköstum á síðustu sekúndunum,” sagði Gunnar og bætti við að lokum: „Við værum kannski að tala um allt annað dæmi ef þetta hefði fallið með okkur. Stundum er bara sportið grimmt. Maður þarf að kyngja þessu, en ég skal viðurkenna það að það mun taka einhvern tíma að komast yfir þetta sjokk,” sagði Gunnar hundfúll að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira