Miðverðir AC Milan tryggðu liðinu stig gegn Inter í Mílanó-slagnum í dag. Lokatölur 2-2.
Antonio Candreva kom Inter yfir á 36. mínútu og Mauro Icardi bætti svo öðru marki við mínútu fyrir hálfleik.
Þetta var 21. mark Argentínumannsins í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur en aðeins Andrea Belotti hjá Torino og Edin Dzeko hjá Roma hafa skorað meira (24 mörk).
Varnarmaðurinn efnilegi, Alessio Romagnoli, minnkaði muninn í 2-1 sjö mínútum fyrir leikslok og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hinn miðvörður Milan, Christian Zapata, metin.
Ótrúleg endurkoma hjá Milan sem er áfram í 6. sæti deildarinnar. Inter er í sætinu fyrir neðan. Tveimur stigum munar á liðunum.
Miðverðirnir björguðu stigi fyrir Milan í borgarslagnum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti