Þetta er fyrsta plata sveitarinnar frá því að einn meðlimur hennar, Lisa Left Eye Lopes lést árið 2002. Þær Rozonda Chilli Thomas og Tionne T-Boz Watkins hafa undanfarið safnað fyrir plötunni á Kickstarter þar sem þær biðluðu til aðdáenda að styrkja útgáfu síðustu plötu TLC. Það tókst og áætlaður útgáfudagur er 30.júní.
Stúlknasvitin sem var upp á sitt besta í lok síðustu aldara hefur selt yfir 65 milljón platna út um allan heim og er í öðru sæti, eftir Spice Girls, sem best selda stúlknaband í heiminum.
Sitt sýnist hverjum um nýja lagið en við vonum að þær Chilli og T-Boz haldi uppteknum hætti og klæði sig í svipuðum hætti og þegar sveitin var upp á sitt besta - alltaf í stíl. Hér eru nokkur góð tískumóment TLC.







