Brottflutningur almennra borgara hafinn í fjórum sýrlenskum bæjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 11:51 Sjúkraliðar Rauða hálfmánans bíða eftir fólki frá bænum Kafraya í grennd við Aleppo í dag. Vísir/Afp Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum. Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent