Enski boltinn

Shakespeare segist ekki hafa stungið Ranieri í bakið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á góðri stundu.
Félagarnir á góðri stundu. vísir/getty
Craig Shakespeare, stjóri Leicester, segir að hann og fyrrum stjóri Leicester, Claudio Ranieri, hafi aldrei rifist á sínum starfsferli saman, en Shakespeare var aðstoðarmaður Ranieri.

Ranieri var rekinn frá ensku meisturunum í febrúar, en hann sagði í viðtali á dögunum að einhver innan félagsins hafi verið að vinna gegn honum og átt þátt í því að hann væri rekinn.

Ítalinn nefndi engan á nafn, en einhverjir beindu spjótum sínum að fyrrum aðstoðarmanni hans og núverandi stjóra Leicester, Shakespeare. Hann segir að svo hafi ekki verið.

„Við rifumst aldrei eða það voru aldrei nein illindi myndi okkar," sagði Shakespeare, en hann undirbýr liðið nú fyrir leik gegn Atletico Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Allir hafa rétt sinn á að tala. Ég sé ekki vandamálið við það, en ég hef hreina samvisku."

Shakespeare, sem sá ekki viðtalið í beinni útsendingu við Ranieri, segir að hann hafi talað við Ranieri daginn sem hann var rekinn og segir samstarf þeirra hafa verið gott.

„Claudio var í góðu skapi, hann kom alveg eins og ég þekkti hann. Mín afstaða hefur verið eins frá fyrsta viðtali sem stjóri þegar ég sagði ég hafi talað við Claudio þetta kvöld."

„Hann þakkaði mér og ég þakkaði honum. Hann sagði að þetta væri fótbolti. Það var gott að sjá hann njóta fótboltans og hann gerði mjög vel," sagði Shakespeare að lokum.

Leikur Leicester og Atletico hefst klukan 18.45 í kvöld, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30. Fyrri leikurinn fer fram á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×