Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 19:35 Freyr Alexandersson er ósáttur. vísir/getty „Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Í beinni: Kósovó - Ísland | Nýtt upphaf með Arnar í brúnni Fótbolti Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Orri kominn á blað í fyrsta leiknum sem fyrirliði Í beinni: Króatía - Frakkland | Sigurliðið í riðil Íslands Í beinni: Danmörk - Portúgal | Barist um sæti í undanúrslitum Í beinni: Kósovó - Ísland | Nýtt upphaf með Arnar í brúnni Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Sjá meira
„Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Í beinni: Kósovó - Ísland | Nýtt upphaf með Arnar í brúnni Fótbolti Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Orri kominn á blað í fyrsta leiknum sem fyrirliði Í beinni: Króatía - Frakkland | Sigurliðið í riðil Íslands Í beinni: Danmörk - Portúgal | Barist um sæti í undanúrslitum Í beinni: Kósovó - Ísland | Nýtt upphaf með Arnar í brúnni Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00