Stjórnvöld níðast á öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun