Telur hjartað í Vatnsmýri gera illt verra Sveinn Arnarsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. Mikilvægt sé að fram fari samtal um hverjar bestu lausnirnar séu svo innanlandsflug leggist ekki af. „Á meðan umræðan snýst aðeins um veru flugvallar í Reykjavík eða ekki munum við ekki ná neinum árangri. Á einhverjum tímapunkti mun flugvöllurinn fara úr Vatnsmýrinni. Því skiptir mestu að við skoðum aðra möguleika,“ segir Logi. Að hans mati þýðir það endalok innanlandsflugs ef flugið yrði flutt til Keflavíkur. Hins vegar sé það svo að ef aðeins talsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni eða þeirra sem vilja flugvöllinn burt fái að tjá sig muni enginn árangur nást. „Ég legg ríka áherslu á að við höldum áfram að skoða kosti Rögnunefndar. Við þurfum nýtt flugvallarstæði í nágrenni Reykjavíkur sem er öllum aðilum í hag. Þá fær Reykjavík að vaxa og þróast og nýr flugvöllur yrði til nær þungamiðju Reykjavíkur,“ bætir Logi við. Innanlandsflug er að mati Loga mikilvæg lífæð fyrir landsbyggðirnar og þess vegna sé mikilvægt að fara að gera áætlanir. Þeir sem hæst tala um að ríghalda í flugvöll í Vatnsmýri geri illt verra. „Þeir munu bera ábyrgð á því þegar flugvöllurinn fer og þjónusta við aðra landshluta skerðist.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Átján þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. mars 2017 22:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. Mikilvægt sé að fram fari samtal um hverjar bestu lausnirnar séu svo innanlandsflug leggist ekki af. „Á meðan umræðan snýst aðeins um veru flugvallar í Reykjavík eða ekki munum við ekki ná neinum árangri. Á einhverjum tímapunkti mun flugvöllurinn fara úr Vatnsmýrinni. Því skiptir mestu að við skoðum aðra möguleika,“ segir Logi. Að hans mati þýðir það endalok innanlandsflugs ef flugið yrði flutt til Keflavíkur. Hins vegar sé það svo að ef aðeins talsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni eða þeirra sem vilja flugvöllinn burt fái að tjá sig muni enginn árangur nást. „Ég legg ríka áherslu á að við höldum áfram að skoða kosti Rögnunefndar. Við þurfum nýtt flugvallarstæði í nágrenni Reykjavíkur sem er öllum aðilum í hag. Þá fær Reykjavík að vaxa og þróast og nýr flugvöllur yrði til nær þungamiðju Reykjavíkur,“ bætir Logi við. Innanlandsflug er að mati Loga mikilvæg lífæð fyrir landsbyggðirnar og þess vegna sé mikilvægt að fara að gera áætlanir. Þeir sem hæst tala um að ríghalda í flugvöll í Vatnsmýri geri illt verra. „Þeir munu bera ábyrgð á því þegar flugvöllurinn fer og þjónusta við aðra landshluta skerðist.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Átján þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. mars 2017 22:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Átján þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. mars 2017 22:45