Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 31-17 | Mosfellingar mættir til leiks Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni skrifar 10. apríl 2017 21:45 Mosfellingar eru komnir í 1-0 vísir/anton Afturelding er komin í 1-0 í einvíginu við Selfoss í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla eftir stórsigur, 31-17, í fyrsta leik liðanna í kvöld. Selfoss var yfir í hálfleik, 8-9, en Mosfellingar sýndu mátt sinn og megin í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 23-8. Þá minnti Afturelding á liðið sem hefur farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en ekki liðið sem tapaði sjö af 11 leikjum sínum í Olís-deildinni eftir áramót. Selfyssingar, sem voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í 21 ár, byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti í vörninni. Varnarleikur Selfoss var ekki burðugur framan af tímabilinu en hann hefur lagast mikið á undanförnum vikum. Selfyssingar héldu marki sínu hreinu fyrstu 11 mínútur leiksins. Vörnin var öflug og Einar Ólafur Vilmundarson varði vel í markinu. Sömu sögu var að segja af Davíð Svanssyni í marki Aftureldingar. Þeir vörðu báðir átta skot í fyrri hálfleik. Þótt Afturelding væri í stórkostlegum vandræðum í sókninni framan af leik nýttu gestirnir frá Selfossi sér það ekki nógu vel. Þeir náðu mest þriggja marka forskoti, 1-4, en það var fljótt að fara eftir að sóknarleikur Mosfellinga lagaðist. Elvar Örn Jónsson og Teitur Örn Einarsson drógu sóknarvagn Selfyssinga og skoruðu átta af níu mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Aðrir sóknarmenn Selfoss voru ekki með. Staðan í hálfleik var 8-9, Selfossi í vil. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn með sjö sóknarmenn og það herbragð Einars Andra Einarssonar heppnaðist fullkomlega og breytti leiknum. Heimamenn skoruðu að vild og vörn gestanna hélt hvorki vatni né vindum. Þá vörðu markverðir Selfyssingar sama og ekki neitt í seinni hálfleiknum. Vörn Aftureldingar var áfram mjög sterk og það vantaði allan slagkraft í sóknarleik Selfoss. Átta skoruð mörk í seinni hálfleik segja sína sögu og virtist draga af lykilmönnum Selfoss eftir því sem leið á leikinn. Mosfellingar náðu fljótlega undirtökunum í seinni hálfleik og hreinlega slátruðu Selfyssingum sem gáfust einfaldlega upp og munurinn jókst með hverri mínútunni. Á endanum munaði 14 mörkum á liðunum, 31-17. Ekki fallegar tölur í úrslitakeppni en í fyrri hálfleik benti ekkert til að þetta yrði niðurstaðan. Ernir Hrafn Arnarson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk og Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sex. Davíð varði 16 skot í markinu. Elvar Örn skoraði sjö mörk fyrir Selfoss sem þarf að nýta dagana fram að næsta leik vel því annars fer illa.Einar Andri: Vorum í miklum ham í seinni hálfleik Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum hæstánægður með það sem hann sá til sinna manna í seinni hálfleiknum gegn Selfossi í kvöld. „Við vorum í miklum ham í seinni hálfleik og sóknin, sjö á móti sex, var frábær. Vörnin var líka virkilega góð og við lögðum mikla vinnu á okkur þar. Ég held að Davíð [Svansson] hafi ekki varið skot fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik en samt fengum við á okkur fá mörk. Það sýnir hvað þetta var þétt,“ sagði Einar Andri eftir sigurinn í kvöld. Afturelding skoraði aðeins átta mörk í fyrri hálfleik en í þeim seinni, þegar liðið spilaði með sjö sóknarmenn, skoraði það 23 mörk. En af hverju beið Einar Andri með það fram í seinni hálfleik að spila með sjö sóknarmenn? „Það tók okkur 11 mínútur að skora fyrsta markið en svo skoruðum við átta mörk síðustu 20. Það var því að komast taktur í sóknina. Við vildum líka bíða með það til að hjálpa þeim ekki að undirbúa þetta. En við vorum byrjaðir að ræða þetta tiltölulega snemma leiks,“ sagði Einar Andri sem segir að hugurinn hjá hans mönnum hafi verið kominn við úrslitakeppnina fyrir nokkru síðan. „Kannski að einhverju leyti hjá strákunum. Við breyttum aðeins æfingaplaninu. Við vorum hundfúlir með marga af þessum leikjum sem við spiluðum eftir áramót,“ sagði Einar Andri. Varnarleikur Aftureldingar var ekki burðugur síðustu umferðirnar í Olís-deildinni en það var allt annað að sjá hann í kvöld. „Frá áramótum höfum við unnið daglega í varnarleiknum og maður var farinn að efast um að maður hefði eitthvað í það að gera. En þeir sýndu það í dag að þeir kunna þetta,“ sagði Einar Andri.Stefán: Besta í heimi að það sé stutt á milli leikja „Þetta var hálfgerð brotlending,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, um seinni hálfleikinn gegn Aftureldingu í kvöld. Selfyssingar voru yfir í hálfleik, 8-9, en töpuðu seinni hálfleiknum 23-8. „Við vorum hrikalega flottir í fyrri hálfleik, flott hugarfar og ætluðum okkur mikið. Við spiluðum góða vörn sem gerði það að verkum að við leiddum leikinn. En svo setja þeir aukamann í sóknina og það virkaði vel hjá þeim. Þá fóru þeir að stýra leiknum, komust yfir, við fórum að streða í sókninni og munurinn jókst bara. Mér fannst við gera þeim full auðvelt fyrir. Leikurinn var búinn eftir korter í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir að frammistaðan í seinni hálfleik hafi bent til annars segir Stefán að Selfyssingar hafi verið undirbúnir fyrir sjö á móti sex sóknarleik Mosfellinga. „Við vorum undirbúnir fyrir þetta en stundum virka hlutirnir ekki. Við reyndum en þeir útfærðu þetta vel. Það er okkar að koma með mótútspil í næsta leik,“ sagði Stefán sem vildi sjá sína menn fara með meira forskot inn í hálfleikinn. „Við hefðum þurft að nýta færin betur og sóknarleikurinn var full einhæfur í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að skora meira og vera með stærra forskot í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var það góður að við hefðum átt að vera með betri stöðu.“ Selfyssingar fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því næsti leikur er strax á miðvikudaginn. „Það er það besta í heimi að það sé stutt á milli leikja. Það væri slæmt ef það væri vika á milli leikja. Nú fáum við tvo daga og getum svarað fyrir þetta og sýnt fólkinu okkar, og ekki síst okkur sjálfum, að við erum betri en þetta,“ sagði Stefán að endingu. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.31-17 (Leik lokið): Afturelding vinnur ótrúlegan 14 marka sigur! Selfoss var yfir í hálfleik en heimamenn unnu seinni hálfleikinn 23-8! Þvílíkur viðsnúningur á einum leik.26-16 (53. mín): Munurinn orðinn 10 mörk. Mosfellingar eru að slátra gestunum. Þjálfararnir byrjaðir að tæma bekkina enda úrslitin ráðin.24-16 (51. mín): Ernir Hrafn með 2 mörk í röð og munurinn aftur orðinn 8 mörk. Ernir Hrafn hefur átt afbragðs leik, sérstaklega í seinni hálfleik.22-16 (49. mín): Tvö mörk í röð frá Selfossi og Einar Andri tekur strax leikhlé. Einar Ólafur er kominn aftur í marki Selfoss fyrir Helga sem varði ekki skot meðan hann var inn á.21-14 (48. mín): Teitur þrumar yfir úr vítakasti! Það gengur ekkert upp hjá gestunum; sjálftraustið er farið og það stendur ekki steinn yfir steini. Kristinn kemur Aftureldingu svo 7 mörkum yfir. Stefán tekur sitt síðasta leikhlé.19-14 (46. mín): Ernir Hrafn kemur Aftureldingu 5 mörkum yfir með marki úr vítakasti. Þvílíkur viðsnúningur á þessum leik! Staðan í seinni hálfleik er 11-5.17-14 (43. mín): Kristinn skorar úr vinstra horninu og kemur Aftureldingu 3 mörkum yfir. Stefán tekur leikhlé. Afturelding er búin að skora fleiri mörk en hún gerði allan fyrri hálfleikinn. Selfoss á ekki svar við sóknarleik Aftureldingar og markvarslan er engin.16-14 (42. mín): Ernir Hrafn kemur Aftureldingu aftur 2 mörkum yfir. Selfoss þarf markvörslu.15-13 (40. mín): Jóhann skorar af línunni. Stefán tekur Einar Ólaf af velli og setur Helga inn á.14-12 (37. mín): Selfyssingar ráða engan veginn við sóknarleik Aftureldingar núna. Þá er markvarslan engin. Sjö á móti sex er að virka frábærlega fyrir Mosfellinga.12-10 (35. mín): Afturelding er að spila með 7 sóknarmenn og það er búið að skila 4 mörkum í seinni hálfleik. Minni á að það tók Mosfellinga 11 mínútur að skora sitt fyrsta mark í leiknum.11-10 (33. mín): Elvar kemur Aftureldingu yfir! Hans annað mark.9-9 (31. mín): Ernir Hrafn fer utanvert og jafnar metin. Hans þriðja mark. Örvhentu leikmenn Aftureldingar hafa skorað 5 af 9 mörkum liðsins.8-9 (Seinni hálfleikur hafinn): Afturelding byrjar með boltann og getur jafnað metin.8-9 (Fyrri hálfleik lokið): Elvar klárar fyrri hálfleikinn með marki. Hans fimmta í leiknum. Bæði lið eru að spila sterkan varnarleik og sóknirnar hafa ekki náð neinu flugi. Elvar og Teitur hafa skorað 8 af 9 mörkum Selfoss sem hefur ekki enn fengið mark úr hornunum og af línunni. Báðir markverðirnir hafa verið flottir með 8 varin skot hvor.7-8 (28. mín): Tapaður bolti hjá Aftureldingu og Selfoss refsar með marki. Haukur Þrastarson á ferðinni. Afar vel gert hjá þessum efnilega leikmanni. Þriðji Selfyssingurinn sem kemst á blað í leiknum.7-7 (26. mín): Varnir liðanna eru ofboðslega sterkar sem sést á markaskorinu. Stefán er aðeins farinn að hreyfa liðið sitt.7-6 (23. mín): Ernir Hrafn kemur Aftureldingu yfir með marki af vítalínunni. Stefán tekur leikhlé. Hans menn eru aðeins að gefa eftir í vörninni. Þá þurfa gestirnir að fá framlag frá fleirum en Elvari og Teiti í sókninni. Þeir hafa einir skorað fyrir Selfoss í leiknum.5-6 (20. mín): Teitur með sóðalega fast skot í nærstöngina og inn. Sá hefur vaxið í vetur; verið frábær undanfarnar vikur.4-5 (19. mín): Sóknin er farin að ganga betur hjá Afturelding. Árni Bragi og Guðni Már með 2 góð mörk.2-4 (17. mín): Davíð ver frá Hergeiri í dauðafæri! Sjöunda skotið sem hann ver. Það er honum að þakka að staða Mosfellinga er ekki verri en hún er.2-4 (15. mín): Árni Bragi minnkar muninn í 2 mörk af vítalínunni. Öruggur að vanda..1-4 (13. mín): Einar Ólafur ver frá Pinnonen. Hann er kominn með 7 skot varin!1-3 (11. mín): Pinnonen brýtur ísinn sem var orðinn ansi þykkur. Teitur svarar að bragði.0-2 (10. mín): Afturelding er ekki enn búin að skora. Einar Andri er búinn að taka eitt leikhlé. Mosfellingum til happs, þá er sóknarleikur Selfoss engin snilld.0-2 (7. mín): Pinnonen skýtur í stöng. Í sókninni á undan varði Davíð víti frá Teiti Erni. Davíð er búinn að verja 4 skot.0-1 (6. mín): Einar Ólafur ver víti frá Erni Hrafni. Afturelding er ekki enn búin að skora.0-1 (4. mín): Elvar lyftir sér upp og skorar fyrsta mark leiksins.0-0 (2. mín): Við bíðum enn eftir fyrsta markinu.0-0 (Leikur hafinn): Gestirnir frá Selfossi byrja með boltann. Guðjón, Teitur, Elvar, Einar, Hergeir og Guðni hefja leik í sókninni. Einar Ólafur er í markinu.Fyrir leik: Bikarmeistarar Aftureldingar í blaki voru heiðraðir fyrir leikinn.Fyrir leik: Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, stýrir liði í fyrsta sinn í úrslitakeppninni í kvöld. Kollegi hans hjá Aftureldingu, Einar Andri Einarsson, er öllu reyndari á þessu sviði. Einar Andri hefur stýrt liðum í 45 leikjum í úrslitakeppninni; 23 þeirra hafa unnist og 22 tapast. Aðeins Kristján Arason (29) og Atli Hilmarsson (24) eiga fleiri sigurleiki í úrslitakeppninni en Einar Andri.Fyrir leik:Aftur á móti var varnarleikur Aftureldingar ekki sterkur undir lok deildarkeppninnar. Mosfellingar héldu liðum t.a.m. aðeins einu sinni undir 30 mörkum í síðustu 5 leikjum sínum. Þá hefur markvarslan heldur ekki verið neitt sérstök.Fyrir leik: Varnarleikur Selfoss batnaði mikið eftir því sem leið á tímabilið. Sóknarleikurinn var síðan í fínu lagi en aðeins Haukar skoruðu fleiri mörk í Olís-deildinni í vetur.Fyrir leik: Afturelding hefur farið í úrslit undanfarin tvö ár og tapað fyrir Haukum í bæði skiptin. Mosfellingar eiga alla möguleika á að komast í úrslit þriðja árið í röð en til að gerist þarf liðið að spila miklu betur en það hefur gert að undanförnu.Fyrir leik: Mosfellingar voru efstir um áramótin en fataðist flugið eftir HM-fríið. Afturelding tapaði 7 af 11 leikjum sínum eftir áramót og endaði að lokum í 4. sæti. Annar af 2 sigrum Mosfellinga eftir áramót kom gegn Selfossi. Selfyssingar unnu hins vegar báða leiki liðanna fyrir áramót.Fyrir leik: Þetta unga og efnilega lið Selfoss tryggði sér 5. sætið í Olís-deildinni með því að vinna 3 af síðustu 5 leikjum sínum. Selfyssingar voru komnir óþægilega nálægt fallsvæðinu en hrukku aftur í gang á hárréttum tíma.Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikur Selfoss í úrslitakeppni síðan 1996. Þá tapaði liðið 2-1 fyrir KA í 8-liða úrslitum. Margir leikmanna Selfoss í dag voru ekki fæddir þegar liðið spilaði síðast í úrslitakeppninni.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin með okkur á Varmá þar sem Afturelding tekur á móti Selfossi í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Afturelding er komin í 1-0 í einvíginu við Selfoss í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla eftir stórsigur, 31-17, í fyrsta leik liðanna í kvöld. Selfoss var yfir í hálfleik, 8-9, en Mosfellingar sýndu mátt sinn og megin í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 23-8. Þá minnti Afturelding á liðið sem hefur farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en ekki liðið sem tapaði sjö af 11 leikjum sínum í Olís-deildinni eftir áramót. Selfyssingar, sem voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í 21 ár, byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti í vörninni. Varnarleikur Selfoss var ekki burðugur framan af tímabilinu en hann hefur lagast mikið á undanförnum vikum. Selfyssingar héldu marki sínu hreinu fyrstu 11 mínútur leiksins. Vörnin var öflug og Einar Ólafur Vilmundarson varði vel í markinu. Sömu sögu var að segja af Davíð Svanssyni í marki Aftureldingar. Þeir vörðu báðir átta skot í fyrri hálfleik. Þótt Afturelding væri í stórkostlegum vandræðum í sókninni framan af leik nýttu gestirnir frá Selfossi sér það ekki nógu vel. Þeir náðu mest þriggja marka forskoti, 1-4, en það var fljótt að fara eftir að sóknarleikur Mosfellinga lagaðist. Elvar Örn Jónsson og Teitur Örn Einarsson drógu sóknarvagn Selfyssinga og skoruðu átta af níu mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Aðrir sóknarmenn Selfoss voru ekki með. Staðan í hálfleik var 8-9, Selfossi í vil. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn með sjö sóknarmenn og það herbragð Einars Andra Einarssonar heppnaðist fullkomlega og breytti leiknum. Heimamenn skoruðu að vild og vörn gestanna hélt hvorki vatni né vindum. Þá vörðu markverðir Selfyssingar sama og ekki neitt í seinni hálfleiknum. Vörn Aftureldingar var áfram mjög sterk og það vantaði allan slagkraft í sóknarleik Selfoss. Átta skoruð mörk í seinni hálfleik segja sína sögu og virtist draga af lykilmönnum Selfoss eftir því sem leið á leikinn. Mosfellingar náðu fljótlega undirtökunum í seinni hálfleik og hreinlega slátruðu Selfyssingum sem gáfust einfaldlega upp og munurinn jókst með hverri mínútunni. Á endanum munaði 14 mörkum á liðunum, 31-17. Ekki fallegar tölur í úrslitakeppni en í fyrri hálfleik benti ekkert til að þetta yrði niðurstaðan. Ernir Hrafn Arnarson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk og Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sex. Davíð varði 16 skot í markinu. Elvar Örn skoraði sjö mörk fyrir Selfoss sem þarf að nýta dagana fram að næsta leik vel því annars fer illa.Einar Andri: Vorum í miklum ham í seinni hálfleik Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum hæstánægður með það sem hann sá til sinna manna í seinni hálfleiknum gegn Selfossi í kvöld. „Við vorum í miklum ham í seinni hálfleik og sóknin, sjö á móti sex, var frábær. Vörnin var líka virkilega góð og við lögðum mikla vinnu á okkur þar. Ég held að Davíð [Svansson] hafi ekki varið skot fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik en samt fengum við á okkur fá mörk. Það sýnir hvað þetta var þétt,“ sagði Einar Andri eftir sigurinn í kvöld. Afturelding skoraði aðeins átta mörk í fyrri hálfleik en í þeim seinni, þegar liðið spilaði með sjö sóknarmenn, skoraði það 23 mörk. En af hverju beið Einar Andri með það fram í seinni hálfleik að spila með sjö sóknarmenn? „Það tók okkur 11 mínútur að skora fyrsta markið en svo skoruðum við átta mörk síðustu 20. Það var því að komast taktur í sóknina. Við vildum líka bíða með það til að hjálpa þeim ekki að undirbúa þetta. En við vorum byrjaðir að ræða þetta tiltölulega snemma leiks,“ sagði Einar Andri sem segir að hugurinn hjá hans mönnum hafi verið kominn við úrslitakeppnina fyrir nokkru síðan. „Kannski að einhverju leyti hjá strákunum. Við breyttum aðeins æfingaplaninu. Við vorum hundfúlir með marga af þessum leikjum sem við spiluðum eftir áramót,“ sagði Einar Andri. Varnarleikur Aftureldingar var ekki burðugur síðustu umferðirnar í Olís-deildinni en það var allt annað að sjá hann í kvöld. „Frá áramótum höfum við unnið daglega í varnarleiknum og maður var farinn að efast um að maður hefði eitthvað í það að gera. En þeir sýndu það í dag að þeir kunna þetta,“ sagði Einar Andri.Stefán: Besta í heimi að það sé stutt á milli leikja „Þetta var hálfgerð brotlending,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, um seinni hálfleikinn gegn Aftureldingu í kvöld. Selfyssingar voru yfir í hálfleik, 8-9, en töpuðu seinni hálfleiknum 23-8. „Við vorum hrikalega flottir í fyrri hálfleik, flott hugarfar og ætluðum okkur mikið. Við spiluðum góða vörn sem gerði það að verkum að við leiddum leikinn. En svo setja þeir aukamann í sóknina og það virkaði vel hjá þeim. Þá fóru þeir að stýra leiknum, komust yfir, við fórum að streða í sókninni og munurinn jókst bara. Mér fannst við gera þeim full auðvelt fyrir. Leikurinn var búinn eftir korter í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir að frammistaðan í seinni hálfleik hafi bent til annars segir Stefán að Selfyssingar hafi verið undirbúnir fyrir sjö á móti sex sóknarleik Mosfellinga. „Við vorum undirbúnir fyrir þetta en stundum virka hlutirnir ekki. Við reyndum en þeir útfærðu þetta vel. Það er okkar að koma með mótútspil í næsta leik,“ sagði Stefán sem vildi sjá sína menn fara með meira forskot inn í hálfleikinn. „Við hefðum þurft að nýta færin betur og sóknarleikurinn var full einhæfur í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að skora meira og vera með stærra forskot í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var það góður að við hefðum átt að vera með betri stöðu.“ Selfyssingar fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því næsti leikur er strax á miðvikudaginn. „Það er það besta í heimi að það sé stutt á milli leikja. Það væri slæmt ef það væri vika á milli leikja. Nú fáum við tvo daga og getum svarað fyrir þetta og sýnt fólkinu okkar, og ekki síst okkur sjálfum, að við erum betri en þetta,“ sagði Stefán að endingu. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.31-17 (Leik lokið): Afturelding vinnur ótrúlegan 14 marka sigur! Selfoss var yfir í hálfleik en heimamenn unnu seinni hálfleikinn 23-8! Þvílíkur viðsnúningur á einum leik.26-16 (53. mín): Munurinn orðinn 10 mörk. Mosfellingar eru að slátra gestunum. Þjálfararnir byrjaðir að tæma bekkina enda úrslitin ráðin.24-16 (51. mín): Ernir Hrafn með 2 mörk í röð og munurinn aftur orðinn 8 mörk. Ernir Hrafn hefur átt afbragðs leik, sérstaklega í seinni hálfleik.22-16 (49. mín): Tvö mörk í röð frá Selfossi og Einar Andri tekur strax leikhlé. Einar Ólafur er kominn aftur í marki Selfoss fyrir Helga sem varði ekki skot meðan hann var inn á.21-14 (48. mín): Teitur þrumar yfir úr vítakasti! Það gengur ekkert upp hjá gestunum; sjálftraustið er farið og það stendur ekki steinn yfir steini. Kristinn kemur Aftureldingu svo 7 mörkum yfir. Stefán tekur sitt síðasta leikhlé.19-14 (46. mín): Ernir Hrafn kemur Aftureldingu 5 mörkum yfir með marki úr vítakasti. Þvílíkur viðsnúningur á þessum leik! Staðan í seinni hálfleik er 11-5.17-14 (43. mín): Kristinn skorar úr vinstra horninu og kemur Aftureldingu 3 mörkum yfir. Stefán tekur leikhlé. Afturelding er búin að skora fleiri mörk en hún gerði allan fyrri hálfleikinn. Selfoss á ekki svar við sóknarleik Aftureldingar og markvarslan er engin.16-14 (42. mín): Ernir Hrafn kemur Aftureldingu aftur 2 mörkum yfir. Selfoss þarf markvörslu.15-13 (40. mín): Jóhann skorar af línunni. Stefán tekur Einar Ólaf af velli og setur Helga inn á.14-12 (37. mín): Selfyssingar ráða engan veginn við sóknarleik Aftureldingar núna. Þá er markvarslan engin. Sjö á móti sex er að virka frábærlega fyrir Mosfellinga.12-10 (35. mín): Afturelding er að spila með 7 sóknarmenn og það er búið að skila 4 mörkum í seinni hálfleik. Minni á að það tók Mosfellinga 11 mínútur að skora sitt fyrsta mark í leiknum.11-10 (33. mín): Elvar kemur Aftureldingu yfir! Hans annað mark.9-9 (31. mín): Ernir Hrafn fer utanvert og jafnar metin. Hans þriðja mark. Örvhentu leikmenn Aftureldingar hafa skorað 5 af 9 mörkum liðsins.8-9 (Seinni hálfleikur hafinn): Afturelding byrjar með boltann og getur jafnað metin.8-9 (Fyrri hálfleik lokið): Elvar klárar fyrri hálfleikinn með marki. Hans fimmta í leiknum. Bæði lið eru að spila sterkan varnarleik og sóknirnar hafa ekki náð neinu flugi. Elvar og Teitur hafa skorað 8 af 9 mörkum Selfoss sem hefur ekki enn fengið mark úr hornunum og af línunni. Báðir markverðirnir hafa verið flottir með 8 varin skot hvor.7-8 (28. mín): Tapaður bolti hjá Aftureldingu og Selfoss refsar með marki. Haukur Þrastarson á ferðinni. Afar vel gert hjá þessum efnilega leikmanni. Þriðji Selfyssingurinn sem kemst á blað í leiknum.7-7 (26. mín): Varnir liðanna eru ofboðslega sterkar sem sést á markaskorinu. Stefán er aðeins farinn að hreyfa liðið sitt.7-6 (23. mín): Ernir Hrafn kemur Aftureldingu yfir með marki af vítalínunni. Stefán tekur leikhlé. Hans menn eru aðeins að gefa eftir í vörninni. Þá þurfa gestirnir að fá framlag frá fleirum en Elvari og Teiti í sókninni. Þeir hafa einir skorað fyrir Selfoss í leiknum.5-6 (20. mín): Teitur með sóðalega fast skot í nærstöngina og inn. Sá hefur vaxið í vetur; verið frábær undanfarnar vikur.4-5 (19. mín): Sóknin er farin að ganga betur hjá Afturelding. Árni Bragi og Guðni Már með 2 góð mörk.2-4 (17. mín): Davíð ver frá Hergeiri í dauðafæri! Sjöunda skotið sem hann ver. Það er honum að þakka að staða Mosfellinga er ekki verri en hún er.2-4 (15. mín): Árni Bragi minnkar muninn í 2 mörk af vítalínunni. Öruggur að vanda..1-4 (13. mín): Einar Ólafur ver frá Pinnonen. Hann er kominn með 7 skot varin!1-3 (11. mín): Pinnonen brýtur ísinn sem var orðinn ansi þykkur. Teitur svarar að bragði.0-2 (10. mín): Afturelding er ekki enn búin að skora. Einar Andri er búinn að taka eitt leikhlé. Mosfellingum til happs, þá er sóknarleikur Selfoss engin snilld.0-2 (7. mín): Pinnonen skýtur í stöng. Í sókninni á undan varði Davíð víti frá Teiti Erni. Davíð er búinn að verja 4 skot.0-1 (6. mín): Einar Ólafur ver víti frá Erni Hrafni. Afturelding er ekki enn búin að skora.0-1 (4. mín): Elvar lyftir sér upp og skorar fyrsta mark leiksins.0-0 (2. mín): Við bíðum enn eftir fyrsta markinu.0-0 (Leikur hafinn): Gestirnir frá Selfossi byrja með boltann. Guðjón, Teitur, Elvar, Einar, Hergeir og Guðni hefja leik í sókninni. Einar Ólafur er í markinu.Fyrir leik: Bikarmeistarar Aftureldingar í blaki voru heiðraðir fyrir leikinn.Fyrir leik: Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, stýrir liði í fyrsta sinn í úrslitakeppninni í kvöld. Kollegi hans hjá Aftureldingu, Einar Andri Einarsson, er öllu reyndari á þessu sviði. Einar Andri hefur stýrt liðum í 45 leikjum í úrslitakeppninni; 23 þeirra hafa unnist og 22 tapast. Aðeins Kristján Arason (29) og Atli Hilmarsson (24) eiga fleiri sigurleiki í úrslitakeppninni en Einar Andri.Fyrir leik:Aftur á móti var varnarleikur Aftureldingar ekki sterkur undir lok deildarkeppninnar. Mosfellingar héldu liðum t.a.m. aðeins einu sinni undir 30 mörkum í síðustu 5 leikjum sínum. Þá hefur markvarslan heldur ekki verið neitt sérstök.Fyrir leik: Varnarleikur Selfoss batnaði mikið eftir því sem leið á tímabilið. Sóknarleikurinn var síðan í fínu lagi en aðeins Haukar skoruðu fleiri mörk í Olís-deildinni í vetur.Fyrir leik: Afturelding hefur farið í úrslit undanfarin tvö ár og tapað fyrir Haukum í bæði skiptin. Mosfellingar eiga alla möguleika á að komast í úrslit þriðja árið í röð en til að gerist þarf liðið að spila miklu betur en það hefur gert að undanförnu.Fyrir leik: Mosfellingar voru efstir um áramótin en fataðist flugið eftir HM-fríið. Afturelding tapaði 7 af 11 leikjum sínum eftir áramót og endaði að lokum í 4. sæti. Annar af 2 sigrum Mosfellinga eftir áramót kom gegn Selfossi. Selfyssingar unnu hins vegar báða leiki liðanna fyrir áramót.Fyrir leik: Þetta unga og efnilega lið Selfoss tryggði sér 5. sætið í Olís-deildinni með því að vinna 3 af síðustu 5 leikjum sínum. Selfyssingar voru komnir óþægilega nálægt fallsvæðinu en hrukku aftur í gang á hárréttum tíma.Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikur Selfoss í úrslitakeppni síðan 1996. Þá tapaði liðið 2-1 fyrir KA í 8-liða úrslitum. Margir leikmanna Selfoss í dag voru ekki fæddir þegar liðið spilaði síðast í úrslitakeppninni.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin með okkur á Varmá þar sem Afturelding tekur á móti Selfossi í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira