Rúmlega tveggja áratuga bið Selfoss á enda | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2017 12:15 vísir/eyþór Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira