Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2017 06:00 Fjölmenni minntist látinna á götum Stokkhólms. Nordicphotos/AFP Búið var að vísa hinum 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem játaði í gær að hafa framið hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á föstudag, úr landi. Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Frá þessu greindi sænska lögreglan á blaðamannafundi í gær en maðurinn er nú í haldi lögreglu. Líkt og í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi í fyrra ók árásarmaður vöruflutningabíl inn í hóp fólks. Í þessu tilfelli var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms. Þá var annar maður handtekinn og er hann einnig grunaður um aðild að árásinni. Lögregla sagði hann liggja undir grun um að hafa framið hryðjuverk en Reuters greindi frá því að maðurinn lægi undir minni grun en Akilov. Akilov sótti um dvalarleyfi árið 2014 en eins og áður segir var umsókn hans hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman. Samkvæmt lögreglu hafði hann lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því að hann ætti vini í samtökunum Hizb ut-Tharir og lýst sjálfum sér í atvinnuviðtali sem sprengjusérfræðingi. Expressen greindi frá því í gær að Akilov hefði játað glæpinn. Þá hefði hann sagt við lögreglumenn að hann væri ánægður með það sem hann hefði gert og það hafi heppnast vel. Alls létust fjórir í árásinni. Tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi. Fimmtán særðust. Maður var stöðvaður í miðborg Oslóar um helgina þar sem hann var gangandi með sprengju í kassa. Norska öryggislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn þess máls. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Búið var að vísa hinum 39 ára Úsbeka, Rakhmat Akilov, sem játaði í gær að hafa framið hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á föstudag, úr landi. Umsókn hans um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Frá þessu greindi sænska lögreglan á blaðamannafundi í gær en maðurinn er nú í haldi lögreglu. Líkt og í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi í fyrra ók árásarmaður vöruflutningabíl inn í hóp fólks. Í þessu tilfelli var ekið inn í verslun Åhléns í miðborg Stokkhólms. Þá var annar maður handtekinn og er hann einnig grunaður um aðild að árásinni. Lögregla sagði hann liggja undir grun um að hafa framið hryðjuverk en Reuters greindi frá því að maðurinn lægi undir minni grun en Akilov. Akilov sótti um dvalarleyfi árið 2014 en eins og áður segir var umsókn hans hafnað. Í desember síðastliðnum fékk hann fjögurra vikna frest til að koma sér úr landi. Þá hvarf hann og hafði lögregla leitað hans vikum saman. Samkvæmt lögreglu hafði hann lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því að hann ætti vini í samtökunum Hizb ut-Tharir og lýst sjálfum sér í atvinnuviðtali sem sprengjusérfræðingi. Expressen greindi frá því í gær að Akilov hefði játað glæpinn. Þá hefði hann sagt við lögreglumenn að hann væri ánægður með það sem hann hefði gert og það hafi heppnast vel. Alls létust fjórir í árásinni. Tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi. Fimmtán særðust. Maður var stöðvaður í miðborg Oslóar um helgina þar sem hann var gangandi með sprengju í kassa. Norska öryggislögreglan hefur nú tekið yfir rannsókn þess máls.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira