Kristófer Páll Viðarsson hefur verið lánaður til Fylkis í Inkasso-deildinni.
Kristófer var lánaður frá Víkingi R. til KA fyrr í vetur en er nú kominn til Fylkis sem féll úr Pepsi-deildinni í fyrra eftir 16 ára samfellda dvöl þar.
Kristófer er uppalinn hjá Leikni F. en gekk í raðir Víkings 2015. Hann spilaði hins vegar sem lánsmaður með Leikni 2015 og 2016.
Í fyrra skoraði Kristófer 10 mörk í 22 leikjum fyrir Leikni í Inkasso-deildinni, þar af fjögur í lokaumferðinni þar sem Leiknismenn björguðu sér frá falli á ævintýralegan hátt með 2-7 sigri á HK.
Kristófer gæti leikið sinn fyrsta leik með Fylki í dag þegar liðið tekur á móti Vatnaliljum í 64-úrslitum Borgunarbikarsins.
Fylkir fær Þór Ak. í heimsókn í 1. umferð Inkasso-deildarinnar 6. maí næstkomandi.
Kristófer leikur í appelsínugulu í sumar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



