Skóli mistakanna Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. apríl 2017 07:00 Ef marka má bandarískar rannsóknir enda níu af hverjum tíu sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum í blindgötu – á kúpunni eins og sagt er. Þau sem lifa og dafna eru undantekningarnar. Þetta eru alkunn sannindi. En þó finnast, sem betur fer, alltaf einhverjir sem eru tilbúnir að veðja fé sínu á óvissuna. Enda getur ávöxtunin orðið ævintýraleg þegar dæmið gengur upp. Nokkur stærstu fyrirtæki heims eru vitnisburður um þetta. Nöfn sem allir þekkja eru á þessum lista: Airbnb, Google, Tesla, Microsoft og Apple. Öll byggðust þau á hugmynd sem sigraði heiminn, oftast eftir að frumlegir og ástríðufullir stofnendur höfðu gengið í gegnum hremmingar, sem fáir trúðu að þeir kæmust í gegnum. Frumkvöðlarnir verða andlit fyrirtækja sinna. En að baki árangrinum er oft blóð, sviti, tár og fórnir starfsmanna, sem hafa sjálfir reynt fyrir sér með afurðir sinna eigin hugmynda en orðið að lúta í lægra haldi. Ekki af því að þeirra varningur hafi endilega verið lakari eða seiglan og ástríðan minni. Heppni og tímasetning skilja oft milli feigs og ófeigs – réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Margir, sem ekki hafa náð alla leið með eigin rekstur, ganga til liðs við hina, sem dafna, með ómetanlega reynslu og þekkingu í farteskinu. Reynslan í síkvikum tækniheiminum er gulls ígildi. Þess vegna er það ekki endilega sorgarsaga þegar fyrirtæki sem verða til utan um frumlegar hugmyndir leggja upp laupana. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri leikjafyrirtækisins CCP, minnti eftirminnilega á það fyrir nokkrum árum, að gamlir starfsmenn hugbúnaðarfyrirtækja, eins og OZ, sem fór á hausinn með braki og brestum, eru lykilstarfsmenn í nýjum fyrirtækjum, sem blómstra. Sprota- og nýsköpunarfyrirtæki skilja nefnilega ekki eftir sig niðurnídda verksmiðjubyggingu ef þau leggja upp laupana, heldur fólk með verðmæta þekkingu sem gjarnan nýtist í næsta verkefni. Þorsteinn B. Friðriksson stofnaði Plain Vanilla fyrir fáum árum. Fyrirtækið þróaði leikinn vinsæla QuizUp. Peningamenn lögðu fimm milljarða króna í þróun leiksins. Fyrirtækið varð óskabarn landsmanna. Hæfileikafólk fékk útrás fyrir sköpunarkraftinn og vel launaða vinnu. En því miður, dæmið gekk ekki upp. Stofnandinn fór ekki leynt með, að honum urðu á mistök – lagði of mörg egg í sömu körfuna. En hann talaði um dýrmætan skóla. Gjaldþrot Plain Vanilla skildi nokkra erlenda fjárfesta eftir með sárt ennið. En þeir vissu allir að hverju þeir gengu. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Þorsteinn sé kominn af stað aftur. Hann hafi fengið fjárfesta til að veðja á nýja hugmynd um nýjan leik. Nú er hann reynslunni ríkari. En enginn gengur að því gruflandi að áhættan í heimi tölvuleikja er mikil. Ferðamenn og fiskur standa undir blómlegu efnahagslífi þessa stundina. Minna heyrist af fyrirtækjum frumlegra athafnamanna nú en á mögru árunum eftir hrun. Það er ekki gott. Heilræðið um að setja eggin í fleiri en eina körfu á nefnilega ekki bara við um unga frumkvöðla. Hún á við um allt atvinnulífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ef marka má bandarískar rannsóknir enda níu af hverjum tíu sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum í blindgötu – á kúpunni eins og sagt er. Þau sem lifa og dafna eru undantekningarnar. Þetta eru alkunn sannindi. En þó finnast, sem betur fer, alltaf einhverjir sem eru tilbúnir að veðja fé sínu á óvissuna. Enda getur ávöxtunin orðið ævintýraleg þegar dæmið gengur upp. Nokkur stærstu fyrirtæki heims eru vitnisburður um þetta. Nöfn sem allir þekkja eru á þessum lista: Airbnb, Google, Tesla, Microsoft og Apple. Öll byggðust þau á hugmynd sem sigraði heiminn, oftast eftir að frumlegir og ástríðufullir stofnendur höfðu gengið í gegnum hremmingar, sem fáir trúðu að þeir kæmust í gegnum. Frumkvöðlarnir verða andlit fyrirtækja sinna. En að baki árangrinum er oft blóð, sviti, tár og fórnir starfsmanna, sem hafa sjálfir reynt fyrir sér með afurðir sinna eigin hugmynda en orðið að lúta í lægra haldi. Ekki af því að þeirra varningur hafi endilega verið lakari eða seiglan og ástríðan minni. Heppni og tímasetning skilja oft milli feigs og ófeigs – réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Margir, sem ekki hafa náð alla leið með eigin rekstur, ganga til liðs við hina, sem dafna, með ómetanlega reynslu og þekkingu í farteskinu. Reynslan í síkvikum tækniheiminum er gulls ígildi. Þess vegna er það ekki endilega sorgarsaga þegar fyrirtæki sem verða til utan um frumlegar hugmyndir leggja upp laupana. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri leikjafyrirtækisins CCP, minnti eftirminnilega á það fyrir nokkrum árum, að gamlir starfsmenn hugbúnaðarfyrirtækja, eins og OZ, sem fór á hausinn með braki og brestum, eru lykilstarfsmenn í nýjum fyrirtækjum, sem blómstra. Sprota- og nýsköpunarfyrirtæki skilja nefnilega ekki eftir sig niðurnídda verksmiðjubyggingu ef þau leggja upp laupana, heldur fólk með verðmæta þekkingu sem gjarnan nýtist í næsta verkefni. Þorsteinn B. Friðriksson stofnaði Plain Vanilla fyrir fáum árum. Fyrirtækið þróaði leikinn vinsæla QuizUp. Peningamenn lögðu fimm milljarða króna í þróun leiksins. Fyrirtækið varð óskabarn landsmanna. Hæfileikafólk fékk útrás fyrir sköpunarkraftinn og vel launaða vinnu. En því miður, dæmið gekk ekki upp. Stofnandinn fór ekki leynt með, að honum urðu á mistök – lagði of mörg egg í sömu körfuna. En hann talaði um dýrmætan skóla. Gjaldþrot Plain Vanilla skildi nokkra erlenda fjárfesta eftir með sárt ennið. En þeir vissu allir að hverju þeir gengu. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Þorsteinn sé kominn af stað aftur. Hann hafi fengið fjárfesta til að veðja á nýja hugmynd um nýjan leik. Nú er hann reynslunni ríkari. En enginn gengur að því gruflandi að áhættan í heimi tölvuleikja er mikil. Ferðamenn og fiskur standa undir blómlegu efnahagslífi þessa stundina. Minna heyrist af fyrirtækjum frumlegra athafnamanna nú en á mögru árunum eftir hrun. Það er ekki gott. Heilræðið um að setja eggin í fleiri en eina körfu á nefnilega ekki bara við um unga frumkvöðla. Hún á við um allt atvinnulífið.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun