Það eru alltaf meiri fiðrildi í mér þegar ég er að spila hérna heima en það er alltaf miklu skemmtilegra Magnús Guðmundsson skrifar 29. apríl 2017 11:00 Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari er nýkomin frá Bandaríkjunum en á sunnudaginn heldur hún tónleika í Hörpu. Visir/Anton Brink Sæunn Þorsteinsdóttir var aðeins fimm ára gömul þegar hún byrjaði að læra á selló hjá Hauki Hannessyni við Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins. Síðan þá hefur talsvert vatn runnið til sjávar og Sæunn er í dag í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og þó víðar væri leitað. Á undanförnum árum hefur Sæunn spilað víða um heim með fjölda heimsþekktra tónlistarmanna og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hún var á meðal þeirra Íslendinga sem tóku þátt í Reykjavik festival, tónlistarhátíðinni í Los Angeles, fyrir skömmu en er nú komin heim til þess að halda tónleika í Hörpu á sunnudag ásamt Angelu Draghicescu píanóleikara. Sjö ára gömul fluttist Sæunn með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og hún segir að allt síðan þá hafi hún í raun verið á ferðinni fram og til baka á milli þessara tveggja landa. „Við fluttumst fyrst til Iowa City, en þar hafa margir Íslendingar verið í gegnum árin, en síðan þá hef ég búið í Cleveland, New York og núna Seattle.“Ekkert annað Sæunn segir að hún hafi nú reyndar ekki alltaf verið þess fullviss að sellóið ætti eftir að verða hennar ævistarf. „Nei, ég ætlaði að verða augnlæknir og var með hinar og þessar pælingar. En svo þegar ég kom aðeins fram á táningsárin þá var þetta nú komið nokkurn veginn á hreint. Ég man reyndar að mamma, en hún er fiðluleikari og fiðlukennari, var margoft búin að spyrja mig: Geturðu ekki gert eitthvað annað?“ segir Sæunn og hlær við tilhugsunina. „En ég sagði náttúrulega bara nei. Ég get ekki gert neitt annað. Þannig var það bara.“ Sæunn segir að það hafi líka verið henni mikil gæfa hversu frábæra kennara og gott samverkafólk hún hefur haft á sínum ferli. „Ég hef verið alveg rosalega heppin. Mér finnst ég líka vera alveg sérstaklega heppin að geta verið að gera það sem ég er að gera. Það eru ekki margir sem geta það og fyrir mér eru þetta mikil forréttindi sem ég er þakklát fyrir.“Að gleyma sér En hvað skyldi það vera við sellóið sem gerði það að verkum að Sæunn gat á sínum tíma ekki hugsað sér að fást við neitt annað? „Það er kannski bara fyrst og fremst það sem er að finna í allri lifandi tónlist. Að vera með öðrum tónlistarmönnum í þessu andartaki. Að vera lifandi. Að vera að tjá sig um lífið og fólkið og allt það sem gefur lífinu gildi. Fyrir mér er þetta að vera inni í tónlistinni og það er engu líkt.“ Sæunn segir að þessi tilfinning sé eitthvað sem hún hverfi í raun algjörlega inn í. „Já, þegar þetta virkar þá geri ég það. Maður finnur tilfinninguna þegar þetta er eins og það á að vera og maður þjálfar þetta. Þjálfar bæði hvernig er að vera inni í tónlistinni og hvernig er að vera það ekki. Þetta þarf maður að þjálfa markvisst til þess að komast inn í tónlistina og geta gleymt sér í henni.“Komin á kortið Sæunn er nýkomin frá Los Angeles þar sem Reykjavik Festival, tónlistarhátíð á vegum fílharmóníusveitar borgarinnar, þar sem íslenskri samtímatónlist af öllum gerðum voru gerð ákaflega góð skil. Hátíðin hlaut frábærar viðtökur, bæði hjá almenningi sem gagnrýnendum í mörgum af virtustu dagblöðum Bandaríkjanna. Sæunn segir að hátíðin hafi verið alveg einstök upplifun. „Þetta var alveg rosalega frábært. Alveg æðislegt að sjá alla þessa Íslendinga og alls konar tónlistarmenn. Það hefur líka verið að gaman að lesa alla þessa jákvæðu umfjöllun í miðlunum úti og ég er á því að þetta geri gríðarlega mikið fyrir íslenska tónlist. Í fyrsta lagi er magnað að þessari hátíð skuli hafi verið komið á og Daníel Bjarnason og aðrir sem að því hafa komið eiga mikinn heiður skilinn. Afraksturinn er líka sá að það er farið að taka eftir því sem er að gerast í tónlist á Íslandi. Þetta á stóran þátt í að koma okkur á kortið.“ Sæunn segir að hún hafi ekki aðeins haft ánægju af því að spila á hátíðinni heldur ekki síður að fara á aðra viðburði. „Ég reyndi svona að ná helstu tónleikunum enda kem ég ekki heim það oft. Það er gaman fyrir mig að heyra svona aðeins hvað er að gerast. Ég reyni að hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands á RÚV á fimmtudagskvöldum eins og ég get og það er ljómandi. En þess vegna var sérstaklega gaman fyrir mig að fá að heyra alla þessa íslensku tónlist í íslenskum flutningi.“Alltaf sérstakt Á sunnudaginn verður Sæunn með tónleika í röðinni Sígildir sunnudagar í Norðurljósum Hörpu ásamt Angelu Draghicescu píanóleikara. Sæunn segir að óneitanlega verði þessir tónleikar gjörólíkir því sem hún hafi verið að gera í Los Angeles fyrir skömmu. „Þetta er aðeins öðruvísi en í LA þar sem ég var að spila nýjan sellókonsert eftir Pál Ragnar Pálsson. Að þessu sinni eru þetta hefðbundnari tónleikar, selló og píanó, með Beethoven og förum svo meira inn í bæði ameríska tónlist með verki eftir William Bolcom sem við höfum báðar verið að vinna með í Bandaríkjunum en við spiluðum þetta einmitt í Carnegy Hall. Svo erum við með verk bæði frá Rúmeníu og Íslandi, Jón Nordal og svona hitt og þetta skemmtilegt.“ Sæunn er spennt fyrir tónleikunum og segir að það sé alltaf gaman að koma heim og spila. „Já, þetta er alltaf heim og þetta er alltaf sérstakt. Það er aldrei eins og að spila einhvers staðar annars staðar. Það eru alltaf aðeins fleiri fiðrildi í mér þegar ég er að fara að spila hérna heima en á sama tíma er það alltaf miklu skemmtilegra.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sæunn Þorsteinsdóttir var aðeins fimm ára gömul þegar hún byrjaði að læra á selló hjá Hauki Hannessyni við Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins. Síðan þá hefur talsvert vatn runnið til sjávar og Sæunn er í dag í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og þó víðar væri leitað. Á undanförnum árum hefur Sæunn spilað víða um heim með fjölda heimsþekktra tónlistarmanna og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hún var á meðal þeirra Íslendinga sem tóku þátt í Reykjavik festival, tónlistarhátíðinni í Los Angeles, fyrir skömmu en er nú komin heim til þess að halda tónleika í Hörpu á sunnudag ásamt Angelu Draghicescu píanóleikara. Sjö ára gömul fluttist Sæunn með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og hún segir að allt síðan þá hafi hún í raun verið á ferðinni fram og til baka á milli þessara tveggja landa. „Við fluttumst fyrst til Iowa City, en þar hafa margir Íslendingar verið í gegnum árin, en síðan þá hef ég búið í Cleveland, New York og núna Seattle.“Ekkert annað Sæunn segir að hún hafi nú reyndar ekki alltaf verið þess fullviss að sellóið ætti eftir að verða hennar ævistarf. „Nei, ég ætlaði að verða augnlæknir og var með hinar og þessar pælingar. En svo þegar ég kom aðeins fram á táningsárin þá var þetta nú komið nokkurn veginn á hreint. Ég man reyndar að mamma, en hún er fiðluleikari og fiðlukennari, var margoft búin að spyrja mig: Geturðu ekki gert eitthvað annað?“ segir Sæunn og hlær við tilhugsunina. „En ég sagði náttúrulega bara nei. Ég get ekki gert neitt annað. Þannig var það bara.“ Sæunn segir að það hafi líka verið henni mikil gæfa hversu frábæra kennara og gott samverkafólk hún hefur haft á sínum ferli. „Ég hef verið alveg rosalega heppin. Mér finnst ég líka vera alveg sérstaklega heppin að geta verið að gera það sem ég er að gera. Það eru ekki margir sem geta það og fyrir mér eru þetta mikil forréttindi sem ég er þakklát fyrir.“Að gleyma sér En hvað skyldi það vera við sellóið sem gerði það að verkum að Sæunn gat á sínum tíma ekki hugsað sér að fást við neitt annað? „Það er kannski bara fyrst og fremst það sem er að finna í allri lifandi tónlist. Að vera með öðrum tónlistarmönnum í þessu andartaki. Að vera lifandi. Að vera að tjá sig um lífið og fólkið og allt það sem gefur lífinu gildi. Fyrir mér er þetta að vera inni í tónlistinni og það er engu líkt.“ Sæunn segir að þessi tilfinning sé eitthvað sem hún hverfi í raun algjörlega inn í. „Já, þegar þetta virkar þá geri ég það. Maður finnur tilfinninguna þegar þetta er eins og það á að vera og maður þjálfar þetta. Þjálfar bæði hvernig er að vera inni í tónlistinni og hvernig er að vera það ekki. Þetta þarf maður að þjálfa markvisst til þess að komast inn í tónlistina og geta gleymt sér í henni.“Komin á kortið Sæunn er nýkomin frá Los Angeles þar sem Reykjavik Festival, tónlistarhátíð á vegum fílharmóníusveitar borgarinnar, þar sem íslenskri samtímatónlist af öllum gerðum voru gerð ákaflega góð skil. Hátíðin hlaut frábærar viðtökur, bæði hjá almenningi sem gagnrýnendum í mörgum af virtustu dagblöðum Bandaríkjanna. Sæunn segir að hátíðin hafi verið alveg einstök upplifun. „Þetta var alveg rosalega frábært. Alveg æðislegt að sjá alla þessa Íslendinga og alls konar tónlistarmenn. Það hefur líka verið að gaman að lesa alla þessa jákvæðu umfjöllun í miðlunum úti og ég er á því að þetta geri gríðarlega mikið fyrir íslenska tónlist. Í fyrsta lagi er magnað að þessari hátíð skuli hafi verið komið á og Daníel Bjarnason og aðrir sem að því hafa komið eiga mikinn heiður skilinn. Afraksturinn er líka sá að það er farið að taka eftir því sem er að gerast í tónlist á Íslandi. Þetta á stóran þátt í að koma okkur á kortið.“ Sæunn segir að hún hafi ekki aðeins haft ánægju af því að spila á hátíðinni heldur ekki síður að fara á aðra viðburði. „Ég reyndi svona að ná helstu tónleikunum enda kem ég ekki heim það oft. Það er gaman fyrir mig að heyra svona aðeins hvað er að gerast. Ég reyni að hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands á RÚV á fimmtudagskvöldum eins og ég get og það er ljómandi. En þess vegna var sérstaklega gaman fyrir mig að fá að heyra alla þessa íslensku tónlist í íslenskum flutningi.“Alltaf sérstakt Á sunnudaginn verður Sæunn með tónleika í röðinni Sígildir sunnudagar í Norðurljósum Hörpu ásamt Angelu Draghicescu píanóleikara. Sæunn segir að óneitanlega verði þessir tónleikar gjörólíkir því sem hún hafi verið að gera í Los Angeles fyrir skömmu. „Þetta er aðeins öðruvísi en í LA þar sem ég var að spila nýjan sellókonsert eftir Pál Ragnar Pálsson. Að þessu sinni eru þetta hefðbundnari tónleikar, selló og píanó, með Beethoven og förum svo meira inn í bæði ameríska tónlist með verki eftir William Bolcom sem við höfum báðar verið að vinna með í Bandaríkjunum en við spiluðum þetta einmitt í Carnegy Hall. Svo erum við með verk bæði frá Rúmeníu og Íslandi, Jón Nordal og svona hitt og þetta skemmtilegt.“ Sæunn er spennt fyrir tónleikunum og segir að það sé alltaf gaman að koma heim og spila. „Já, þetta er alltaf heim og þetta er alltaf sérstakt. Það er aldrei eins og að spila einhvers staðar annars staðar. Það eru alltaf aðeins fleiri fiðrildi í mér þegar ég er að fara að spila hérna heima en á sama tíma er það alltaf miklu skemmtilegra.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira