BMW M5 2018 yfir 600 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2017 15:23 Nýr BMW M5 spæjaður í reynsluakstri. Sem stendur er BMW M550i öflugasta gerð 5-línu BMW, en það verður að teljast óeðlilegt þar sem M-útgáfa hans er jafnan öflugassta gerð bílsins. Þessu ætlar BMW úr að bæta með næstu gerð BMW M5 því hann mun fá fá meira en 600 hestöfl undir húddið. Sem áður verður það fengið með 4,4 lítra V8 vél og það dugar til að henda bílnum í 100 km hraða á 3,5 sekúndum. Það gerir hann þó einum tíunda úr sekúndu seinni en Mercedes Benz AMG E63 S. BMW ætlar þó að bæta seinna við svokölluðum „Competition Package“ og þá ætti hann jfanvel að verða sneggri en Benzinn. Ef til vill er stærsta breytingin nú á M5 fógin í því að hann verður fjórhjóladrifinn, en þó má með því að ýta á takka fá allt aflið aðeins á afturöxulinn, eins og núverandi eigendur bílsins þekkja hann. BMW ætlar að hefja sölu nýs M5 snemma á næsta ári. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Sem stendur er BMW M550i öflugasta gerð 5-línu BMW, en það verður að teljast óeðlilegt þar sem M-útgáfa hans er jafnan öflugassta gerð bílsins. Þessu ætlar BMW úr að bæta með næstu gerð BMW M5 því hann mun fá fá meira en 600 hestöfl undir húddið. Sem áður verður það fengið með 4,4 lítra V8 vél og það dugar til að henda bílnum í 100 km hraða á 3,5 sekúndum. Það gerir hann þó einum tíunda úr sekúndu seinni en Mercedes Benz AMG E63 S. BMW ætlar þó að bæta seinna við svokölluðum „Competition Package“ og þá ætti hann jfanvel að verða sneggri en Benzinn. Ef til vill er stærsta breytingin nú á M5 fógin í því að hann verður fjórhjóladrifinn, en þó má með því að ýta á takka fá allt aflið aðeins á afturöxulinn, eins og núverandi eigendur bílsins þekkja hann. BMW ætlar að hefja sölu nýs M5 snemma á næsta ári.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent