Um áhyggjulausa ævikvöldið Ellert B. Schram skrifar 28. apríl 2017 07:00 Nú fyrr í mánuðinum flutti ungur varaþingmaður, Albert Guðmundsson, jómfrúarræðu sína á Alþingi og hún fjallaði um málefni aldraðra. Full ástæða er til að hrósa honum fyrir að nota þetta hátíðartækifæri sitt til að tileinka þessa fyrstu ræðu sína „þeim sem eldri eru“. Það er ekki á hverjum degi sem yngra fólk og jafnvel ráðandi fólk beinir athyglinni að kjörum og málefnum eldri borgara. Albert vék að frítekjumarkinu, sem nú hefur verið lögfest á þann hátt að fólk sem fær tryggingabætur frá almannatryggingum situr í þeirri fátæktargildru að ef viðkomandi vinnur sér inn aukatekjur, umfram það sem hann fær frá almannatryggingum, til dæmis 100 þús. kr., heldur hann eftir 25% af viðbótartekjunum. Jú, þetta á að laga , segja ráðherrarnir, næstu fjögur árin! Í nafni fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir lifa það af? Hverjir taka slíkar ákvarðanir og áætlanir nema ríkisstjórnin sem er háð þeim þingmönnum sem styðja stjórnarflokkana. Og þeim ungu þingmönnum, þar á meðal Albert Guðmundssyni, sem hugsar hlýtt til eldri borgara og hags þeirra. Þau lögbundnu skerðingarákvæði sem nú gilda, er verk núverandi ríkisstjórnar. Það frítekjumark sem lögleitt hefur verið, er smánarblettur á því hlutverki sem stjórnmálafólk á að sinna. Albert segir: „Það er skylda okkar að tryggja að þeir sem hafa skilað góðu dagsverki og greitt til samfélagsins alla ævi, geti lifað áhyggjulaust ævikvöld og einnig að við hvetjum til virkni þeirra sem starfsgetu hafa og kjósa að halda áfram að vinna.“ Heyr fyrir honum, en þá verður hann líka, þessi sómadrengur á Alþingi, að láta kné fylgja kviði og berjast gegn þeim fátæktargildrum sem eldra fólki stendur til boða. Og hver er svo skynlaus að halda, að frítekjumörk eldri borgara séu sanngjörn eða boðleg á ævikvöldi? Eða að þau leiði til meira framlags og atvinnuþátttöku fólks á efri árum? Fjármálaáætlun kemur ekki að himni ofan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verkefni hennar sjálfrar. Hún er mannanna verk. Hún er ekki höggvin í stein. Það stendur upp á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að breyta þessu ógeðslega frítekjumarki. Ef þeir á annað borð meina það sem þeir segja um áhyggjulaust ævikvöld. Unga fólkið á Alþingi getur ráðið ferðinni. Ef það vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fyrr í mánuðinum flutti ungur varaþingmaður, Albert Guðmundsson, jómfrúarræðu sína á Alþingi og hún fjallaði um málefni aldraðra. Full ástæða er til að hrósa honum fyrir að nota þetta hátíðartækifæri sitt til að tileinka þessa fyrstu ræðu sína „þeim sem eldri eru“. Það er ekki á hverjum degi sem yngra fólk og jafnvel ráðandi fólk beinir athyglinni að kjörum og málefnum eldri borgara. Albert vék að frítekjumarkinu, sem nú hefur verið lögfest á þann hátt að fólk sem fær tryggingabætur frá almannatryggingum situr í þeirri fátæktargildru að ef viðkomandi vinnur sér inn aukatekjur, umfram það sem hann fær frá almannatryggingum, til dæmis 100 þús. kr., heldur hann eftir 25% af viðbótartekjunum. Jú, þetta á að laga , segja ráðherrarnir, næstu fjögur árin! Í nafni fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir lifa það af? Hverjir taka slíkar ákvarðanir og áætlanir nema ríkisstjórnin sem er háð þeim þingmönnum sem styðja stjórnarflokkana. Og þeim ungu þingmönnum, þar á meðal Albert Guðmundssyni, sem hugsar hlýtt til eldri borgara og hags þeirra. Þau lögbundnu skerðingarákvæði sem nú gilda, er verk núverandi ríkisstjórnar. Það frítekjumark sem lögleitt hefur verið, er smánarblettur á því hlutverki sem stjórnmálafólk á að sinna. Albert segir: „Það er skylda okkar að tryggja að þeir sem hafa skilað góðu dagsverki og greitt til samfélagsins alla ævi, geti lifað áhyggjulaust ævikvöld og einnig að við hvetjum til virkni þeirra sem starfsgetu hafa og kjósa að halda áfram að vinna.“ Heyr fyrir honum, en þá verður hann líka, þessi sómadrengur á Alþingi, að láta kné fylgja kviði og berjast gegn þeim fátæktargildrum sem eldra fólki stendur til boða. Og hver er svo skynlaus að halda, að frítekjumörk eldri borgara séu sanngjörn eða boðleg á ævikvöldi? Eða að þau leiði til meira framlags og atvinnuþátttöku fólks á efri árum? Fjármálaáætlun kemur ekki að himni ofan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verkefni hennar sjálfrar. Hún er mannanna verk. Hún er ekki höggvin í stein. Það stendur upp á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að breyta þessu ógeðslega frítekjumarki. Ef þeir á annað borð meina það sem þeir segja um áhyggjulaust ævikvöld. Unga fólkið á Alþingi getur ráðið ferðinni. Ef það vill.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun