Ungar en bestar allra Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 06:00 Keflavíkurstúlkur með bikarinn stóra. mynd/víkurfréttir/páll ketilsson Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira