Óskar Hrafn erfiðastur en Hjörvar nokkuð auðveldur viðureignar Benedikt Bóas skrifar 26. apríl 2017 07:00 „Það blundar í mér að vera meira fyrir aftan myndavélina,“ segir Auðunn Blöndal en hann leikstýrði nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-deildarmörkin sem sýnd eru á Stöð 2 Sport. Pepsi-deildin hefst með pompi og prakt á sunnudag og verður upphitunarþáttur í opinni dagskrá á föstudagskvöld. Auglýsingin var frumsýnd í gær en þetta var fyrsta leikstjórnarverkefni Auðuns. Hann skrifaði að auki handritið. „Að vera meira fyrir aftan myndavélina er eitthvað sem ég hef áhuga á. Það hefur komið með árunum og ef ég myndi fara að læra eitthvað núna þá væri það leikstjórn, ekki spurning,“ segir hann.Auðunn hefur áhuga á því að færa sig meira fyrir aftan myndavélarnar.Vísir/VilhelmAuðunn hefur átt gott ár fyrir framan myndavélina og frammistaða hans í Asíska draumnum, Satt eða logið og Steypustöðinni hefur fest hann í sessi sem frábæran leikara. Nú fór hann í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og stýrði góðvini sínum Hjörvari Hafliðasyni, Herði Magnússyni, Óskari Hrafn Þorvaldssyni og Loga Ólafssyni sem munu stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildina. Auk þeirra koma Íslandsmeistarar FH við sögu og Víkingur úr Reykjavík þar sem nokkrir leikmenn bera á sér bossann í sturtu. „Leikararnir fóru allir á kostum og voru hrikalega góðir. Ég hef alltaf sagt að Hörður sé til dæmis mun betri leikari en fólk áttar sig á,“ segir Auðunn en eins og flestir vita eru góð Hörður góð leikaragen í Herði en faðir hans, Magnús Ólafsson, er enn að slá í gegn á hvíta tjaldinu. „Óskar Hrafn var erfiðastur. Trúlega vegna þess að honum fannst óþægilegt að vera að leika. Hjörvar var svo nokkuð auðveldur viðureignar,“ segir hann en þeim er vel til vina. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport verður viðureign ÍA og FH á sunnudag en fyrstu Pepsi-mörkin rúlla af stað á verkalýðsdaginn, 1. maí, þegar fyrstu umferð lýkur.Meistaraflokkur Víkings Reykjavíkur berháttar sig í auglýsingunni fyrir eftirminnilegt sturtuskot. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Það blundar í mér að vera meira fyrir aftan myndavélina,“ segir Auðunn Blöndal en hann leikstýrði nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-deildarmörkin sem sýnd eru á Stöð 2 Sport. Pepsi-deildin hefst með pompi og prakt á sunnudag og verður upphitunarþáttur í opinni dagskrá á föstudagskvöld. Auglýsingin var frumsýnd í gær en þetta var fyrsta leikstjórnarverkefni Auðuns. Hann skrifaði að auki handritið. „Að vera meira fyrir aftan myndavélina er eitthvað sem ég hef áhuga á. Það hefur komið með árunum og ef ég myndi fara að læra eitthvað núna þá væri það leikstjórn, ekki spurning,“ segir hann.Auðunn hefur áhuga á því að færa sig meira fyrir aftan myndavélarnar.Vísir/VilhelmAuðunn hefur átt gott ár fyrir framan myndavélina og frammistaða hans í Asíska draumnum, Satt eða logið og Steypustöðinni hefur fest hann í sessi sem frábæran leikara. Nú fór hann í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og stýrði góðvini sínum Hjörvari Hafliðasyni, Herði Magnússyni, Óskari Hrafn Þorvaldssyni og Loga Ólafssyni sem munu stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildina. Auk þeirra koma Íslandsmeistarar FH við sögu og Víkingur úr Reykjavík þar sem nokkrir leikmenn bera á sér bossann í sturtu. „Leikararnir fóru allir á kostum og voru hrikalega góðir. Ég hef alltaf sagt að Hörður sé til dæmis mun betri leikari en fólk áttar sig á,“ segir Auðunn en eins og flestir vita eru góð Hörður góð leikaragen í Herði en faðir hans, Magnús Ólafsson, er enn að slá í gegn á hvíta tjaldinu. „Óskar Hrafn var erfiðastur. Trúlega vegna þess að honum fannst óþægilegt að vera að leika. Hjörvar var svo nokkuð auðveldur viðureignar,“ segir hann en þeim er vel til vina. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport verður viðureign ÍA og FH á sunnudag en fyrstu Pepsi-mörkin rúlla af stað á verkalýðsdaginn, 1. maí, þegar fyrstu umferð lýkur.Meistaraflokkur Víkings Reykjavíkur berháttar sig í auglýsingunni fyrir eftirminnilegt sturtuskot.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira