Reynslumiklir nýliðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 06:00 Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er nýliði í efstu deild eins og liðið sem hann þjálfar, KA. vísir/stefán Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira