Deilt um fríverslunarsamning við blóðuga stjórn Duterte Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 19:00 Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond. Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond.
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira