Hinir vammlausu á Kalkofnsvegi Baldvin Þorsteinsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun