Birna Brjánsdóttur hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Hún sást síðast í eftirlitsmyndavél í miðbæ Reykjavíkur, rétt fyrir klukkan 5:30, þar sem hún gekk upp Laugaveg á móts við hús númer 31. Átta dögum síðar, eða þann 22. janúar, fannst lík Birnu við Selvogsvita í Ölfusi. Hinn 30. mars síðastliðinn ákærði héraðssaksóknari Thomas Frederik Møller Olsen, þrítugan Grænlending og skipverja á togaranum Polar Nanoq, fyrir morðið á Birnu. Thomas var úrskurðaður í gæsluvarðhald hinn 19. janúar, og með úrskurðum 2. febrúar, 16. febrúar, 2. mars og 30. mars var gæsluvarðhaldið framlengt. Fréttastofa hefur fengið þessa úrskurði afhenta, en þeir varpa skýrara ljósi á atburðarásina þessa afdrifaríku nótt.Ítarlega var fjallað um þessi gögn í fréttum Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld og má sjá umfjöllunina í spilaranum hér að neðan. Í úrskurðunum eru þau sönnunargögn sem lögregla hefur aflað við rannsókn málsins rakin, en auk þess er að finna í þeim upplýsingar sem Thomas hefur gefið lögreglu við yfirheyrslur. Hann hefur ávallt neitað sök. Rétt er að taka fram að um er að ræða upplýsingar sem fram koma í greinargerð lögreglu og ákæruvalds fyrir dómi, en ekki niðurstöðu héraðsdóms.Þekkti Birnu af myndum Síðdegis föstudaginn 13. janúar tók Thomas á leigu rauða Kia Rio bifreið hjá Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði. Síðar um kvöldið fór hann ásamt öðrum manni, sem einnig var skipverji á Polar Nanoq, í miðbæ Reykjavíkur. Í þessari umfjöllun er vísað til þess skipverja sem aðila B. Við yfirheyrslu hjá lögreglu nokkrum klukkustundum eftir að hann var handtekinn er haft eftir Thomasi: „Við yfirheyrslu á lögreglustöð sl. nótt hafi kærði skýrt svo frá að hann hefði tekið umrædda bifreið á leigu og á ferð sinni um miðbæ Reykjavíkur umrætt sinn hefði hann, ásamt (B), tekið tvær stúlkur upp í bifreiðina. (...) Kærði hafi kannast við það af myndum að önnur þessara stúlkna hafi verið Birna.“ Thomas viðurkennir því strax við fyrstu yfirheyrslu að hafa tekið Birnu upp í rauðu Kia Rio bifreiðina, en nefnir einnig aðra stúlku.Rauði Kia Rio-bíllinn á Laugaveginum sem lögreglan telur að Birna hafi farið upp í. Thomas Møller Olsen var ökumaður bílsins.mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFóru báðir út úr bílnum við Polar Nanoq Hinn skipverjinn sagði við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu að tvær stúlkur hafi komið í bifreiðina. Í seinni yfirheyrslu dró hann þennan framburð til baka, en um það segir í greinargerð lögreglu: Að hans sögn skýrist það af því að Thomas hafi haldið þessu fram við hann. (B) kveðst nú muna eftir að aðeins ein stúlka hafi komið í bifreiðina. Hann hafi verið mjög ölvaður og muni ekki eftir því að hafa rætt við stúlkuna. Þá kemur fram að með rannsókn á fjarskiptagögnum og myndefni megi rekja ferðir bifreiðarinnar um Reykjavík, um Sæbraut og Reykjanesbraut, Kópavog og Garðabæ og til Hafnarfjarðar. Símsendar hafi hætt að nema síma Birnu um klukkan 5:50 á móts við Sléttuhraun í Hafnarfirði. Samkvæmt myndbandsupptöku sést Kia Rio bifreiðinni ekið að Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 5:55. Samkvæmt greinargerð lögreglu stíga þá tveir karlmenn út úr bílnum. Þeir aðhafast eitthvað í kringum bifreiðina og grunar því lögreglu að eitthvað eða einhver hafi verið í aftursæti bílsins miðað við háttalag mannanna tveggja.Við rannsókn málsins voru ferðir bílsins um morguninn raktar um Sæbraut og Reykjanesbraut, Kópavog og Garðabæ og til Hafnarfjarðar. Símsendar hættu að nema síma Birnu um klukkan 5:50 á móts við Sléttuhraun í Hafnarfirði.grafík/stöð 2Segist hafa séð stúlku liggja í aftursæti bílsins Hinn skipverjinn fór í kjölfarið um borð í Polar Nanoq, en þetta er haft eftir honum í greinargerð lögreglu: Þá hafi (B) greint frá því að hafa séð stúlkuna liggja í aftursæti bifreiðarinnar þegar hann fór úr bifreiðinni í Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann hafi farið um borð í togarann Polar Nanoq. Myndbandsupptökur sýna að Thomas aki þá bifreiðinni á annan stað á hafnarsvæðinu þar sem hann stígi út úr bifreiðinni og fari inn í farþegasætið aftur í. Um þetta er haft eftir Thomasi: „...hann hafi síðan ekið með stúlkurnar á annan stað í höfninni þar sem hann hafi stöðvað bifreiðina og farið aftur í farþegasætið til stúlknanna. Hann hafi m.a. kysst Birnu.“Thomas sagðist hafa sett stúlkurnar tvær sem hann kvaðst hafa tekið upp í bílinn út við Ástorg í Hafnarfirði.vísir/gagMóða sést á rúðum bifreiðarinnar Samkvæmt myndbandsupptökum var Thomas í aftursæti bifreiðarinnar í um 50 mínútur. Það er á þessum tíma sem lögregla telur að Thomas hafi veitt Birnu áverka. Um áverkana segir í greinargerð lögreglu: „Rannsókn réttarmeinafræðings hafi leitt í ljós að henni höfðu verið veittir talsverðir áverkar í andliti og höfði sem hlaut að hafa blætt verulega úr. (...) þá hafi hún verið með mikla þrýstiáverka á hálsi, sem bendi til ofsafenginnar kyrkingar með höndum. (...) Í myndskeiði úr öryggismyndavélum sjáist móða á rúðum bifreiðarinnar.“ Eftir þessar 50 mínútur sést Thomas koma úr farþegasætinu aftur í, setjast fram í og aka burt, en klukkan er þá um 7 um morguninn. Thomas bar í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði þá ekið að hringtorgi í Vallarhverfinu, líklega að Ástorgi norðan Reykjanesbrautar. Kvaðst hann hafa gert það að ósk stúlknanna tveggja, þær hafi farið út úr bílnum þar og hann ekki séð þær meir.Frá Reeok Fitness í Hafnarfirði en Thomas segist hafa farið og lagt sig í bílnum á bílastæði líkamsræktarstöðvarinnar laugardaginn 14. janúar.vísir/gagTelur frásögn Thomasar ranga Í kjölfarið segir Thomas að hann hafi ekið að Reebok Fitness líkamsræktarstöðinni í Hafnarfirði. Þar hafi hann lagt sig og sofið í bílnum nokkra stund. Lögregla kveðst hafa skoðað eftirlitsmyndavélar sem vísa hér út á bílastæðið. Þar komi bifreiðin hins vegar ekki fram á mynd. Um þessa frásögn Thomasar er haft eftir lögreglu í úrskurði Héraðsdóms: Hann hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvar hann hafi verið á milli klukkan 7 og 11 þennan morgun [...] Lögreglan telur frásögn Thomasar því ranga og gengur út frá annarri atburðarás. Rétt er þó að taka fram að ekki er vitað með vissu um ferðir Thomasar frá því að hann ekur frá Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 7. Lögreglan telur hins vegar að hann hafi keyrt það og suður í Ölfus. Þar hafi hann varpað Birnu í sjó eða vatn skammt frá Selvogsvita. Samkvæmt rannsókn réttarmeinafræðings var hún þá með mjög veika meðvitund en dánarorsökin var drukknun. Næst er vitað um ferðir Thomasar í verslun Krónunnar í Hafnarfirði um klukkan 10:30, eða um þremur og hálfum tíma eftir að hann keyrir frá Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt rannsókn lögreglu keypti Thomas hér hreinsivörur og fer í kjölfarið aftur að togaranum.Rauði Kia Rio-bíllinn sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn málsins.vísirSagðist hafa verið að þrífa upp ælu Klukkan 11 sést Thomas svo í eftirlitsmyndavélum við togarann þar sem hann stígur út úr bílnum og er hann þá einn. Ekki kemur fram í gögnum lögreglu hvað Thomas gerir svo strax í kjölfarið en klukkan 12:46 sést hann í myndavélum þrífa bifreiðina. Er hann einkum að þrífa hægra aftursætið en þessu sinnir hann til klukkan 13:25. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að mikið blóð var í bílnum. Um þrif Thomasar á bílnum segir í greinargerð lögreglu: Hafi ákærði sagt að hann hafi verið að þrífa upp ælu en hann hafi ekki orðið var við neitt blóð í bifreiðinni. Sé þessi framburður ákærða í hróplegu ósamræmi við gögn málsins sem þegar hafi verið minnst á. Eftir að hafa þrifið bílinn sést Thomas svo fara með stóran svartan ruslapoka úr bílnum um borð í Polar Nanoq að því er fram kemur í gögnum lögreglu. Í kjölfarið skilaði Thomas bílaleigubílnum. Lögreglan lagði hald á bifreiðina þremur dögum síðar í Kópavogi. Um rannsokn tæknideildar lögreglunnar á bifreiðinni segir: „Rannsókn tæknideildar hafi sýnt að mikið blóð hafi verið í aftursæti og undir sætinu og þá hafi blóðslettur verið víða í bifreiðinni og blóð á stýri hennar. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar á því blóði sé um að ræða blóð úr Birnu.“Frá leitinni að Birnu við Hafnarfjarðarhöfn aðfaranótt 17. janúar.vísir/vilhelmFingraför Thomasar á ökuskírteini Birnu Um borð í Polar Nanoq fundust einnig sönnunargögn, meðal annars ökuskírteini Birnu en um það segir í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms 19. janúar: „Við skýrslutöku hafi kærða verið kynnt að ökuskírteini Birnu hafi fundist við leit í Polar Nanoq við komu þess til hafnar. Skírteinið hafi verið í svörtum ruslapoka á dekki togarans. Aðspurður hafi kærði ekki getað skýrt það af hverju skírteinið fannst þar og segist ekki bera ábyrgð á því.“ Í úrskurði 16. februar segir hins vegar um niðurstöðu á rannsókn á ökuskírteininu: Niðurstaða liggi nú fyrir um rannsókn fingrafara af ökuskirteini Birnu sem hafi fundist um borð í Polar Nanoq eftir atburðinn. Fingrafarið reyndist eftir kærða Thomas. Í Polar Nanoq fundust einnig einnota gúmmíhanskar en á þeim var blóð sem sent var til rannsóknar. Ekki kemur þó fram í þeim gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hvað kom út úr þeirri rannsókn. Frá komu Polar Nanoq til Hafnarfjarðar 18. janúar síðastliðinn.Vísir/Anton BrinkÞekjufrumur Thomasar og Birnu á skóreimum af skóm hennar Um borð í togaranum fundust svo að auki föt sem tilheyrðu Thomasi en um þau segir í greinargerð héraðssaksóknara sem rakin er í úrskurði héraðsdóms frá 30. mars: „Þá hafi fundist blóð úr Birnu á úlpu ákærða auk þess sem rannsókn á fatnaði ákærða, sem búið hafði verið að þvo, hafi sýnt að fötin hafi komist í snertingu við nokkuð mikið magn blóðs.“ Í sömu greinargerð er einnig greint frá niðurstöðum lífsýnarannsókna á skóm Birnu sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn. „Skór Birnu hafi fundist á athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar og þekjufrumur fundist bæði frá Birnu og ákærða á skóreim þeirra en myndbandsupptökur sýni að Kia Rio bifreiðin hafi verið stödd í námunda við staðinn sem skórnir fundust laugardaginn 14. janúar.“ Eins og greint var frá hér í upphafi hefur héraðssaksóknari ákært Thomas Frederik Møller Olsen fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur. Af greinargerðum lögreglu er ljóst að rannsókn lögreglu var umfangsmikil þar sem miklu magni gagna var safnað, þar á meðal myndbandsupptökum, fjarskiptagögnum, munum og lífsýnum. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. maí. Aðalmeðferð málsins hefur ekki verið ákveðin en gera má ráð fyrir því að það verði áður en dómstólarnir fara í sumarfrí í júlí. Næsta fyrirtaka málsins verður þann 9. maí. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent
Birna Brjánsdóttur hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Hún sást síðast í eftirlitsmyndavél í miðbæ Reykjavíkur, rétt fyrir klukkan 5:30, þar sem hún gekk upp Laugaveg á móts við hús númer 31. Átta dögum síðar, eða þann 22. janúar, fannst lík Birnu við Selvogsvita í Ölfusi. Hinn 30. mars síðastliðinn ákærði héraðssaksóknari Thomas Frederik Møller Olsen, þrítugan Grænlending og skipverja á togaranum Polar Nanoq, fyrir morðið á Birnu. Thomas var úrskurðaður í gæsluvarðhald hinn 19. janúar, og með úrskurðum 2. febrúar, 16. febrúar, 2. mars og 30. mars var gæsluvarðhaldið framlengt. Fréttastofa hefur fengið þessa úrskurði afhenta, en þeir varpa skýrara ljósi á atburðarásina þessa afdrifaríku nótt.Ítarlega var fjallað um þessi gögn í fréttum Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld og má sjá umfjöllunina í spilaranum hér að neðan. Í úrskurðunum eru þau sönnunargögn sem lögregla hefur aflað við rannsókn málsins rakin, en auk þess er að finna í þeim upplýsingar sem Thomas hefur gefið lögreglu við yfirheyrslur. Hann hefur ávallt neitað sök. Rétt er að taka fram að um er að ræða upplýsingar sem fram koma í greinargerð lögreglu og ákæruvalds fyrir dómi, en ekki niðurstöðu héraðsdóms.Þekkti Birnu af myndum Síðdegis föstudaginn 13. janúar tók Thomas á leigu rauða Kia Rio bifreið hjá Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði. Síðar um kvöldið fór hann ásamt öðrum manni, sem einnig var skipverji á Polar Nanoq, í miðbæ Reykjavíkur. Í þessari umfjöllun er vísað til þess skipverja sem aðila B. Við yfirheyrslu hjá lögreglu nokkrum klukkustundum eftir að hann var handtekinn er haft eftir Thomasi: „Við yfirheyrslu á lögreglustöð sl. nótt hafi kærði skýrt svo frá að hann hefði tekið umrædda bifreið á leigu og á ferð sinni um miðbæ Reykjavíkur umrætt sinn hefði hann, ásamt (B), tekið tvær stúlkur upp í bifreiðina. (...) Kærði hafi kannast við það af myndum að önnur þessara stúlkna hafi verið Birna.“ Thomas viðurkennir því strax við fyrstu yfirheyrslu að hafa tekið Birnu upp í rauðu Kia Rio bifreiðina, en nefnir einnig aðra stúlku.Rauði Kia Rio-bíllinn á Laugaveginum sem lögreglan telur að Birna hafi farið upp í. Thomas Møller Olsen var ökumaður bílsins.mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFóru báðir út úr bílnum við Polar Nanoq Hinn skipverjinn sagði við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu að tvær stúlkur hafi komið í bifreiðina. Í seinni yfirheyrslu dró hann þennan framburð til baka, en um það segir í greinargerð lögreglu: Að hans sögn skýrist það af því að Thomas hafi haldið þessu fram við hann. (B) kveðst nú muna eftir að aðeins ein stúlka hafi komið í bifreiðina. Hann hafi verið mjög ölvaður og muni ekki eftir því að hafa rætt við stúlkuna. Þá kemur fram að með rannsókn á fjarskiptagögnum og myndefni megi rekja ferðir bifreiðarinnar um Reykjavík, um Sæbraut og Reykjanesbraut, Kópavog og Garðabæ og til Hafnarfjarðar. Símsendar hafi hætt að nema síma Birnu um klukkan 5:50 á móts við Sléttuhraun í Hafnarfirði. Samkvæmt myndbandsupptöku sést Kia Rio bifreiðinni ekið að Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 5:55. Samkvæmt greinargerð lögreglu stíga þá tveir karlmenn út úr bílnum. Þeir aðhafast eitthvað í kringum bifreiðina og grunar því lögreglu að eitthvað eða einhver hafi verið í aftursæti bílsins miðað við háttalag mannanna tveggja.Við rannsókn málsins voru ferðir bílsins um morguninn raktar um Sæbraut og Reykjanesbraut, Kópavog og Garðabæ og til Hafnarfjarðar. Símsendar hættu að nema síma Birnu um klukkan 5:50 á móts við Sléttuhraun í Hafnarfirði.grafík/stöð 2Segist hafa séð stúlku liggja í aftursæti bílsins Hinn skipverjinn fór í kjölfarið um borð í Polar Nanoq, en þetta er haft eftir honum í greinargerð lögreglu: Þá hafi (B) greint frá því að hafa séð stúlkuna liggja í aftursæti bifreiðarinnar þegar hann fór úr bifreiðinni í Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann hafi farið um borð í togarann Polar Nanoq. Myndbandsupptökur sýna að Thomas aki þá bifreiðinni á annan stað á hafnarsvæðinu þar sem hann stígi út úr bifreiðinni og fari inn í farþegasætið aftur í. Um þetta er haft eftir Thomasi: „...hann hafi síðan ekið með stúlkurnar á annan stað í höfninni þar sem hann hafi stöðvað bifreiðina og farið aftur í farþegasætið til stúlknanna. Hann hafi m.a. kysst Birnu.“Thomas sagðist hafa sett stúlkurnar tvær sem hann kvaðst hafa tekið upp í bílinn út við Ástorg í Hafnarfirði.vísir/gagMóða sést á rúðum bifreiðarinnar Samkvæmt myndbandsupptökum var Thomas í aftursæti bifreiðarinnar í um 50 mínútur. Það er á þessum tíma sem lögregla telur að Thomas hafi veitt Birnu áverka. Um áverkana segir í greinargerð lögreglu: „Rannsókn réttarmeinafræðings hafi leitt í ljós að henni höfðu verið veittir talsverðir áverkar í andliti og höfði sem hlaut að hafa blætt verulega úr. (...) þá hafi hún verið með mikla þrýstiáverka á hálsi, sem bendi til ofsafenginnar kyrkingar með höndum. (...) Í myndskeiði úr öryggismyndavélum sjáist móða á rúðum bifreiðarinnar.“ Eftir þessar 50 mínútur sést Thomas koma úr farþegasætinu aftur í, setjast fram í og aka burt, en klukkan er þá um 7 um morguninn. Thomas bar í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði þá ekið að hringtorgi í Vallarhverfinu, líklega að Ástorgi norðan Reykjanesbrautar. Kvaðst hann hafa gert það að ósk stúlknanna tveggja, þær hafi farið út úr bílnum þar og hann ekki séð þær meir.Frá Reeok Fitness í Hafnarfirði en Thomas segist hafa farið og lagt sig í bílnum á bílastæði líkamsræktarstöðvarinnar laugardaginn 14. janúar.vísir/gagTelur frásögn Thomasar ranga Í kjölfarið segir Thomas að hann hafi ekið að Reebok Fitness líkamsræktarstöðinni í Hafnarfirði. Þar hafi hann lagt sig og sofið í bílnum nokkra stund. Lögregla kveðst hafa skoðað eftirlitsmyndavélar sem vísa hér út á bílastæðið. Þar komi bifreiðin hins vegar ekki fram á mynd. Um þessa frásögn Thomasar er haft eftir lögreglu í úrskurði Héraðsdóms: Hann hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvar hann hafi verið á milli klukkan 7 og 11 þennan morgun [...] Lögreglan telur frásögn Thomasar því ranga og gengur út frá annarri atburðarás. Rétt er þó að taka fram að ekki er vitað með vissu um ferðir Thomasar frá því að hann ekur frá Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 7. Lögreglan telur hins vegar að hann hafi keyrt það og suður í Ölfus. Þar hafi hann varpað Birnu í sjó eða vatn skammt frá Selvogsvita. Samkvæmt rannsókn réttarmeinafræðings var hún þá með mjög veika meðvitund en dánarorsökin var drukknun. Næst er vitað um ferðir Thomasar í verslun Krónunnar í Hafnarfirði um klukkan 10:30, eða um þremur og hálfum tíma eftir að hann keyrir frá Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt rannsókn lögreglu keypti Thomas hér hreinsivörur og fer í kjölfarið aftur að togaranum.Rauði Kia Rio-bíllinn sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn málsins.vísirSagðist hafa verið að þrífa upp ælu Klukkan 11 sést Thomas svo í eftirlitsmyndavélum við togarann þar sem hann stígur út úr bílnum og er hann þá einn. Ekki kemur fram í gögnum lögreglu hvað Thomas gerir svo strax í kjölfarið en klukkan 12:46 sést hann í myndavélum þrífa bifreiðina. Er hann einkum að þrífa hægra aftursætið en þessu sinnir hann til klukkan 13:25. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að mikið blóð var í bílnum. Um þrif Thomasar á bílnum segir í greinargerð lögreglu: Hafi ákærði sagt að hann hafi verið að þrífa upp ælu en hann hafi ekki orðið var við neitt blóð í bifreiðinni. Sé þessi framburður ákærða í hróplegu ósamræmi við gögn málsins sem þegar hafi verið minnst á. Eftir að hafa þrifið bílinn sést Thomas svo fara með stóran svartan ruslapoka úr bílnum um borð í Polar Nanoq að því er fram kemur í gögnum lögreglu. Í kjölfarið skilaði Thomas bílaleigubílnum. Lögreglan lagði hald á bifreiðina þremur dögum síðar í Kópavogi. Um rannsokn tæknideildar lögreglunnar á bifreiðinni segir: „Rannsókn tæknideildar hafi sýnt að mikið blóð hafi verið í aftursæti og undir sætinu og þá hafi blóðslettur verið víða í bifreiðinni og blóð á stýri hennar. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar á því blóði sé um að ræða blóð úr Birnu.“Frá leitinni að Birnu við Hafnarfjarðarhöfn aðfaranótt 17. janúar.vísir/vilhelmFingraför Thomasar á ökuskírteini Birnu Um borð í Polar Nanoq fundust einnig sönnunargögn, meðal annars ökuskírteini Birnu en um það segir í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms 19. janúar: „Við skýrslutöku hafi kærða verið kynnt að ökuskírteini Birnu hafi fundist við leit í Polar Nanoq við komu þess til hafnar. Skírteinið hafi verið í svörtum ruslapoka á dekki togarans. Aðspurður hafi kærði ekki getað skýrt það af hverju skírteinið fannst þar og segist ekki bera ábyrgð á því.“ Í úrskurði 16. februar segir hins vegar um niðurstöðu á rannsókn á ökuskírteininu: Niðurstaða liggi nú fyrir um rannsókn fingrafara af ökuskirteini Birnu sem hafi fundist um borð í Polar Nanoq eftir atburðinn. Fingrafarið reyndist eftir kærða Thomas. Í Polar Nanoq fundust einnig einnota gúmmíhanskar en á þeim var blóð sem sent var til rannsóknar. Ekki kemur þó fram í þeim gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hvað kom út úr þeirri rannsókn. Frá komu Polar Nanoq til Hafnarfjarðar 18. janúar síðastliðinn.Vísir/Anton BrinkÞekjufrumur Thomasar og Birnu á skóreimum af skóm hennar Um borð í togaranum fundust svo að auki föt sem tilheyrðu Thomasi en um þau segir í greinargerð héraðssaksóknara sem rakin er í úrskurði héraðsdóms frá 30. mars: „Þá hafi fundist blóð úr Birnu á úlpu ákærða auk þess sem rannsókn á fatnaði ákærða, sem búið hafði verið að þvo, hafi sýnt að fötin hafi komist í snertingu við nokkuð mikið magn blóðs.“ Í sömu greinargerð er einnig greint frá niðurstöðum lífsýnarannsókna á skóm Birnu sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn. „Skór Birnu hafi fundist á athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar og þekjufrumur fundist bæði frá Birnu og ákærða á skóreim þeirra en myndbandsupptökur sýni að Kia Rio bifreiðin hafi verið stödd í námunda við staðinn sem skórnir fundust laugardaginn 14. janúar.“ Eins og greint var frá hér í upphafi hefur héraðssaksóknari ákært Thomas Frederik Møller Olsen fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur. Af greinargerðum lögreglu er ljóst að rannsókn lögreglu var umfangsmikil þar sem miklu magni gagna var safnað, þar á meðal myndbandsupptökum, fjarskiptagögnum, munum og lífsýnum. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. maí. Aðalmeðferð málsins hefur ekki verið ákveðin en gera má ráð fyrir því að það verði áður en dómstólarnir fara í sumarfrí í júlí. Næsta fyrirtaka málsins verður þann 9. maí.