Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2025 10:34 Nokkrar af nýjum myndum sem birtar voru í gærkvöldi. Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt enn fleiri myndir úr einkasafni barnaníðingsins ríka, Jeffreys Epstein. Birtar voru 68 nýjar myndir í gærkvöldi. Hluti þeirra eru teikningar af húsum á eyju Epsteins, Littlu Saint James. Eyjan er hluti af bandarísku Jómfrúareyjum og er um 0,3 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má benda á að Engey er 0,4 ferkílómetrar. Í heildina eru rúmlega 95 þúsund myndir í safni Epsteins og Repúblikanar í nefndinni hafa gagnrýnt Demókrata fyrir að birta handvaldar myndir úr því. Demókratar segja hins vegar að myndbirtingunum sé ætlað að varpa ljósi á líferni Epsteins og tenginga hans við ríkt og áhrifamikið fólk. Myndir úr safni Epsteins hafa nokkrum sinnum verið birtar áður. Sjá einnig: Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum A þessu sinni sýna myndirnar meðal annars Epstein með ungum konum. Þær sýna vegabréf kvenna og skilaboð um að verið væri að senda ungar konur til einhvers og að mögulega gæti ein þeirra verið „góð fyrir J“. Ekki fylgir sögunni hver J gæti verið eða hver sendir þessi skilaboð en þar kemur fram að kona sem sér um að finna stúlkur og konur hafi krafist þúsund dala fyrir hverja þeirra. Svo virðist sem þær hafi verið fengnar að víðsvegar frá heiminum. Einnig eru myndir af Epstein með Noam Chomsky, Woody Allen, Stephen Bannon og öðrum. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur frest út daginn í dag til að birta Epstein-skjölin svokölluðu eftir að Demókrötum tókst, með aðstoð nokkurra Repúblikana, að þvinga leiðtoga Repúblikanaflokksins til að halda atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp um birtingu skjalanna. Það frumvarp varð að lögum. Sjá einnig: Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Lögin sem um ræðir snúa að skjölum sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin. Allar myndirnar 68 sem birtar voru í gærkvöldi má finna hér. Helstu myndirnar af þessum 68 má sjá hér að neðan. Demókratar segjast hafa afmáð upplýsingar Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Birtar voru 68 nýjar myndir í gærkvöldi. Hluti þeirra eru teikningar af húsum á eyju Epsteins, Littlu Saint James. Eyjan er hluti af bandarísku Jómfrúareyjum og er um 0,3 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má benda á að Engey er 0,4 ferkílómetrar. Í heildina eru rúmlega 95 þúsund myndir í safni Epsteins og Repúblikanar í nefndinni hafa gagnrýnt Demókrata fyrir að birta handvaldar myndir úr því. Demókratar segja hins vegar að myndbirtingunum sé ætlað að varpa ljósi á líferni Epsteins og tenginga hans við ríkt og áhrifamikið fólk. Myndir úr safni Epsteins hafa nokkrum sinnum verið birtar áður. Sjá einnig: Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum A þessu sinni sýna myndirnar meðal annars Epstein með ungum konum. Þær sýna vegabréf kvenna og skilaboð um að verið væri að senda ungar konur til einhvers og að mögulega gæti ein þeirra verið „góð fyrir J“. Ekki fylgir sögunni hver J gæti verið eða hver sendir þessi skilaboð en þar kemur fram að kona sem sér um að finna stúlkur og konur hafi krafist þúsund dala fyrir hverja þeirra. Svo virðist sem þær hafi verið fengnar að víðsvegar frá heiminum. Einnig eru myndir af Epstein með Noam Chomsky, Woody Allen, Stephen Bannon og öðrum. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur frest út daginn í dag til að birta Epstein-skjölin svokölluðu eftir að Demókrötum tókst, með aðstoð nokkurra Repúblikana, að þvinga leiðtoga Repúblikanaflokksins til að halda atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp um birtingu skjalanna. Það frumvarp varð að lögum. Sjá einnig: Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Lögin sem um ræðir snúa að skjölum sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin. Allar myndirnar 68 sem birtar voru í gærkvöldi má finna hér. Helstu myndirnar af þessum 68 má sjá hér að neðan. Demókratar segjast hafa afmáð upplýsingar
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira