United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2017 07:42 Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. Vísir/Vilhelm United Silicon gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Stofnunin hafði gefið kísilverksmiðjunni frest til miðnættis til að gera athugasemdir við áform sín um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar eftir eldsvoða í síðustu viku. Fyrirtækið mun þó ekki sætta sig við að slökkt verði á ljósbogaofni verksmiðjunnar. „Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með UST að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja munu í kjölfarið. Félagið mun greiða fyrir kostnað sem UST kann að verða fyrir vegna slíkrar þátttöku,” segir í bréfi sem stjórnendur United Silicon sendu Umhverfisstofnun. Stjórn félagsins segist hafa sett lausn vandamálsins í algjöran forgang og ráðið norskt ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur um endurbætur. Samkvæmt frumrannsókn ráðgjafafyrirtækisins sé ekki um stórfellda ágalla að ræða og að allar forsendur séu til að verksmiðjan geti náð fullum afköstum. Næsta skref sé úttekt á verksmiðju félagsins með ofninn í rekstri. Þá verði leitað til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU um að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þgear lásbogaofninn verður ræstur að nýju. „Til að framkvæma áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og ákvarða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni mun þurfa að keyra ofninn á mismunandi álagi. Óhjákvæmilegt er að við þær rannsóknir muni berast einhver lykt frá verksmiðjunni, en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta.“ United Silicon fer hins vegar fram á að UST stöðvi ekki rekstur ljósbogaofnsins að aflokinni endurræsingu nema að fyrir liggi rökstudd og vísindaleg niðurstaða um að af rekstrinum stafi hætta. Mun erfiðara sé að vinna að mengunarvörnum þegar rekstur ljósbogaofnsins liggi niðri. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku en þá þurfti að slökkva á ljósbogaofninum. United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
United Silicon gerir ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar að nýju nema að höfðu samráði við stofnunina. Stofnunin hafði gefið kísilverksmiðjunni frest til miðnættis til að gera athugasemdir við áform sín um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar eftir eldsvoða í síðustu viku. Fyrirtækið mun þó ekki sætta sig við að slökkt verði á ljósbogaofni verksmiðjunnar. „Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með UST að endurræsingu verksmiðjunnar og hvetur stofnunina til að hafa beina aðkomu að ræsingunni og þeim rannsóknum sem fylgja munu í kjölfarið. Félagið mun greiða fyrir kostnað sem UST kann að verða fyrir vegna slíkrar þátttöku,” segir í bréfi sem stjórnendur United Silicon sendu Umhverfisstofnun. Stjórn félagsins segist hafa sett lausn vandamálsins í algjöran forgang og ráðið norskt ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur um endurbætur. Samkvæmt frumrannsókn ráðgjafafyrirtækisins sé ekki um stórfellda ágalla að ræða og að allar forsendur séu til að verksmiðjan geti náð fullum afköstum. Næsta skref sé úttekt á verksmiðju félagsins með ofninn í rekstri. Þá verði leitað til norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU um að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni verksmiðjunnar þgear lásbogaofninn verður ræstur að nýju. „Til að framkvæma áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og ákvarða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni mun þurfa að keyra ofninn á mismunandi álagi. Óhjákvæmilegt er að við þær rannsóknir muni berast einhver lykt frá verksmiðjunni, en félagið mun í samráði við UST og með góðum fyrirvara tilkynna opinberlega um hvenær helst muni lyktar að vænta.“ United Silicon fer hins vegar fram á að UST stöðvi ekki rekstur ljósbogaofnsins að aflokinni endurræsingu nema að fyrir liggi rökstudd og vísindaleg niðurstaða um að af rekstrinum stafi hætta. Mun erfiðara sé að vinna að mengunarvörnum þegar rekstur ljósbogaofnsins liggi niðri. Engin framleiðsla hefur verið hjá fyrirtækinu frá því að eldur kom upp aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku en þá þurfti að slökkva á ljósbogaofninum.
United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00