Nú eru það gulltennur í fermingargjöf Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. apríl 2017 10:00 Hlynur hefur fengið ráðleggingar tannsmiðs og gullsmiðs auk strangra æfinga í sólskálanum í um ár. Vísir/Stefán „Ég fann fyrir að það var brjáluð eftirspurn eftir þessu þannig að ég hugsaði með mér að ég hlyti eiginlega að geta gert þetta sjálfur. Ég horfði á þá sem voru að gera þetta úti og mér fannst þeir ekkert líta út fyrir að vera neinir gullsmíðameistarar. Þannig að ég ákvað að tala við besta vin ömmu og afa sem er tannsmiður – Sigurbjörn tannsmiður, ég á honum mikið að þakka. Hann lýsti fyrir mér í grófum dráttum hvernig best væri að gera þetta. Við tók ársferli þar sem ég sat inni í sólskála heima og dundaði mér við að taka mót og vaxa tennur – svona „trial and error“. Ég er búinn að komast að ýmsu á þessu ári, líka með því að tala við gull- og tannsmiði,“ segir Hlynur Snær Andrason sem opnaði á sunnudaginn Instagramsíðuna reykjavík grillz þar sem hægt er að panta sérsmíðuð „grillz“. Hlynur er nemi í MR sem hann segir að sé ekki skapandi umhverfi en hann hefur verið duglegur að finna sér eitt og annað skapandi að dunda við. Hann segir að fjölskylda sín hafi viljað að hann lærði frekar latínuna en að smíða skart, en þó segir hann þau styðja sig í sköpunni – enda kannski ekki langt fyrir Hlyn að sækja sköpunargáfuna, Andri Snær Magnason er faðir hans.Grillin hans Hlyns sóma sér vel í þessum munni.Vísir/Stefán„Grillz“ er tannskart, eins konar gómur oftast úr gulli eða silfri. Slíkt skart hefur lengi verið í tísku í hiphop-senunni. Fyrirbærið er tiltölulega nýkomið til Íslands en það er alfarið fyrir tilstylli Hlyns en hann hefur smíðað grillz upp í menn eins og Joey Christ og Aron Can eins og sjá má á Instagram-síðunni hans.Tekur fólk vel í þetta?„Það er brjálað að gera. Ég byrjaði á Instagram á sunnudaginn og það eru fimmtíu manns búnir að senda mér skilaboð. Þetta er náttúrulega það að rappið er búið að vera, svona síðustu ár, stærra en pönkið var á sínum tíma og bara algjörlega ráð- andi tónlistarstefna. Þetta er svolítið tengt þeim kúltúr. Tískuvitund stráka hefur líka aldrei verið meiri – íslenskir drengir hafa miklu meiri áhuga á fötum en þeir höfðu áður. Það er líka algjört góðæri í þessu; það eru krakkar í tíunda bekk að panta sér alvöru Gucci-flíkur.“Hlynur tekur mót af hverjum kúnna.Vísir/StefánHlynur segist finna fyrir brjálaðri grósku í hinni skapandi senu og þetta sé hluti af því. En hversu lengi tekur að afgreiða eina pöntun? „Ein pöntun tekur sirka tvær til þrjár vikur. Ef einhver pantar þá myndi ég taka vaxmót af honum, síðan er líka hægt að koma með nýlegt mót til mín og þá er smá afsláttur. Ég fer með vaxmótið og læt gullsmið steypa það fyrir mig.“Einhverjar óánægjuraddir hafa hljómað á samfélagsmiðlum til dæmis – sumum finnst ekki að þessi tíska eigi pláss hér á landi, hver eru viðbrögð þín við því? „Þetta hefur sést á „runways“ hjá nokkrum stærstu merkjunum í tískuheiminum og margar Hollywood-stjörnur hafa skartað þessu og svo er látið eins og Íslendingar geti ekki verið með svona upp í sér. Það er þröngsýni. Síðan er það auðvitað þannig að þegar maður gerir eitthvað nýtt þá eru alltaf blendin viðbrögð,“ segir Hlynur og bætir við: „Annars var það einu sinni þannig að fólk fékk falskar tennur í fermingargjöf – nú eru það gulltennur í fermingargjöf.“ Fermingar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
„Ég fann fyrir að það var brjáluð eftirspurn eftir þessu þannig að ég hugsaði með mér að ég hlyti eiginlega að geta gert þetta sjálfur. Ég horfði á þá sem voru að gera þetta úti og mér fannst þeir ekkert líta út fyrir að vera neinir gullsmíðameistarar. Þannig að ég ákvað að tala við besta vin ömmu og afa sem er tannsmiður – Sigurbjörn tannsmiður, ég á honum mikið að þakka. Hann lýsti fyrir mér í grófum dráttum hvernig best væri að gera þetta. Við tók ársferli þar sem ég sat inni í sólskála heima og dundaði mér við að taka mót og vaxa tennur – svona „trial and error“. Ég er búinn að komast að ýmsu á þessu ári, líka með því að tala við gull- og tannsmiði,“ segir Hlynur Snær Andrason sem opnaði á sunnudaginn Instagramsíðuna reykjavík grillz þar sem hægt er að panta sérsmíðuð „grillz“. Hlynur er nemi í MR sem hann segir að sé ekki skapandi umhverfi en hann hefur verið duglegur að finna sér eitt og annað skapandi að dunda við. Hann segir að fjölskylda sín hafi viljað að hann lærði frekar latínuna en að smíða skart, en þó segir hann þau styðja sig í sköpunni – enda kannski ekki langt fyrir Hlyn að sækja sköpunargáfuna, Andri Snær Magnason er faðir hans.Grillin hans Hlyns sóma sér vel í þessum munni.Vísir/Stefán„Grillz“ er tannskart, eins konar gómur oftast úr gulli eða silfri. Slíkt skart hefur lengi verið í tísku í hiphop-senunni. Fyrirbærið er tiltölulega nýkomið til Íslands en það er alfarið fyrir tilstylli Hlyns en hann hefur smíðað grillz upp í menn eins og Joey Christ og Aron Can eins og sjá má á Instagram-síðunni hans.Tekur fólk vel í þetta?„Það er brjálað að gera. Ég byrjaði á Instagram á sunnudaginn og það eru fimmtíu manns búnir að senda mér skilaboð. Þetta er náttúrulega það að rappið er búið að vera, svona síðustu ár, stærra en pönkið var á sínum tíma og bara algjörlega ráð- andi tónlistarstefna. Þetta er svolítið tengt þeim kúltúr. Tískuvitund stráka hefur líka aldrei verið meiri – íslenskir drengir hafa miklu meiri áhuga á fötum en þeir höfðu áður. Það er líka algjört góðæri í þessu; það eru krakkar í tíunda bekk að panta sér alvöru Gucci-flíkur.“Hlynur tekur mót af hverjum kúnna.Vísir/StefánHlynur segist finna fyrir brjálaðri grósku í hinni skapandi senu og þetta sé hluti af því. En hversu lengi tekur að afgreiða eina pöntun? „Ein pöntun tekur sirka tvær til þrjár vikur. Ef einhver pantar þá myndi ég taka vaxmót af honum, síðan er líka hægt að koma með nýlegt mót til mín og þá er smá afsláttur. Ég fer með vaxmótið og læt gullsmið steypa það fyrir mig.“Einhverjar óánægjuraddir hafa hljómað á samfélagsmiðlum til dæmis – sumum finnst ekki að þessi tíska eigi pláss hér á landi, hver eru viðbrögð þín við því? „Þetta hefur sést á „runways“ hjá nokkrum stærstu merkjunum í tískuheiminum og margar Hollywood-stjörnur hafa skartað þessu og svo er látið eins og Íslendingar geti ekki verið með svona upp í sér. Það er þröngsýni. Síðan er það auðvitað þannig að þegar maður gerir eitthvað nýtt þá eru alltaf blendin viðbrögð,“ segir Hlynur og bætir við: „Annars var það einu sinni þannig að fólk fékk falskar tennur í fermingargjöf – nú eru það gulltennur í fermingargjöf.“
Fermingar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira