Óvænt töpuð stig hjá Bayern | Augsburg varð af mikilvægum stigum Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 15:45 Thiago hleypir af í jöfnunarmarkinu. Vísir/getty Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen Þýski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira
Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen
Þýski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira