Staða Granada í spænsku úrvalsdeildinni verður erfiðari með hverri vikunni.
Í kvöld tapaði Granada 2-0 fyrir Sevilla á útivelli. Brasilíumaðurinn Ganso skoraði bæði mörk Sevilla sem er í 4. sæti deildarinnar.
Sverrir Ingi Ingason lék ekki með Granada í kvöld þar sem hann tók út leikbann.
Granada hefur nú tapað báðum leikjunum síðan Tony Adams tók við liðinu.
Granada er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 20 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.
Granada færist nær fallinu

Tengdar fréttir

Hvað er Tony Adams að gera? | Myndband
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason fékk nýjan stjóra í vikunni þegar Arsenal-goðsögnin Tony Adams tók við Granada.

Tony Adams nýr stjóri Sverris Inga og félaga
Sverrir Ingi Ingason er kominn með nýjan knattspyrnustjóra hjá Granada.

Adams hrósaði Sverri
Sverrir Ingi Ingason fékk hrós frá Tony Adams, nýjum knattspyrnustjóra Granada, eftir 0-3 tap fyrir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Tap í fyrsta leik Adams við stjórnvölinn
Granada tapaði 0-3 fyrir Celta Vigo í fyrsta leik liðsins undir stjórn Tonys Adams.