Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 19:00 Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira