Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu Alawoya Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2017 21:45 Úr fyrsta leik liðanna. vísir/ernir KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. Heimamenn byrjuðu á sannkallaðri flugeldasýningu. Þeir voru komnir í 20-4 eftir 5 mínútur og KR var í allskonar vandræðum sóknarlega á meðan karfan virtist afar stór hinu megin því það fór allt niður. Það var þó fljótt að breytast. KR náði vopnum sínum á ný og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þeir jöfnuðu í 21-21 rétt fyrir lok leikhlutans og höfðu þá skorað sautján stig gegn einu stigi Grindvíkinga. Þorleifur Ólafsson skoraði síðan síðustu stig fyrsta leikhluta og Grindavík leiddi að honum loknum 23-21. Annar leikhluti var ekki eins kaflaskiptur og sá fyrsti. KR komst einu sinni yfir en annars voru það heimamenn sem leiddu. Lewis Clinch var magnaður hjá Grindavík og var kominn með 20 stig áður en fyrri hálfleikur var á enda runninn. Hann var duglegur að keyra á körfuna og dreif sína menn áfram. Grindvíkingum gekk hins vegar afar illa að skora af vítalínunni og nýtingin þar var undir 50% í fyrri hálfleik. Hjá KR dreifðist stigaskorið öllu betur en Jón Arnór Stefánsson fór fyrir Vesturbæingum í sóknarleiknum og þá átti Þórir Þorbjarnarson fína innkomu. Pavel Ermolinskij var ískaldur hjá gestunum, hitti ekki úr skoti í hálfleiknum og nældi sér í þrjár villur þar að auki líkt og Þorsteinn Finnbogason hjá Grindavík. Staðan í hálfleik var 45-42 fyrir Grindavík og spennandi seinni hálfleikur framundan. Þriðji leikhluti þróaðist á svipaðan hátt og sá annar, að minnsta kosti framan af. Lewis Clinch hélt áfram að sýna frábæran leik og var sjóðandi heitur. Undir lok leikhlutans fóru svo skyttur KR í gang. Brynjar Þór Björnsson skoraði tvo mikilvæga þrista og Jón Arnór bætti einum við og kom KR yfir í 61-59. Grindavík lokaði leikhlutanum á besta mögulega hátt. Þorsteinn Finnbogason setti niður flautukörfu og heimamenn leiddu með tveimur stigum fyrir lokafjórðunginn, 67-65. Grindavík byrjaði síðasta fjórðunginn af miklum krafti. Ólafur tróð og Þorsteinn Finnbogason setti niður risastóran þrist og Grindavík komst 9 stigum yfir. Ingvi Guðmundsson kom inn af miklum krafti hjá heimamönnum sem misstu Þorleif Ólafsson af velli með 5 villur snemma í fjórða leikhluta. Grindavík hélt muninum í 5-10 stigum þar til Jón Arnór Stefánsson tók sig til og sá til þess að munurinn var aðeins tvö stig, 81-79 þegar þrjár mínútur voru eftir. Spennan var gríðarleg á lokasekúndunum. Grindavík gat komist 4 stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir en misstu boltann klaufalega. KR fór upp og Philip Alawoya skoraði ótrúlega þriggja stiga körfu þegar 5 sekúndur voru eftir og kom KR í 89-88. Grindavík fékk tækifæri til að jafna en Lewis Clinch klikkaði á erfiðu skoti og KR fagnaði eins stigs sigri, 89-88 eftir að heimamenn höfðu leitt nær allan leikinn. Grátlegt fyrir Grindvíkinga sem voru með leikinn í hendi sér. KR er því komið í kjörstöðu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á mánudaginn. Lewis Clinch skoraði 33 stig fyrir Grindavík og Ólafur Ólafsson 21. Hjá KR skoraði Jón Arnór 24 stig og Brynjar Þór 18.Af hverju vann KR?Einfalda skýringin er að heppnin hafi verið með þeim í kvöld. Þeir voru undir nær allan leikinn og sóknarlega voru það í raun bara Jón Arnór og Brynjar Þór sem voru að skila sínu. Reynslan og hefðin í þessu KR-liði er hins vegar það mikil að í leik eins og þeim í kvöld líður þeim best á lokamínútunum. Þeir náðu að stoppa Grindvíkinga á ögurstundu en ótrúleg sigurkarfa Philip Alawoya getur vart talist annað en heppni. Finnur þjálfari KR talaði um það í viðtali eftir leik að hans menn hefðu enga ástæðu til að mæta sigurvissir í næsta leik og ljóst að hann ætlar sér að laga ýmsilegt fyrir mánudaginn.Bestu menn vallarins:Lewis Clinch var stórkostlegur í liði Grindavíkur og skoraði 33 stig. Hann keyrði oft á KR vörnina og skoraði frábærar körfur. Ólafur Ólafsson var öflugur hjá heimamönnum sömuleiðis og þá kom Ingvi Guðmundsson afar sterkur inn í seinni hálfleik, sýndi fádæma baráttu og var óheppinn að skotin skyldu ekki detta niður. Hjá KR voru það Jón Arnór og Brynjar Þór sem drógu vagninn og sáu til þess að KR missti Grindavík ekki frá sér í lokin. Þeir skoruðu stórar körfur og voru stigahæstir hjá Vesturbæingum.Áhugaverð tölfræði:Grindavík tók 17 sóknarfráköst og KR 14 en KR skoraði þó fleiri stig eftir sóknarfrákast. Grindavík var aðeins með 15% nýtingu úr þriggja stiga skotum og skoraði fjórar körfur þar fyrir utan en KR skoraði 11 stykki. Pavel Ermolinskij hitti aðeins úr einu af níu skotum sínum í kvöld og tapaði 7 boltum. Þorleifur Ólafsson hittu úr tveimur af sínum níu skotum og fór þar að auki útaf með fimm villur. Grindavík var aðeins með 63% nýtingu af vítalínunni í kvöld.Hvað gekk illa?Hjá KR var margt sem gekk verr en vanalega og þeir fengu ekki framlag frá eins mörgum mönnum og þeir eru vanir. Brynjar Þór nefndi það í viðtali að þeir hefðu mætt full værukærir og kannski er hægt að skrifa frammistöðuna á það. Grindavík fór illa að ráði sínu á lokasekúndum leiksins. Þeir höfðu hann í hendi sér en slæmar ákvarðanir undir lokin gerðu þeim erfitt fyrir sem og það að skotin duttu ekki niður þegar þeir þurftu.Grindavík-KR 88-89 (23-21, 22-21, 22-23, 21-24)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 33/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 21/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 4/6 fráköst.KR: Jón Arnór Stefánsson 24/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18/5 fráköst/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 14/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Acox 9/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 8, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4/4 fráköst. Finnur: Höfum enga ástæðu til að vera annars staðar en á jörðinniFinnur Freyr var ánægður með sigurinn í kvöld.vísir/ernirFinnur Stefánsson þjálfari KR var ekki ánægður með leik KR í sigrinum á Grindavík í kvöld en þeim mun sáttari með sigurinn. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort hann teldi sigurinn sanngjarnan? „Ég vil sem minnst segja um það. Ég er ánægður með að ná í sigur og það er eiginlega það sem ég get tekið út úr þessu,“ sagði Finnur Stefánsson við Vísi eftir leik. „Okkar leikur var alls ekki góður. Við héldum okkur inni í þessu á stórum skotum og nokkrum stolnum boltum. Brynjar Þór og Jón Arnór settu stór skot og héldu okkur nálægt. Í lokin náðum við stoppi og boltinn dansar ofan í og við náum í sigur. Það skiptir máli.“ KR getur tryggt sér titilinn með sigri á mánudag og margir sem gera eflaust ráð fyrir KR sigri á heimavelli. „Við höfum enga ástæðu til að vera annars staðar en á jörðinni eftir þessa frammistöðu. Ég og við leyfum þeim og aðstæðunum að koma okkur úr jafnvægi. Í staðinn fyrir að halda haus og gera þetta almennilega þá missum við hausinn. En á sama tíma sýnum við að við erum búnir að læra af þessum aðstæðum fyrr í vetur. Þó þetta hafi verið brekka í lokin stigu strákarnir upp og settu stór skot.“ „Þeir settu spjald ofan í, við klikkuðum á auðveldum skotum og þeir settu erfið. Það voru alls kyns aðstæður sem við létum fara í taugarnar á okkur en við héldum haus og héldum áfram.“ „Ég þarf að skoða þennan leik og vel og hvað við getum gert mikið betur. Ég þarf að undirbúa liðið þannig að við náum betri leik á mánudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Dagur Kár: Trúi ekki að við höfum tapaðDagur Kár Jónsson.vísir/ernirDagur Kár Jónsson leikmaður Grindavíkur var gríðarlega svekktur eftir tapið gegn KR í kvöld enda heimamenn með leikinn í hendi sér þegar skammt var eftir. „Það er röð atvika í lokin sem féllu öll með þeim. Við vorum að tapa boltanum, klikka á galopnum skotum og svo setja þeir þetta ruglskot í lokin. Ég trúi því að við höfum tapað, þetta er skelfilegt,“ sagði Dagur Kár við Vísi eftir leik. Grindvíkingar voru tveimur stigum yfir og í sókn þegar skammt var eftir. Þeir töpuðu hins vegar boltanum og Philip Alawoya skoraði ótrúlega þriggja stiga körfu í kjölfarið og tryggði KR sigur. Voru það taugarnar sem fóru með þetta hjá Grindavík? „Nei, alls ekki. Við stilltum upp í kerfi og Ólafur var opinn. Lewis ætlaði að finna hann en ég veit ekki hver náði að slæma hendi í boltann annars hefði þetta verið flott sókn, tvö stig og við komnir yfir. Við erum bara hrikalega óheppnir,“ bætti Dagur við. Grindavík beið afhroð í fyrsta leiknum þar sem þeir töpuðu með 33 stiga mun en sýndu sitt rétta andlit í kvöld þrátt fyrir tapið. „Við sýnum alls ekki okkar rétta andlit í fyrsta leiknum en komum út í dag og sýnum hversu góðir við getum verið. Lewis var frábær en ég er að klikka á galopnum skotum og það er röð atriða sem safnast upp, annars hefðum við stútað þessum leik.“ Grindavík verður að vinna í Frostaskjólinu á mánudaginn ætli þeir sér að koma í veg fyrir að KR lyfti Íslandsbikarnum fjórða árið í röð. „Það er búið að spá KR sigri í öllum þessum leikjum. Við þurfum að koma með sömu baráttu og við vorum með í dag og þá getur gerst. Þetta er ekki búið, annars er enginn tilgangur að spila þennan leik,“ sagði Dagur Kár að lokum. Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áðurBrynjar Þór Björnsson skoraði 18 stig fyrir KR í kvöld.vísir/ernirBrynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. „Sanngjarnt eða ekki, við tökum sigurinn. Grindvíkingarnir spiluðu frábærlega og Lewis Clinch var auðvitað frábær og Ólafur Ólafsson líka. Þeir börðust fyrir öllu og létu okkar hafa fyrir öllum fráköstum. Þeir eru gríðarlega sterkir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim en ég tek sigurinn allan daginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Vísi strax að leik loknum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 20-4 í upphafi. KR kom hins vegar til baka áður en fyrsti leikhluti var á enda en voru að elta nær allan leikinn. „Ég held að við höfum kannski verið værukærir, vorum yfir og þú veist að þú átt heimavöllinn inni. Ég fann það sjálfur að ég var svona aðeins rólegri. Þeir byrjuðu á stórskotasýningu í byrjun en þristarnir sem þeir voru að setja voru svakalegir og það datt allt með þeim.“ „Mér fannst við tækla það vel og við brotnuðum ekki heldur drógum djúpt andann og fundum hvað virkaði. Við komum okkur aftur inn í leikinn og síðan var þetta í lokin ákveðin heppni. Það þurfa margir hlutir að gerast þegar þú ert 10 stigum undir, og það gerðist í kvöld,“ bætti Brynjar við en Philip Alawoya skoraði ótrúlega sigurkörfu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. KR-liðið er hokið af reynslu og sýndi það og sannaði í kvöld að það skiptir máli í leikjum eins og þeim í kvöld. „Þetta er karakterinn í liðinu og við höfum gert þetta margoft áður að koma til baka í fjórða leikhluta. Þegar við stígum aðeins upp og förum að spila betri vörn þá eiga lið erfitt með að skora. Þeir fóru aðeins frá sínu og hættu að hitta skotunum. Við stoppuðum sóknarfráköstin í lokin sem var lykilatriði.“ KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vesturbænum. Þeir voru einmitt í sömu stöðu í fyrra en töpuðu þá þriðja leiknum gegn Haukum. „Ég man í fyrra þá vorum við 2-0 yfir og mættum frekar værukærir. Það er hrikalega gaman að spila þegar bikarinn er kominn í hús og þú veist að ef þú vinnur þá lyftir þú bikarnum. Af reynslunni að dæma munum við mæta aðeins klárari en í fyrra og sjá til þess að bikarinn fari á loft á mánudaginn,“ sagði Brynjar Þór að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áður Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:25 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. Heimamenn byrjuðu á sannkallaðri flugeldasýningu. Þeir voru komnir í 20-4 eftir 5 mínútur og KR var í allskonar vandræðum sóknarlega á meðan karfan virtist afar stór hinu megin því það fór allt niður. Það var þó fljótt að breytast. KR náði vopnum sínum á ný og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þeir jöfnuðu í 21-21 rétt fyrir lok leikhlutans og höfðu þá skorað sautján stig gegn einu stigi Grindvíkinga. Þorleifur Ólafsson skoraði síðan síðustu stig fyrsta leikhluta og Grindavík leiddi að honum loknum 23-21. Annar leikhluti var ekki eins kaflaskiptur og sá fyrsti. KR komst einu sinni yfir en annars voru það heimamenn sem leiddu. Lewis Clinch var magnaður hjá Grindavík og var kominn með 20 stig áður en fyrri hálfleikur var á enda runninn. Hann var duglegur að keyra á körfuna og dreif sína menn áfram. Grindvíkingum gekk hins vegar afar illa að skora af vítalínunni og nýtingin þar var undir 50% í fyrri hálfleik. Hjá KR dreifðist stigaskorið öllu betur en Jón Arnór Stefánsson fór fyrir Vesturbæingum í sóknarleiknum og þá átti Þórir Þorbjarnarson fína innkomu. Pavel Ermolinskij var ískaldur hjá gestunum, hitti ekki úr skoti í hálfleiknum og nældi sér í þrjár villur þar að auki líkt og Þorsteinn Finnbogason hjá Grindavík. Staðan í hálfleik var 45-42 fyrir Grindavík og spennandi seinni hálfleikur framundan. Þriðji leikhluti þróaðist á svipaðan hátt og sá annar, að minnsta kosti framan af. Lewis Clinch hélt áfram að sýna frábæran leik og var sjóðandi heitur. Undir lok leikhlutans fóru svo skyttur KR í gang. Brynjar Þór Björnsson skoraði tvo mikilvæga þrista og Jón Arnór bætti einum við og kom KR yfir í 61-59. Grindavík lokaði leikhlutanum á besta mögulega hátt. Þorsteinn Finnbogason setti niður flautukörfu og heimamenn leiddu með tveimur stigum fyrir lokafjórðunginn, 67-65. Grindavík byrjaði síðasta fjórðunginn af miklum krafti. Ólafur tróð og Þorsteinn Finnbogason setti niður risastóran þrist og Grindavík komst 9 stigum yfir. Ingvi Guðmundsson kom inn af miklum krafti hjá heimamönnum sem misstu Þorleif Ólafsson af velli með 5 villur snemma í fjórða leikhluta. Grindavík hélt muninum í 5-10 stigum þar til Jón Arnór Stefánsson tók sig til og sá til þess að munurinn var aðeins tvö stig, 81-79 þegar þrjár mínútur voru eftir. Spennan var gríðarleg á lokasekúndunum. Grindavík gat komist 4 stigum yfir þegar 20 sekúndur voru eftir en misstu boltann klaufalega. KR fór upp og Philip Alawoya skoraði ótrúlega þriggja stiga körfu þegar 5 sekúndur voru eftir og kom KR í 89-88. Grindavík fékk tækifæri til að jafna en Lewis Clinch klikkaði á erfiðu skoti og KR fagnaði eins stigs sigri, 89-88 eftir að heimamenn höfðu leitt nær allan leikinn. Grátlegt fyrir Grindvíkinga sem voru með leikinn í hendi sér. KR er því komið í kjörstöðu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á mánudaginn. Lewis Clinch skoraði 33 stig fyrir Grindavík og Ólafur Ólafsson 21. Hjá KR skoraði Jón Arnór 24 stig og Brynjar Þór 18.Af hverju vann KR?Einfalda skýringin er að heppnin hafi verið með þeim í kvöld. Þeir voru undir nær allan leikinn og sóknarlega voru það í raun bara Jón Arnór og Brynjar Þór sem voru að skila sínu. Reynslan og hefðin í þessu KR-liði er hins vegar það mikil að í leik eins og þeim í kvöld líður þeim best á lokamínútunum. Þeir náðu að stoppa Grindvíkinga á ögurstundu en ótrúleg sigurkarfa Philip Alawoya getur vart talist annað en heppni. Finnur þjálfari KR talaði um það í viðtali eftir leik að hans menn hefðu enga ástæðu til að mæta sigurvissir í næsta leik og ljóst að hann ætlar sér að laga ýmsilegt fyrir mánudaginn.Bestu menn vallarins:Lewis Clinch var stórkostlegur í liði Grindavíkur og skoraði 33 stig. Hann keyrði oft á KR vörnina og skoraði frábærar körfur. Ólafur Ólafsson var öflugur hjá heimamönnum sömuleiðis og þá kom Ingvi Guðmundsson afar sterkur inn í seinni hálfleik, sýndi fádæma baráttu og var óheppinn að skotin skyldu ekki detta niður. Hjá KR voru það Jón Arnór og Brynjar Þór sem drógu vagninn og sáu til þess að KR missti Grindavík ekki frá sér í lokin. Þeir skoruðu stórar körfur og voru stigahæstir hjá Vesturbæingum.Áhugaverð tölfræði:Grindavík tók 17 sóknarfráköst og KR 14 en KR skoraði þó fleiri stig eftir sóknarfrákast. Grindavík var aðeins með 15% nýtingu úr þriggja stiga skotum og skoraði fjórar körfur þar fyrir utan en KR skoraði 11 stykki. Pavel Ermolinskij hitti aðeins úr einu af níu skotum sínum í kvöld og tapaði 7 boltum. Þorleifur Ólafsson hittu úr tveimur af sínum níu skotum og fór þar að auki útaf með fimm villur. Grindavík var aðeins með 63% nýtingu af vítalínunni í kvöld.Hvað gekk illa?Hjá KR var margt sem gekk verr en vanalega og þeir fengu ekki framlag frá eins mörgum mönnum og þeir eru vanir. Brynjar Þór nefndi það í viðtali að þeir hefðu mætt full værukærir og kannski er hægt að skrifa frammistöðuna á það. Grindavík fór illa að ráði sínu á lokasekúndum leiksins. Þeir höfðu hann í hendi sér en slæmar ákvarðanir undir lokin gerðu þeim erfitt fyrir sem og það að skotin duttu ekki niður þegar þeir þurftu.Grindavík-KR 88-89 (23-21, 22-21, 22-23, 21-24)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 33/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 21/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 4/6 fráköst.KR: Jón Arnór Stefánsson 24/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 18/5 fráköst/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 14/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Acox 9/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 8, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4/4 fráköst. Finnur: Höfum enga ástæðu til að vera annars staðar en á jörðinniFinnur Freyr var ánægður með sigurinn í kvöld.vísir/ernirFinnur Stefánsson þjálfari KR var ekki ánægður með leik KR í sigrinum á Grindavík í kvöld en þeim mun sáttari með sigurinn. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort hann teldi sigurinn sanngjarnan? „Ég vil sem minnst segja um það. Ég er ánægður með að ná í sigur og það er eiginlega það sem ég get tekið út úr þessu,“ sagði Finnur Stefánsson við Vísi eftir leik. „Okkar leikur var alls ekki góður. Við héldum okkur inni í þessu á stórum skotum og nokkrum stolnum boltum. Brynjar Þór og Jón Arnór settu stór skot og héldu okkur nálægt. Í lokin náðum við stoppi og boltinn dansar ofan í og við náum í sigur. Það skiptir máli.“ KR getur tryggt sér titilinn með sigri á mánudag og margir sem gera eflaust ráð fyrir KR sigri á heimavelli. „Við höfum enga ástæðu til að vera annars staðar en á jörðinni eftir þessa frammistöðu. Ég og við leyfum þeim og aðstæðunum að koma okkur úr jafnvægi. Í staðinn fyrir að halda haus og gera þetta almennilega þá missum við hausinn. En á sama tíma sýnum við að við erum búnir að læra af þessum aðstæðum fyrr í vetur. Þó þetta hafi verið brekka í lokin stigu strákarnir upp og settu stór skot.“ „Þeir settu spjald ofan í, við klikkuðum á auðveldum skotum og þeir settu erfið. Það voru alls kyns aðstæður sem við létum fara í taugarnar á okkur en við héldum haus og héldum áfram.“ „Ég þarf að skoða þennan leik og vel og hvað við getum gert mikið betur. Ég þarf að undirbúa liðið þannig að við náum betri leik á mánudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Dagur Kár: Trúi ekki að við höfum tapaðDagur Kár Jónsson.vísir/ernirDagur Kár Jónsson leikmaður Grindavíkur var gríðarlega svekktur eftir tapið gegn KR í kvöld enda heimamenn með leikinn í hendi sér þegar skammt var eftir. „Það er röð atvika í lokin sem féllu öll með þeim. Við vorum að tapa boltanum, klikka á galopnum skotum og svo setja þeir þetta ruglskot í lokin. Ég trúi því að við höfum tapað, þetta er skelfilegt,“ sagði Dagur Kár við Vísi eftir leik. Grindvíkingar voru tveimur stigum yfir og í sókn þegar skammt var eftir. Þeir töpuðu hins vegar boltanum og Philip Alawoya skoraði ótrúlega þriggja stiga körfu í kjölfarið og tryggði KR sigur. Voru það taugarnar sem fóru með þetta hjá Grindavík? „Nei, alls ekki. Við stilltum upp í kerfi og Ólafur var opinn. Lewis ætlaði að finna hann en ég veit ekki hver náði að slæma hendi í boltann annars hefði þetta verið flott sókn, tvö stig og við komnir yfir. Við erum bara hrikalega óheppnir,“ bætti Dagur við. Grindavík beið afhroð í fyrsta leiknum þar sem þeir töpuðu með 33 stiga mun en sýndu sitt rétta andlit í kvöld þrátt fyrir tapið. „Við sýnum alls ekki okkar rétta andlit í fyrsta leiknum en komum út í dag og sýnum hversu góðir við getum verið. Lewis var frábær en ég er að klikka á galopnum skotum og það er röð atriða sem safnast upp, annars hefðum við stútað þessum leik.“ Grindavík verður að vinna í Frostaskjólinu á mánudaginn ætli þeir sér að koma í veg fyrir að KR lyfti Íslandsbikarnum fjórða árið í röð. „Það er búið að spá KR sigri í öllum þessum leikjum. Við þurfum að koma með sömu baráttu og við vorum með í dag og þá getur gerst. Þetta er ekki búið, annars er enginn tilgangur að spila þennan leik,“ sagði Dagur Kár að lokum. Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áðurBrynjar Þór Björnsson skoraði 18 stig fyrir KR í kvöld.vísir/ernirBrynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. „Sanngjarnt eða ekki, við tökum sigurinn. Grindvíkingarnir spiluðu frábærlega og Lewis Clinch var auðvitað frábær og Ólafur Ólafsson líka. Þeir börðust fyrir öllu og létu okkar hafa fyrir öllum fráköstum. Þeir eru gríðarlega sterkir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim en ég tek sigurinn allan daginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Vísi strax að leik loknum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 20-4 í upphafi. KR kom hins vegar til baka áður en fyrsti leikhluti var á enda en voru að elta nær allan leikinn. „Ég held að við höfum kannski verið værukærir, vorum yfir og þú veist að þú átt heimavöllinn inni. Ég fann það sjálfur að ég var svona aðeins rólegri. Þeir byrjuðu á stórskotasýningu í byrjun en þristarnir sem þeir voru að setja voru svakalegir og það datt allt með þeim.“ „Mér fannst við tækla það vel og við brotnuðum ekki heldur drógum djúpt andann og fundum hvað virkaði. Við komum okkur aftur inn í leikinn og síðan var þetta í lokin ákveðin heppni. Það þurfa margir hlutir að gerast þegar þú ert 10 stigum undir, og það gerðist í kvöld,“ bætti Brynjar við en Philip Alawoya skoraði ótrúlega sigurkörfu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. KR-liðið er hokið af reynslu og sýndi það og sannaði í kvöld að það skiptir máli í leikjum eins og þeim í kvöld. „Þetta er karakterinn í liðinu og við höfum gert þetta margoft áður að koma til baka í fjórða leikhluta. Þegar við stígum aðeins upp og förum að spila betri vörn þá eiga lið erfitt með að skora. Þeir fóru aðeins frá sínu og hættu að hitta skotunum. Við stoppuðum sóknarfráköstin í lokin sem var lykilatriði.“ KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vesturbænum. Þeir voru einmitt í sömu stöðu í fyrra en töpuðu þá þriðja leiknum gegn Haukum. „Ég man í fyrra þá vorum við 2-0 yfir og mættum frekar værukærir. Það er hrikalega gaman að spila þegar bikarinn er kominn í hús og þú veist að ef þú vinnur þá lyftir þú bikarnum. Af reynslunni að dæma munum við mæta aðeins klárari en í fyrra og sjá til þess að bikarinn fari á loft á mánudaginn,“ sagði Brynjar Þór að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áður Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:25 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áður Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:25