Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2017 20:45 Wamos breiðþotan sem WOW Air leigði tekur um 500 manns í sæti. Wiki Commons Íslendingar sem notið hafa sólarinnar á Miami undanfarna daga eru nokkuð ósáttir við stöðu mála á alþjóðaflugvellinum í Miami þar sem ríkir nokkuð óvissuástand. Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður karlaliðs Vals í knattspyrnu, segir mikla óvissu hafa skapast meðal farþega í innritun í flug WOW Air til Íslands í kvöld. Það hafi verið upplifun farþega að miðar væru afhentir svo til af handahófi. Karlalið Vals hefur verið við æfingar í Flórída undanfarna tíu daga og áttu leikmenn og þjálfarar bókað far heim með vélinni í kvöld. Eins og fram hefur komið þurfti að fresta flugi WOW Air frá Keflavík á mánudag til baka frá Miami á þriðjudag vegna óhapps sem varð í storminum á mánudag, annan dag páska. Farangursvagn fauk á breiðþotu WOW Air og er hún enn óflugfær. Breiðþotan, Airbus A330, tekur 350 farþega. Arnar segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir að farþegalistarnir fyrir flugið frá Miami á þriðjudaginn og fimmtudaginn hafi verið sameinaðir. Leigð hafi verið stærðarinnar breiðþota sem flutti þá farþega sem áttu bókað flug til Miami á mánudag. Breiðþotan tekur um 500 manns. Arnar Sveinn Geirsson Leituðu sjálfboðaliða Þotan hafi átt að flytja farþega úr þriðjudags- og fimmtudagsflugunum heim. Óskað hafi verið eftir sjálfboðaliðum úr báðum flugum til að dvelja lengur á Miami eða fara heim eftir öðrum leiðum á kostnað WOW. Þrjár leiðir hafi verið í boði fyrir farþega sem gætu gert breytingar á ferðalagi sínu, allt í þeim tilgangi að koma öllum sem þyrftu að komast heim með vélinni í dag. „Allir þeir farþegar sem áttu að fara heim á þriðjudaginn fara heim með vélinni á morgun [í dag]. En það eru auðvitað margir sem eru til í að vera lengur í sólinni úti í Miami og verða þá lengur,“ sagði Svanhvít í Fréttablaðinu í morgun. Það er enn stefnan að sögn Svönu en starfsmenn WOW í Miami eru á útopnu þessa stundina að koma öllum farþegum sem mættir eru á flugvöllinn í Miami um borð að sögn Svönu. Arnar Sveinn segir þau skilaboð sem farþegar í Miami hafi fengið allt önnur og takmörkuð. Í fyrstu hafi aðeins hluti leikmanna Vals fengið miða heim en þegar fararstjóri þeirra hafi gengið á eftir því hafi hinir leikmennirnir verið settir á einhvers konar standby miða. Þá séu sumir með miða í sömu sæti þannig að það eigi eftir að koma í ljós hvernig það gangi allt fyrir sig. Hann hafi orðið vitni að því að fjölskyldur hafi verið skildar að, móðir og barn fengið miða í flugið en pabbi og tvö börn ekki. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir starfsmenn ytra vinna hörðum höndum að því að koma öllum til Íslands. Fengu upplýsingar um yfirbókun Arnar, sem tilheyrir þeim hópi fólks sem sé búið að innrita sig og með miða í hendi, er ekki bjartsýnn á að allir komist með vélinni. Farþegar hafi fengið þau skilaboð frá WOW í Miami að vélin væri yfirbókuð sem næmi 133 farþegum. Vélin átti að fara í loftið klukkan 20:30 að íslenskum tíma. Arnar sagði í samtali við Vísi um klukkan 20:30 að hann væri í sambandi við einn Íslending sem fær ekki að tékka sig inn. Sá sé í innritunarsalnum með kærustu sinni og dóttur og fleira fólki. Ekki var byrjað að hleypa fólki um borð og ljóst að einhver töf yrði á brottför.Svanhvít segir starfsfólk WOW vinna hörðum höndum að því að koma Íslendingunum heim. Nánari upplýsingar verði fáanlegar fljótlega. Uppfært klukkan 21:10Svana segir að vélin taki 529 í sæti. Búið sé að innrita 496 svo það stefni í að allir komist með vélinni. Fjöldinn sé mikill og því taki þetta lengri tíma en venjulega.Uppfært 22:15 Tuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni. Alls voru 529 sem fóru með henni og þar af fóru allir sem áttu að fara heim á þriðjudaginn. Svana segir marga hafa verið tilbúna til að breyta áætlunum sínum og bíða lengur. Það hafi gengið vel að finna farþega sem voru tilbúnir til þess. Því miður hafi áðurnefndir tuttugu farþegar ekki komist með og verið sé að vinna að því að koma þeim til Íslands með öðrum leiðum.Það er verið að meina fólki aðgang að flugi sem það á bókaðan miða í hérna á Miami. WOW heldur áfram að WOWA mann upp úr skónum. @wow_air— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 20, 2017 Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Íslendingar sem notið hafa sólarinnar á Miami undanfarna daga eru nokkuð ósáttir við stöðu mála á alþjóðaflugvellinum í Miami þar sem ríkir nokkuð óvissuástand. Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður karlaliðs Vals í knattspyrnu, segir mikla óvissu hafa skapast meðal farþega í innritun í flug WOW Air til Íslands í kvöld. Það hafi verið upplifun farþega að miðar væru afhentir svo til af handahófi. Karlalið Vals hefur verið við æfingar í Flórída undanfarna tíu daga og áttu leikmenn og þjálfarar bókað far heim með vélinni í kvöld. Eins og fram hefur komið þurfti að fresta flugi WOW Air frá Keflavík á mánudag til baka frá Miami á þriðjudag vegna óhapps sem varð í storminum á mánudag, annan dag páska. Farangursvagn fauk á breiðþotu WOW Air og er hún enn óflugfær. Breiðþotan, Airbus A330, tekur 350 farþega. Arnar segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir að farþegalistarnir fyrir flugið frá Miami á þriðjudaginn og fimmtudaginn hafi verið sameinaðir. Leigð hafi verið stærðarinnar breiðþota sem flutti þá farþega sem áttu bókað flug til Miami á mánudag. Breiðþotan tekur um 500 manns. Arnar Sveinn Geirsson Leituðu sjálfboðaliða Þotan hafi átt að flytja farþega úr þriðjudags- og fimmtudagsflugunum heim. Óskað hafi verið eftir sjálfboðaliðum úr báðum flugum til að dvelja lengur á Miami eða fara heim eftir öðrum leiðum á kostnað WOW. Þrjár leiðir hafi verið í boði fyrir farþega sem gætu gert breytingar á ferðalagi sínu, allt í þeim tilgangi að koma öllum sem þyrftu að komast heim með vélinni í dag. „Allir þeir farþegar sem áttu að fara heim á þriðjudaginn fara heim með vélinni á morgun [í dag]. En það eru auðvitað margir sem eru til í að vera lengur í sólinni úti í Miami og verða þá lengur,“ sagði Svanhvít í Fréttablaðinu í morgun. Það er enn stefnan að sögn Svönu en starfsmenn WOW í Miami eru á útopnu þessa stundina að koma öllum farþegum sem mættir eru á flugvöllinn í Miami um borð að sögn Svönu. Arnar Sveinn segir þau skilaboð sem farþegar í Miami hafi fengið allt önnur og takmörkuð. Í fyrstu hafi aðeins hluti leikmanna Vals fengið miða heim en þegar fararstjóri þeirra hafi gengið á eftir því hafi hinir leikmennirnir verið settir á einhvers konar standby miða. Þá séu sumir með miða í sömu sæti þannig að það eigi eftir að koma í ljós hvernig það gangi allt fyrir sig. Hann hafi orðið vitni að því að fjölskyldur hafi verið skildar að, móðir og barn fengið miða í flugið en pabbi og tvö börn ekki. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir starfsmenn ytra vinna hörðum höndum að því að koma öllum til Íslands. Fengu upplýsingar um yfirbókun Arnar, sem tilheyrir þeim hópi fólks sem sé búið að innrita sig og með miða í hendi, er ekki bjartsýnn á að allir komist með vélinni. Farþegar hafi fengið þau skilaboð frá WOW í Miami að vélin væri yfirbókuð sem næmi 133 farþegum. Vélin átti að fara í loftið klukkan 20:30 að íslenskum tíma. Arnar sagði í samtali við Vísi um klukkan 20:30 að hann væri í sambandi við einn Íslending sem fær ekki að tékka sig inn. Sá sé í innritunarsalnum með kærustu sinni og dóttur og fleira fólki. Ekki var byrjað að hleypa fólki um borð og ljóst að einhver töf yrði á brottför.Svanhvít segir starfsfólk WOW vinna hörðum höndum að því að koma Íslendingunum heim. Nánari upplýsingar verði fáanlegar fljótlega. Uppfært klukkan 21:10Svana segir að vélin taki 529 í sæti. Búið sé að innrita 496 svo það stefni í að allir komist með vélinni. Fjöldinn sé mikill og því taki þetta lengri tíma en venjulega.Uppfært 22:15 Tuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni. Alls voru 529 sem fóru með henni og þar af fóru allir sem áttu að fara heim á þriðjudaginn. Svana segir marga hafa verið tilbúna til að breyta áætlunum sínum og bíða lengur. Það hafi gengið vel að finna farþega sem voru tilbúnir til þess. Því miður hafi áðurnefndir tuttugu farþegar ekki komist með og verið sé að vinna að því að koma þeim til Íslands með öðrum leiðum.Það er verið að meina fólki aðgang að flugi sem það á bókaðan miða í hérna á Miami. WOW heldur áfram að WOWA mann upp úr skónum. @wow_air— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 20, 2017
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent