Stefnir í afhroð Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira