Ætla sér að berjast um titlana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2017 06:00 Bjarki Már mun spila með Stjörnunni næstu tvö árin. vísir/ernir „Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira
„Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira