FH hefur eina viku til að landa Salquist sem byrjaði síðasta leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 14:28 Tobas Salquist er opinn fyrir því að fara til FH en hér er hann í leik á móti meisturunum í fyrra. vísir/anton brink Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira