FH hefur eina viku til að landa Salquist sem byrjaði síðasta leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 14:28 Tobas Salquist er opinn fyrir því að fara til FH en hér er hann í leik á móti meisturunum í fyrra. vísir/anton brink Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira