Sérfræðingur sem golfgoðsögnin Jack Nicklaus þekkir segir að Tiger Woods muni aldrei aftur taka þátt í golfmóti.
Nicklaus á vin sem er sérfræðingur í meiðslum sem Tiger er að glíma við.
„Hann segir að Tiger muni aldrei keppa aftur. Hann sé of þjáður. Tiger á erfitt með að standa í tíu mínútur. Þar sem þetta séu taugar er erfitt að glíma við þetta,“ sagði Nicklaus.
Hann segist finna til með Tiger en þeir spjölluðu um meiðslin í meistaramatnum fyrir Masters. Þar tjáði Tiger honum frá því hversu þjáður hann sé.
Sjálfur er Tiger að reyna að vera bjartsýnn en hann er búinn að fara í fjórar bakaðgerðir á síðustu þremur árum.
