Daly varð þá efstur á Insperity-boðsmótinu en það mátti ekki tæpara standa hjá honum.
Daly fékk skolla á síðustu þremur holunum en það rétt slapp því hann vann mótið með einu höggi.
„Þetta var ekki fallegt á endasprettinum,“ sagði hinn 51 árs gamli Daly en hann fékk rúmar 34 milljónir króna í vinningsfé.
Fögnuður Daly var einlægur í leikslok og var sprautað yfir hann kampavíni. Það leiddist Daly ekki.
John Daly wins his first golf tournament since 2004 and gets doused in champagne. What a guy! pic.twitter.com/Ko4CSOSbwS
— Paddy Power (@paddypower) May 8, 2017