Fúsk Hörður Ægisson skrifar 5. maí 2017 07:00 Eitt stærsta fréttamál síðustu missera var umdeild sala Landsbankans á rúmlega 31 prósents hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun fyrir um 2,2 milljarða. Ekki var gerður fyrirvari um að bankinn myndi fá hlutdeild í þeim fjármunum sem kynnu að falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Ári síðar kom í ljós að þau kaup myndu skila Borgun um níu milljörðum. Steinþór Pálsson þurfti að gjalda fyrir þessi mistök bankans og lét af störfum sem bankastjóri. Þetta er hins vegar ekki eina málið þar sem óvönduð vinnubrögð hafa valdið því að ríkið hefur orðið af milljörðum. Meira en mánuður er síðan upplýst var um það í Fréttablaðinu að skömmu eftir að Seðlabanki Íslands hafði í nóvember í fyrra selt rúmlega sex prósenta hlut sinn í Kaupþingi til bandarískra vogunarsjóða fyrir samtals um 19 milljarða hækkaði gengi bréfa Kaupþings um meira en 30 prósent. Ástæðan var fyrst og fremst samkomulag í stóru ágreiningsmáli milli Kaupþings og Deutsche Bank sem tilkynnt var um í lok janúar þar sem þýski bankinn féllst á að greiða um 50 milljarða í reiðufé til Kaupþings. Sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt frá sér hafði því hækkað í virði um fimm til sex milljarða enda ljóst að endurheimtur hluthafa Kaupþings yrðu umtalsvert meiri en áður var áætlað. Ýmsum spurningum um sölu Seðlabankans er ósvarað. Þrátt fyrir að ekki hafi verið tilkynnt opinberlega um greiðslu Deutsche Bank til Kaupþings fyrr en í lok janúar á þessu ári þá lágu þegar fyrir drög að samkomulagi, með ýmsum fyrirvörum, í október í fyrra. Höfðu kaupendur að bréfum Seðlabankans upplýsingar um að slíkt samkomulag við þýska bankann væri í burðarliðnum? Ómögulegt er að fullyrða neitt um það á þessum tímapunkti. Forsætisráðherra hefur sagt mikilvægt að fá fram hvort það hafi verið ójöfn staða við samningaborðið þegar bréfin voru seld og þá hefur Seðlabankinn ætlað að kanna hvort eðlilega hafi verið staðið að upplýsingagjöf stjórnar Kaupþings. Sá sem keypti megnið af bréfum Seðlabankans var Taconic Capital, sem eignaðist fyrr á þessu ári tæplega tíu prósent í Arion banka, en eigandi sjóðsins hafði skömmu áður lýst því yfir á fjárfestingaráðstefnu vestanhafs að hann teldi bréf Kaupþings talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. Það mat forsvarsmanna sjóðsins þurfti ekki að koma á óvart. Taconic hafði mánuðina á undan stóraukið hlut sinn í Kaupþingi og í dag er hann langsamlega stærsti hluthafinn með um 40 prósent. Ólíkt Seðlabankanum, virðist vogunarsjóðurinn hafa unnið heimavinnuna sína. Þannig kom fram í fjárfestakynningum að Kaupþing væri í „virkum samskiptum“ við meirihluta mótaðila félagsins í stórum ágreiningsmálum í því skyni að ljúka þeim með samkomulagi. Bókfært virði vandræðaeigna Kaupþings á þeim tíma nam aðeins 21 milljarði en nafnvirði krafnanna hins vegar yfir 700 milljörðum. Hagfelld niðurstaða í stærstu ágreiningsmálum félagsins gat því aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa. Það varð enda reyndin. Þótt sala Seðlabankans í Kaupþingi eigi margt sameiginlegt með Borgunarmálinu – nema að ríkið varð líklega af enn hærri fjármunum við sölu Seðlabankans – þá fer því fjarri að málið hafi vakið mikla athygli. Nærtækasta skýringin er sú, eins og svo oft áður, að það er ekki sama hver græðir. Svo lengi sem það eru útlendingar – í þessu tilfelli bandarískir vogunarsjóðir – en ekki Íslendingar sem græða milljarða á kostnað ríkisins þá stendur flestum á sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Eitt stærsta fréttamál síðustu missera var umdeild sala Landsbankans á rúmlega 31 prósents hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun fyrir um 2,2 milljarða. Ekki var gerður fyrirvari um að bankinn myndi fá hlutdeild í þeim fjármunum sem kynnu að falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Ári síðar kom í ljós að þau kaup myndu skila Borgun um níu milljörðum. Steinþór Pálsson þurfti að gjalda fyrir þessi mistök bankans og lét af störfum sem bankastjóri. Þetta er hins vegar ekki eina málið þar sem óvönduð vinnubrögð hafa valdið því að ríkið hefur orðið af milljörðum. Meira en mánuður er síðan upplýst var um það í Fréttablaðinu að skömmu eftir að Seðlabanki Íslands hafði í nóvember í fyrra selt rúmlega sex prósenta hlut sinn í Kaupþingi til bandarískra vogunarsjóða fyrir samtals um 19 milljarða hækkaði gengi bréfa Kaupþings um meira en 30 prósent. Ástæðan var fyrst og fremst samkomulag í stóru ágreiningsmáli milli Kaupþings og Deutsche Bank sem tilkynnt var um í lok janúar þar sem þýski bankinn féllst á að greiða um 50 milljarða í reiðufé til Kaupþings. Sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt frá sér hafði því hækkað í virði um fimm til sex milljarða enda ljóst að endurheimtur hluthafa Kaupþings yrðu umtalsvert meiri en áður var áætlað. Ýmsum spurningum um sölu Seðlabankans er ósvarað. Þrátt fyrir að ekki hafi verið tilkynnt opinberlega um greiðslu Deutsche Bank til Kaupþings fyrr en í lok janúar á þessu ári þá lágu þegar fyrir drög að samkomulagi, með ýmsum fyrirvörum, í október í fyrra. Höfðu kaupendur að bréfum Seðlabankans upplýsingar um að slíkt samkomulag við þýska bankann væri í burðarliðnum? Ómögulegt er að fullyrða neitt um það á þessum tímapunkti. Forsætisráðherra hefur sagt mikilvægt að fá fram hvort það hafi verið ójöfn staða við samningaborðið þegar bréfin voru seld og þá hefur Seðlabankinn ætlað að kanna hvort eðlilega hafi verið staðið að upplýsingagjöf stjórnar Kaupþings. Sá sem keypti megnið af bréfum Seðlabankans var Taconic Capital, sem eignaðist fyrr á þessu ári tæplega tíu prósent í Arion banka, en eigandi sjóðsins hafði skömmu áður lýst því yfir á fjárfestingaráðstefnu vestanhafs að hann teldi bréf Kaupþings talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. Það mat forsvarsmanna sjóðsins þurfti ekki að koma á óvart. Taconic hafði mánuðina á undan stóraukið hlut sinn í Kaupþingi og í dag er hann langsamlega stærsti hluthafinn með um 40 prósent. Ólíkt Seðlabankanum, virðist vogunarsjóðurinn hafa unnið heimavinnuna sína. Þannig kom fram í fjárfestakynningum að Kaupþing væri í „virkum samskiptum“ við meirihluta mótaðila félagsins í stórum ágreiningsmálum í því skyni að ljúka þeim með samkomulagi. Bókfært virði vandræðaeigna Kaupþings á þeim tíma nam aðeins 21 milljarði en nafnvirði krafnanna hins vegar yfir 700 milljörðum. Hagfelld niðurstaða í stærstu ágreiningsmálum félagsins gat því aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa. Það varð enda reyndin. Þótt sala Seðlabankans í Kaupþingi eigi margt sameiginlegt með Borgunarmálinu – nema að ríkið varð líklega af enn hærri fjármunum við sölu Seðlabankans – þá fer því fjarri að málið hafi vakið mikla athygli. Nærtækasta skýringin er sú, eins og svo oft áður, að það er ekki sama hver græðir. Svo lengi sem það eru útlendingar – í þessu tilfelli bandarískir vogunarsjóðir – en ekki Íslendingar sem græða milljarða á kostnað ríkisins þá stendur flestum á sama.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun