Tesla tapar 42 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 14:12 Tesla Model S bílar bíða eigenda sinna. Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent
Tesla heldur áfram að brenna peningum og skilaði afleitri niðurstöðu rekstrar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Tesla tapaði 42,5 milljörðum króna, sem var mun meira tap en kaupahéðnar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Velta Tesla var 289 milljarðar á ársfjórðungnum, svo fyrir hvern 100 kall sem Tesla selur tapar fyrirtækið 15 krónum. Þetta má einnig heimfæra á 13.184 dollara tap á hvern seldan bíl, eða um 1,4 milljónir króna. Velta Tesla þrefaldaðist reyndar á milli ára, en það skýrir kannski enn betur út aukið tap. Það skal þó haft í huga að mikill þróunarkostnaður vegna hins nýja Tesla Model 3 féll á fyrsta ársfjórðungi. Það er skiljanlegt að fjárfestar hafi áhyggjur af því að Tesla muni ekki hagnast á framleiðslu Tesla Model 3 sem á að kosta um 35.000 dollara, en meðalverðið á þeim bílum sem Tesla seldi á fyrsta ársfjórðungi ársins var 95.000 dollarar. Elon Musk, forstjóri Tesla segir þó að framleiðsla Model 3 verði mikið sjálfvirkari en á Model S og Model X bílunum, sem eru einu núverandi framleiðslubílar Tesla.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent