Norður-Kóreumenn gagnrýna Kína harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 14:44 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn hafa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að biðja yfirvöld í Pyongyang um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins og eldflaugatilraunir. Á vef opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu segir að ummæli Kínverjar séu „gáleysisleg“ og þau reyni á þolinmæði ríkisins. Þar að auki segir að þau geti haft ótilgreindar en grafalvarlegar afleiðingar. Kína hefur lengi verið helsti, ef ekki eini, bandamaður Norður-Kóreu en nú hafa yfirvöld þar stöðvað innflutning kola frá Norður-Kóreu og hafa samkvæmt frétt Washington Post beðið nágranna sína um að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum. Þá hafa ríkisfjölmiðlar Kína verið einkar harðorðir í garð Norður-Kóreu og hafa gagnrýnt stjórnendur þar. Þá hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum í Kína að kjarnorkuvopn í eigu Norður-Kóreu ógni öryggi Kína. Í gagnrýni KCNA, (Greinin heitir Commentary on DPRK-China Relations) sem er ekki einkuð embættismanni eða embætti, segir að Kínverjar óttist mögulega Bandaríkin og að þeir hafi fært sökina á vaxandi spennu á svæðinu frá Bandaríkjunum yfir á Norður-Kóreu. Kína ætti að hætta að skaprauna Norður-Kóreu og velta vöngum yfir þeim grafalvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa. Undarlegt þykir að Norður-Kórea skuli gagnrýna Kína með svo beinum hætti. Í kjölfar gagnrýninnar í gær sagði Geng Shuang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, að staða Kína gagnvart Norður-Kóreu væri ljós. Það væri að þróa vinasamband þjóðanna og þeir vildu vera góðir grannar. Hins vegar væri Kína á því að engin kjarnorkuvopn ættu að vera á Kóreuskaganum og byggja ætti frið og öryggi með viðræðum. Norður-Kórea Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Norður-Kóreumenn hafa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að biðja yfirvöld í Pyongyang um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins og eldflaugatilraunir. Á vef opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu segir að ummæli Kínverjar séu „gáleysisleg“ og þau reyni á þolinmæði ríkisins. Þar að auki segir að þau geti haft ótilgreindar en grafalvarlegar afleiðingar. Kína hefur lengi verið helsti, ef ekki eini, bandamaður Norður-Kóreu en nú hafa yfirvöld þar stöðvað innflutning kola frá Norður-Kóreu og hafa samkvæmt frétt Washington Post beðið nágranna sína um að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum. Þá hafa ríkisfjölmiðlar Kína verið einkar harðorðir í garð Norður-Kóreu og hafa gagnrýnt stjórnendur þar. Þá hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum í Kína að kjarnorkuvopn í eigu Norður-Kóreu ógni öryggi Kína. Í gagnrýni KCNA, (Greinin heitir Commentary on DPRK-China Relations) sem er ekki einkuð embættismanni eða embætti, segir að Kínverjar óttist mögulega Bandaríkin og að þeir hafi fært sökina á vaxandi spennu á svæðinu frá Bandaríkjunum yfir á Norður-Kóreu. Kína ætti að hætta að skaprauna Norður-Kóreu og velta vöngum yfir þeim grafalvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa. Undarlegt þykir að Norður-Kórea skuli gagnrýna Kína með svo beinum hætti. Í kjölfar gagnrýninnar í gær sagði Geng Shuang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, að staða Kína gagnvart Norður-Kóreu væri ljós. Það væri að þróa vinasamband þjóðanna og þeir vildu vera góðir grannar. Hins vegar væri Kína á því að engin kjarnorkuvopn ættu að vera á Kóreuskaganum og byggja ætti frið og öryggi með viðræðum.
Norður-Kórea Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira