Norður-Kóreumenn gagnrýna Kína harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 14:44 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn hafa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að biðja yfirvöld í Pyongyang um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins og eldflaugatilraunir. Á vef opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu segir að ummæli Kínverjar séu „gáleysisleg“ og þau reyni á þolinmæði ríkisins. Þar að auki segir að þau geti haft ótilgreindar en grafalvarlegar afleiðingar. Kína hefur lengi verið helsti, ef ekki eini, bandamaður Norður-Kóreu en nú hafa yfirvöld þar stöðvað innflutning kola frá Norður-Kóreu og hafa samkvæmt frétt Washington Post beðið nágranna sína um að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum. Þá hafa ríkisfjölmiðlar Kína verið einkar harðorðir í garð Norður-Kóreu og hafa gagnrýnt stjórnendur þar. Þá hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum í Kína að kjarnorkuvopn í eigu Norður-Kóreu ógni öryggi Kína. Í gagnrýni KCNA, (Greinin heitir Commentary on DPRK-China Relations) sem er ekki einkuð embættismanni eða embætti, segir að Kínverjar óttist mögulega Bandaríkin og að þeir hafi fært sökina á vaxandi spennu á svæðinu frá Bandaríkjunum yfir á Norður-Kóreu. Kína ætti að hætta að skaprauna Norður-Kóreu og velta vöngum yfir þeim grafalvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa. Undarlegt þykir að Norður-Kórea skuli gagnrýna Kína með svo beinum hætti. Í kjölfar gagnrýninnar í gær sagði Geng Shuang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, að staða Kína gagnvart Norður-Kóreu væri ljós. Það væri að þróa vinasamband þjóðanna og þeir vildu vera góðir grannar. Hins vegar væri Kína á því að engin kjarnorkuvopn ættu að vera á Kóreuskaganum og byggja ætti frið og öryggi með viðræðum. Norður-Kórea Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Norður-Kóreumenn hafa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að biðja yfirvöld í Pyongyang um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins og eldflaugatilraunir. Á vef opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu segir að ummæli Kínverjar séu „gáleysisleg“ og þau reyni á þolinmæði ríkisins. Þar að auki segir að þau geti haft ótilgreindar en grafalvarlegar afleiðingar. Kína hefur lengi verið helsti, ef ekki eini, bandamaður Norður-Kóreu en nú hafa yfirvöld þar stöðvað innflutning kola frá Norður-Kóreu og hafa samkvæmt frétt Washington Post beðið nágranna sína um að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum. Þá hafa ríkisfjölmiðlar Kína verið einkar harðorðir í garð Norður-Kóreu og hafa gagnrýnt stjórnendur þar. Þá hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum í Kína að kjarnorkuvopn í eigu Norður-Kóreu ógni öryggi Kína. Í gagnrýni KCNA, (Greinin heitir Commentary on DPRK-China Relations) sem er ekki einkuð embættismanni eða embætti, segir að Kínverjar óttist mögulega Bandaríkin og að þeir hafi fært sökina á vaxandi spennu á svæðinu frá Bandaríkjunum yfir á Norður-Kóreu. Kína ætti að hætta að skaprauna Norður-Kóreu og velta vöngum yfir þeim grafalvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa. Undarlegt þykir að Norður-Kórea skuli gagnrýna Kína með svo beinum hætti. Í kjölfar gagnrýninnar í gær sagði Geng Shuang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, að staða Kína gagnvart Norður-Kóreu væri ljós. Það væri að þróa vinasamband þjóðanna og þeir vildu vera góðir grannar. Hins vegar væri Kína á því að engin kjarnorkuvopn ættu að vera á Kóreuskaganum og byggja ætti frið og öryggi með viðræðum.
Norður-Kórea Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira