Norður-Kóreumenn gagnrýna Kína harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 14:44 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn hafa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að biðja yfirvöld í Pyongyang um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins og eldflaugatilraunir. Á vef opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu segir að ummæli Kínverjar séu „gáleysisleg“ og þau reyni á þolinmæði ríkisins. Þar að auki segir að þau geti haft ótilgreindar en grafalvarlegar afleiðingar. Kína hefur lengi verið helsti, ef ekki eini, bandamaður Norður-Kóreu en nú hafa yfirvöld þar stöðvað innflutning kola frá Norður-Kóreu og hafa samkvæmt frétt Washington Post beðið nágranna sína um að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum. Þá hafa ríkisfjölmiðlar Kína verið einkar harðorðir í garð Norður-Kóreu og hafa gagnrýnt stjórnendur þar. Þá hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum í Kína að kjarnorkuvopn í eigu Norður-Kóreu ógni öryggi Kína. Í gagnrýni KCNA, (Greinin heitir Commentary on DPRK-China Relations) sem er ekki einkuð embættismanni eða embætti, segir að Kínverjar óttist mögulega Bandaríkin og að þeir hafi fært sökina á vaxandi spennu á svæðinu frá Bandaríkjunum yfir á Norður-Kóreu. Kína ætti að hætta að skaprauna Norður-Kóreu og velta vöngum yfir þeim grafalvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa. Undarlegt þykir að Norður-Kórea skuli gagnrýna Kína með svo beinum hætti. Í kjölfar gagnrýninnar í gær sagði Geng Shuang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, að staða Kína gagnvart Norður-Kóreu væri ljós. Það væri að þróa vinasamband þjóðanna og þeir vildu vera góðir grannar. Hins vegar væri Kína á því að engin kjarnorkuvopn ættu að vera á Kóreuskaganum og byggja ætti frið og öryggi með viðræðum. Norður-Kórea Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Norður-Kóreumenn hafa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að biðja yfirvöld í Pyongyang um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins og eldflaugatilraunir. Á vef opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu segir að ummæli Kínverjar séu „gáleysisleg“ og þau reyni á þolinmæði ríkisins. Þar að auki segir að þau geti haft ótilgreindar en grafalvarlegar afleiðingar. Kína hefur lengi verið helsti, ef ekki eini, bandamaður Norður-Kóreu en nú hafa yfirvöld þar stöðvað innflutning kola frá Norður-Kóreu og hafa samkvæmt frétt Washington Post beðið nágranna sína um að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum. Þá hafa ríkisfjölmiðlar Kína verið einkar harðorðir í garð Norður-Kóreu og hafa gagnrýnt stjórnendur þar. Þá hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum í Kína að kjarnorkuvopn í eigu Norður-Kóreu ógni öryggi Kína. Í gagnrýni KCNA, (Greinin heitir Commentary on DPRK-China Relations) sem er ekki einkuð embættismanni eða embætti, segir að Kínverjar óttist mögulega Bandaríkin og að þeir hafi fært sökina á vaxandi spennu á svæðinu frá Bandaríkjunum yfir á Norður-Kóreu. Kína ætti að hætta að skaprauna Norður-Kóreu og velta vöngum yfir þeim grafalvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa. Undarlegt þykir að Norður-Kórea skuli gagnrýna Kína með svo beinum hætti. Í kjölfar gagnrýninnar í gær sagði Geng Shuang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, að staða Kína gagnvart Norður-Kóreu væri ljós. Það væri að þróa vinasamband þjóðanna og þeir vildu vera góðir grannar. Hins vegar væri Kína á því að engin kjarnorkuvopn ættu að vera á Kóreuskaganum og byggja ætti frið og öryggi með viðræðum.
Norður-Kórea Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira