Skiptastjóri Milestone getur ekkert gert Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Grímur Sigurðsson vísir/gva Skiptastjóri Milestone hefur engar heimildir til þess að bregðast við eignafærslu Karls Wernerssonar til sonar síns, Jóns Hilmars Karlssonar. Karl og Steingrímur bróðir hans áttu eignarhaldsfélagið Milestone fyrir hrun. Á meðal eigna Milestone var Lyf og heilsa, en lyfjafyrirtækið var selt út úr eignarhaldsfélaginu skömmu fyrir hrun og varð eini eigandinn Karl Wernersson. Í mars síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Karl og Steingrím Wernerssyni og Guðmund Karl Ólason til að greiða þrotabúi Milestone, sem var eignarhaldsfélag þeirra bræðra, 5,2 milljarða króna í skaðabætur. Ástæðan er sú að bræðurnir fjármögnuðu kaup á hlut Ingunnar Wernersdóttur í Milestone með peningum frá eignarhaldsfélaginu sjálfu. Í fyrrakvöld greindi RÚV frá því að samkvæmt ársreikningum væru Lyf og heilsa ekki lengur í eigu Karls Wernerssonar heldur væri fyrirtækið í eigu rúmlega tvítugs sonar hans. „Það sem skiptir máli varðandi gerninga Karls er að hann er ekki gjaldþrota. Ég er ekki skiptastjóri yfir Karli,“ segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri Milestone. Þess vegna hafi hann ekki heimild til að bregðast við þessum gerningi. „En svo kann það að breytast. Í dag liggur fyrir héraðsdómur um að Karl skuldi þrotabúi Milestone fimm milljarða í höfuðstól. Ef sú krafa verður ekki greidd kann að vera að hann verði úrskurðaður gjaldþrota og það verði skipaður skiptastjóri yfir því þrotabúi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Tengdar fréttir Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Skiptastjóri Milestone hefur engar heimildir til þess að bregðast við eignafærslu Karls Wernerssonar til sonar síns, Jóns Hilmars Karlssonar. Karl og Steingrímur bróðir hans áttu eignarhaldsfélagið Milestone fyrir hrun. Á meðal eigna Milestone var Lyf og heilsa, en lyfjafyrirtækið var selt út úr eignarhaldsfélaginu skömmu fyrir hrun og varð eini eigandinn Karl Wernersson. Í mars síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Karl og Steingrím Wernerssyni og Guðmund Karl Ólason til að greiða þrotabúi Milestone, sem var eignarhaldsfélag þeirra bræðra, 5,2 milljarða króna í skaðabætur. Ástæðan er sú að bræðurnir fjármögnuðu kaup á hlut Ingunnar Wernersdóttur í Milestone með peningum frá eignarhaldsfélaginu sjálfu. Í fyrrakvöld greindi RÚV frá því að samkvæmt ársreikningum væru Lyf og heilsa ekki lengur í eigu Karls Wernerssonar heldur væri fyrirtækið í eigu rúmlega tvítugs sonar hans. „Það sem skiptir máli varðandi gerninga Karls er að hann er ekki gjaldþrota. Ég er ekki skiptastjóri yfir Karli,“ segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri Milestone. Þess vegna hafi hann ekki heimild til að bregðast við þessum gerningi. „En svo kann það að breytast. Í dag liggur fyrir héraðsdómur um að Karl skuldi þrotabúi Milestone fimm milljarða í höfuðstól. Ef sú krafa verður ekki greidd kann að vera að hann verði úrskurðaður gjaldþrota og það verði skipaður skiptastjóri yfir því þrotabúi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Tengdar fréttir Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Færði Lyf og heilsu til tvítugs sonar síns Daginn eftir að fjárfestirinn Karl Wernersson var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti var leiðréttum ársreikningi skilað og rúmlega tvítugur sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu. 3. maí 2017 07:00