Vafasamt heimsmet Íslendinga í lyfjaneyslu Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 19:45 Ríflega helmingur Íslendinga notar lyfseðilsskyld lyf og dæmi eru um að fólk taki allt að fjörutíu og átta mismunandi lyfi á eins árs tímabili. Þá nota Íslendingar tvisvar til þrisvar sinnum meira af bæði róandi og örvandi lyfjum en íbúar hinna Norðurlandanna. Heilbrigðisráðherra segir að skýringin kunni að vera brotakennt heilbrigðiskerfi. Íslendingum finnst eftirsóknarvert að eiga heimsmet ýmiss konar. Enda ekki algengt að smáríki eigi mörg heimsmet. En eitt heimsmetið var einmitt til umræðu á Alþingi í dag en það er lyfjaneysla Íslendinga. Þar eigum við heimsmet í notkun á bæði örvandi lyfjum og róandi. Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um lyfjanotkun Íslendinga á upptalningu á upplýsingum um neyslu landans á lyfjum. Til að mynda notuðu 55 prósent Íslendinga lyfseðilsskyld lyf sem væri fjórða hæsta hlutfall þjóða Evrópu sem nýlega tóku þátt í heilsufarskönnun. Í skýrslu Landlæknis hafi komið fram dæmi um einstaklinga sem notuðu allt að 48 mismunandi lyfseðilsskyld lyf á tólf mánaða tímabili. „Við notum tvisvar til þrisvar sinnum meira en Norðurlandabúar af örvandi lyfjum, róandi, kvíðastillandi og svefnlyfjum ásamt verkjalyfjum. Notkunin er sú mesta innan OECD landanna og fimm sinnum meiri en í Danmörku. Notkun sýklalyfja og magasárslyfja Íslendinga er sömuleiðis meiri en hinna Norðurlandanna,“ sagði Guðjón. Og listinn yfir lyf var lengri og notkunin meiri en þekkist annars staðar. Þá sagði Guðjón notkun fullorðinna á lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti hafa fjórfaldast á tíu ára tímabili. „Og er hvergi meiri í heiminum að því er fram kemur í nýlegri rannsókn. Um 13 prósent allra íslenskra drengja á aldrinum 10 til 14 ára taka einhvers konar ADHD lyf. Það er margfalt meira en tíðkast á öðrum Norðurlöndum. En Svíþjóð kemst næst Íslandi með 5% hlutfall.,“ sagði Guðjón. Hann velti fyrir sér hvort skýringanna á þessari miklu lyfjanotkun með tilheyrandi kostnaði, mætti leita í lélegu aðgengi að geðheilbrigðiskerfinu og öðrum brestum í heilbrigðiskerfinu. Ekkert benti til að Íslendingar væru frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum og því þyrfti að rannsaka málið. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði að nýlegur lyfjagagnagrunnur ætti að geta unnið á þessum vanda að hluta en margt mætti vera betra í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. „Það er rétt að geta þess að landlæknir sem hefur það hlutverk að fylgjast með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri notkun lyfja í landinu, hefur haldið því fram að mikilvægar ástæður fyrir ofnotkun lyfja á Íslandi sé brotakennt heilbrigðiskerfi. Þar sem heilbrigðisstarfsmenn vinna ekki saman eða sinna ekki sjúklingum á sama hátt og heilbrigðisstarfsmenn annarra þjóða. landlæknir hefur einnig nefnt að aðrir samfélagslegir þættir eins og skólakerfið, þjónusta við aldraða og þeirra sem glíma við örorku sé ekki með sama fyrirkomulagi hér og hjá nágrannaþjóðum. Það geti átt þátt í óhóflegri notkun lyfja,“ sagði Óttarr Proppé. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Ríflega helmingur Íslendinga notar lyfseðilsskyld lyf og dæmi eru um að fólk taki allt að fjörutíu og átta mismunandi lyfi á eins árs tímabili. Þá nota Íslendingar tvisvar til þrisvar sinnum meira af bæði róandi og örvandi lyfjum en íbúar hinna Norðurlandanna. Heilbrigðisráðherra segir að skýringin kunni að vera brotakennt heilbrigðiskerfi. Íslendingum finnst eftirsóknarvert að eiga heimsmet ýmiss konar. Enda ekki algengt að smáríki eigi mörg heimsmet. En eitt heimsmetið var einmitt til umræðu á Alþingi í dag en það er lyfjaneysla Íslendinga. Þar eigum við heimsmet í notkun á bæði örvandi lyfjum og róandi. Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um lyfjanotkun Íslendinga á upptalningu á upplýsingum um neyslu landans á lyfjum. Til að mynda notuðu 55 prósent Íslendinga lyfseðilsskyld lyf sem væri fjórða hæsta hlutfall þjóða Evrópu sem nýlega tóku þátt í heilsufarskönnun. Í skýrslu Landlæknis hafi komið fram dæmi um einstaklinga sem notuðu allt að 48 mismunandi lyfseðilsskyld lyf á tólf mánaða tímabili. „Við notum tvisvar til þrisvar sinnum meira en Norðurlandabúar af örvandi lyfjum, róandi, kvíðastillandi og svefnlyfjum ásamt verkjalyfjum. Notkunin er sú mesta innan OECD landanna og fimm sinnum meiri en í Danmörku. Notkun sýklalyfja og magasárslyfja Íslendinga er sömuleiðis meiri en hinna Norðurlandanna,“ sagði Guðjón. Og listinn yfir lyf var lengri og notkunin meiri en þekkist annars staðar. Þá sagði Guðjón notkun fullorðinna á lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti hafa fjórfaldast á tíu ára tímabili. „Og er hvergi meiri í heiminum að því er fram kemur í nýlegri rannsókn. Um 13 prósent allra íslenskra drengja á aldrinum 10 til 14 ára taka einhvers konar ADHD lyf. Það er margfalt meira en tíðkast á öðrum Norðurlöndum. En Svíþjóð kemst næst Íslandi með 5% hlutfall.,“ sagði Guðjón. Hann velti fyrir sér hvort skýringanna á þessari miklu lyfjanotkun með tilheyrandi kostnaði, mætti leita í lélegu aðgengi að geðheilbrigðiskerfinu og öðrum brestum í heilbrigðiskerfinu. Ekkert benti til að Íslendingar væru frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum og því þyrfti að rannsaka málið. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði að nýlegur lyfjagagnagrunnur ætti að geta unnið á þessum vanda að hluta en margt mætti vera betra í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. „Það er rétt að geta þess að landlæknir sem hefur það hlutverk að fylgjast með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri notkun lyfja í landinu, hefur haldið því fram að mikilvægar ástæður fyrir ofnotkun lyfja á Íslandi sé brotakennt heilbrigðiskerfi. Þar sem heilbrigðisstarfsmenn vinna ekki saman eða sinna ekki sjúklingum á sama hátt og heilbrigðisstarfsmenn annarra þjóða. landlæknir hefur einnig nefnt að aðrir samfélagslegir þættir eins og skólakerfið, þjónusta við aldraða og þeirra sem glíma við örorku sé ekki með sama fyrirkomulagi hér og hjá nágrannaþjóðum. Það geti átt þátt í óhóflegri notkun lyfja,“ sagði Óttarr Proppé.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira