Heyrði sprenginguna inn um svefnherbergisgluggann Hrund Þórsdóttir skrifar 3. maí 2017 20:00 Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“ Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira