Þór/KA stelpurnar urðu Íslandsmeistarar þegar þær byrjuðu síðast svona vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 16:00 Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitli sínum 2012. Vísir/Auðunn Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Sjá meira
Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Sjá meira