Erlent

Krúnan vill bætur fyrir brjóst Katrínar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Breska konungsfjölskyldan er allt annað en sátt með brjóstamyndina.
Breska konungsfjölskyldan er allt annað en sátt með brjóstamyndina. vísir/getty
Breska krúnan fer fram á 1,5 milljóna evra skaðabætur, andvirði rúmlega 174 milljóna íslenskra króna, vegna brjóstamynda af hertogaynjunni af Cambridge, Kate Middleton.

Myndirnar birtust í frönskum glanstímaritum 2012. Myndirnar voru teknar úr leyni þar sem Vilhjálmur Bretaprins og Katrín slökuðu á á strönd í Frakklandi en þar var hún ber að ofan. Hluti myndasafnsins var ekki birtur í tímaritunum en komst síðar í dreifingu. Þar sést hvar prinsinn smyr sólarvörn á þjóhnappa eiginkonu sinnar. Myndirnar settu sálarlíf bresku þjóðarinnar á hliðina.

Fyrir frönskum dómstólum er nú mál þar sem ritstjórum blaðanna auk ljósmyndaranna er gefið að sök að hafa rofið friðhelgi einkalífs kóngafólksins. Bótakrafan er tilkomin vegna þess skaða sem myndbirtingin olli.

Lögbann var lagt á birtingu myndanna en dugði skammt. Skömmu síðar var þær að finna á vefsíðum í Norðurlöndunum, Ítalíu og í Bretlandi. Helsta málsvörnin felst í því að myndirnar sýni Vilhjálm og Katrínu í áður óséðu ljósi sem sé síst til þess fallið að valda þeim ama. Ljósmyndararnir neita því að hafa smellt af þrátt fyrir að greiðslur til þeirra beri vott um annað. 


Tengdar fréttir

Myndin sem er að gera allt brjálað

Bandaríska slúðurblaðið Star birtir mynd af óléttri Kate Middleton í bikiníi á forsíðu nýjasta heftis blaðsins. Myndin var tekin af hertogynjunni er hún fór í frí með Vilhjálmi prins á eyjunni Mustique.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×