Fyrsta þrennan í fyrstu umferð á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 06:00 Lennon í leik með FH. vísir/stefán FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30
„Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45