Bjarni segir gamaldags að fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu greiði ekki arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 19:45 Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira