Bílum Fiat troðið uppá söluumboð Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 13:45 Fiat Tipo. Nokkur söluumboð á Ítalíu hafa kvartað undan því að þeim hafi verið sendir Fiat bílar sem þau aldrei pöntuðu og rukkuð fyrir pantanir á bílunum. Umboðin vilja ekki gefa upp nöfn sín í hræðslu sinni við viðbrögð frá FCA Fiat Chrysler. Fiat virðist með þessu hafa reynt að koma út hægseljandi Fiat Tipo fólksbílum og Ducato sendibílum. Alls er um að ræða 5.000 bíla, en Fiat Tipo selst aðeins í um 4.000 eintökum á mánuði, svo þessar viðbótarbirgðir eru langt umfram það sem þessi umboð þurfa á að halda og í raun óseljanlegar pantanir. Þessi umboð eiga nú þegar of mikið af Fiat Tipo bílum, um 8-9 mánaða birgðir, og þurftu alls ekki neina viðbót á þeim. FCA Fiat Chrysler fyrirtækið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum í þessu máli sem komu frá Automotive News Europe, en þar vænta menn svars frá fyrirtækinu.Til að fegra sölutölur FCA Mjög undarlegt andrúmsloft hefur myndast á milli þeirra 150 söluumboða Fiat á Ítlaíu og FCA Fiat Chrysler eftir þennan gjörning, en hann kom fyrst upp í febrúar á þessu ári. Samtök söluumboðanna hefur mótmælt þessum gjörningi Fiat með bréfi til FCA þar sem greint er frá því að þetta sé brot á samningi milli söluumboðanna og FCA Fiat Chrysler. Grunur leikur á að þessi gjörningur Fiat sé til þess gerður að hækka sölutölur FCA Fiat Chrysler og fegra sölutölur og hagnað fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en víst er að hann var ekki gjöfull FCA og salan dræm. Fiat mun greina frá niðurstöðum rekstar frá fyrst ársfjórðungi þann 26. apríl. Sala bíla Fiat á Ítalíu er afar mikilvæg FCA, en 44% bíla Fiat seljast í heimalandinu og salan þar í landi er um 59% af heildarsölu Fiat bíla í Evrópu. Þeir eru því ekki ýkja vinsælir utan heimalandsins.Fiat Ducato sendibílar voru einnig sendir til bílaumboðanna, án þess að þeir væru pantaðir. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Nokkur söluumboð á Ítalíu hafa kvartað undan því að þeim hafi verið sendir Fiat bílar sem þau aldrei pöntuðu og rukkuð fyrir pantanir á bílunum. Umboðin vilja ekki gefa upp nöfn sín í hræðslu sinni við viðbrögð frá FCA Fiat Chrysler. Fiat virðist með þessu hafa reynt að koma út hægseljandi Fiat Tipo fólksbílum og Ducato sendibílum. Alls er um að ræða 5.000 bíla, en Fiat Tipo selst aðeins í um 4.000 eintökum á mánuði, svo þessar viðbótarbirgðir eru langt umfram það sem þessi umboð þurfa á að halda og í raun óseljanlegar pantanir. Þessi umboð eiga nú þegar of mikið af Fiat Tipo bílum, um 8-9 mánaða birgðir, og þurftu alls ekki neina viðbót á þeim. FCA Fiat Chrysler fyrirtækið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum í þessu máli sem komu frá Automotive News Europe, en þar vænta menn svars frá fyrirtækinu.Til að fegra sölutölur FCA Mjög undarlegt andrúmsloft hefur myndast á milli þeirra 150 söluumboða Fiat á Ítlaíu og FCA Fiat Chrysler eftir þennan gjörning, en hann kom fyrst upp í febrúar á þessu ári. Samtök söluumboðanna hefur mótmælt þessum gjörningi Fiat með bréfi til FCA þar sem greint er frá því að þetta sé brot á samningi milli söluumboðanna og FCA Fiat Chrysler. Grunur leikur á að þessi gjörningur Fiat sé til þess gerður að hækka sölutölur FCA Fiat Chrysler og fegra sölutölur og hagnað fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en víst er að hann var ekki gjöfull FCA og salan dræm. Fiat mun greina frá niðurstöðum rekstar frá fyrst ársfjórðungi þann 26. apríl. Sala bíla Fiat á Ítalíu er afar mikilvæg FCA, en 44% bíla Fiat seljast í heimalandinu og salan þar í landi er um 59% af heildarsölu Fiat bíla í Evrópu. Þeir eru því ekki ýkja vinsælir utan heimalandsins.Fiat Ducato sendibílar voru einnig sendir til bílaumboðanna, án þess að þeir væru pantaðir.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent