Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2017 19:19 Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks. vísir/ernir „Við vorum undir á öllum sviðum og sigur KA fyllilega sanngjarn. Hann hefði alveg getað orðið stærri. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist en ég er fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. KA-menn voru grimmari og vildu þetta meira,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Maður hefði haldið að eftir að hafa verið í sex mánaða undirbúningstímabili og fá að spila á velli sem er í fínu ásigkomulagi að menn myndu koma dýrvitlausir út og selja sig dýrt. KA-menn gerðu það og uppskáru eftir því.“ Breiðablik endaði síðasta tímabil illa en Arnar hefur ekki áhyggjur af því að Blikar komi til leiks á nýju tímabili með það í farteskinu. „Nei, alls ekki. En ef menn ætla að spila svona þá verðum við í miklu basli - það er alveg ljóst. Ef baráttan er ekki til staðar þá skiptir engu máli hversu góður þú ert í fótbolta.“ Breiðablik endurnýjaði sóknarlínu sína fyrir tímabilið og allir þrír sóknarmennirnir sem voru fengnir byrjuðu leikinn í kvöld, en náðu sér ekki á strik. „Það vantaði meira þéttleika í allt liðið. Varnarleikurinn byrjar með fremsta manni og það er allt liðið sem þarf að hreyfa sig til að skapa færi. Það var mjög lítið um allt slíkt og maður gæti lengi talað um það. Þetta var bara stjörnuhrap - alveg skelfilegt og ljóst að við höfum verk að vinna.“ Andri Rafn Yeoman var tekinn af velli í síðari hálfleik en Arnar segir að það hafi ekki verið vegna meiðsla. „Hann var einn af mörgum sem var þungur allan leikinn. Hann skoraði vissulega markið en Andri var langt frá sínu besta. Ég hefði svo sem getað valið hvern sem er til að taka af velli - allir voru frekar slakir í leiknum. Ef maður hefði haft tíu skiptingar hefði maður nýtt þær.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Við vorum undir á öllum sviðum og sigur KA fyllilega sanngjarn. Hann hefði alveg getað orðið stærri. Það er erfitt að útskýra hvað gerðist en ég er fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. KA-menn voru grimmari og vildu þetta meira,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Maður hefði haldið að eftir að hafa verið í sex mánaða undirbúningstímabili og fá að spila á velli sem er í fínu ásigkomulagi að menn myndu koma dýrvitlausir út og selja sig dýrt. KA-menn gerðu það og uppskáru eftir því.“ Breiðablik endaði síðasta tímabil illa en Arnar hefur ekki áhyggjur af því að Blikar komi til leiks á nýju tímabili með það í farteskinu. „Nei, alls ekki. En ef menn ætla að spila svona þá verðum við í miklu basli - það er alveg ljóst. Ef baráttan er ekki til staðar þá skiptir engu máli hversu góður þú ert í fótbolta.“ Breiðablik endurnýjaði sóknarlínu sína fyrir tímabilið og allir þrír sóknarmennirnir sem voru fengnir byrjuðu leikinn í kvöld, en náðu sér ekki á strik. „Það vantaði meira þéttleika í allt liðið. Varnarleikurinn byrjar með fremsta manni og það er allt liðið sem þarf að hreyfa sig til að skapa færi. Það var mjög lítið um allt slíkt og maður gæti lengi talað um það. Þetta var bara stjörnuhrap - alveg skelfilegt og ljóst að við höfum verk að vinna.“ Andri Rafn Yeoman var tekinn af velli í síðari hálfleik en Arnar segir að það hafi ekki verið vegna meiðsla. „Hann var einn af mörgum sem var þungur allan leikinn. Hann skoraði vissulega markið en Andri var langt frá sínu besta. Ég hefði svo sem getað valið hvern sem er til að taka af velli - allir voru frekar slakir í leiknum. Ef maður hefði haft tíu skiptingar hefði maður nýtt þær.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliða KA-manna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30