Oddaleikur er enginn venjulegur leikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2017 06:00 Hinn sautján ára gamli FH-ingur, Gísli Kristjánsson, hefur bæði skorað flest mörk (27) og gefið flestar stoðsendingar (15) í einvíginu. vísir/eyþór Spennustigið, varnarleikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handboltaliðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er enginn venjulegur leikur og enginn leikmaður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Valsliðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason og markvörðurinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni sem var á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti möguleikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leikstöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morgun.Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson, Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson, FH 10 mörk (63%)Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%)Línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%)Markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val13 mörk (52%) og 10 stoðsendingarHægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val11 mörk (52%) og 13 stoðsendingarLeikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val14 mörk (52%) og 9 stoðsendingarVarnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum útivöllum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós.Bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úrslitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur.Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari. Olís-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Spennustigið, varnarleikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handboltaliðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er enginn venjulegur leikur og enginn leikmaður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Valsliðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason og markvörðurinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni sem var á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti möguleikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leikstöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morgun.Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson, Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson, FH 10 mörk (63%)Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%)Línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%)Markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val13 mörk (52%) og 10 stoðsendingarHægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val11 mörk (52%) og 13 stoðsendingarLeikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val14 mörk (52%) og 9 stoðsendingarVarnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum útivöllum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós.Bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úrslitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur.Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari.
Olís-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira