Milos: Breiðablik er spennandi félag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2017 20:06 Milos var í tæpan áratug hjá Víkingi. vísir/ernir „Það er leiðinleg niðurstaða að fara frá félagi sem maður hefur verið hjá í níu og hálft ár. En svona er fótboltinn og þetta starf. Einhvern tímann þurfa leiðir að skilja þótt þetta hafi ekki verið besti tíminn,“ sagði Milos Milojevic í samtali við Vísi.Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings í dag. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér segir að ástæða starfslokanna hafi verið skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur. „Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika,“ sagði Milos. En í hverju fólst þessi ágreiningur nákvæmlega? „Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum,“ sagði Milos. „Ef það er ekki þannig er ég ekki sáttur. Ef stjórnin er ekki tilbúin að taka á málum þarf ég því miður að hætta. Þetta voru margir litlir hlutir sem mér leist ekki alveg á.“ Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari um mitt sumar 2015 og undir hans stjórn endaði Víkingur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Víkingar fengu 32 stig sem er það mesta liðið hefur fengið í 12 liða deild. „Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði hjá Víkingi. Ég var yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari, afreksþjálfari, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Það var fleira jákvætt en neikvætt og við tókum skrefið og festum Víking í efstu deild,“ sagði Milos. Hann vill halda áfram að þjálfa og segist opinn fyrir öllu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós,“ sagði Milos. Hann hefur m.a. verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Breiðabliki sem rak Arnar Grétarsson í síðustu viku. En hefur Milos áhuga á að taka við Blikum? „Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Það er leiðinleg niðurstaða að fara frá félagi sem maður hefur verið hjá í níu og hálft ár. En svona er fótboltinn og þetta starf. Einhvern tímann þurfa leiðir að skilja þótt þetta hafi ekki verið besti tíminn,“ sagði Milos Milojevic í samtali við Vísi.Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings í dag. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér segir að ástæða starfslokanna hafi verið skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur. „Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika,“ sagði Milos. En í hverju fólst þessi ágreiningur nákvæmlega? „Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum,“ sagði Milos. „Ef það er ekki þannig er ég ekki sáttur. Ef stjórnin er ekki tilbúin að taka á málum þarf ég því miður að hætta. Þetta voru margir litlir hlutir sem mér leist ekki alveg á.“ Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari um mitt sumar 2015 og undir hans stjórn endaði Víkingur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Víkingar fengu 32 stig sem er það mesta liðið hefur fengið í 12 liða deild. „Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði hjá Víkingi. Ég var yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari, afreksþjálfari, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Það var fleira jákvætt en neikvætt og við tókum skrefið og festum Víking í efstu deild,“ sagði Milos. Hann vill halda áfram að þjálfa og segist opinn fyrir öllu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós,“ sagði Milos. Hann hefur m.a. verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Breiðabliki sem rak Arnar Grétarsson í síðustu viku. En hefur Milos áhuga á að taka við Blikum? „Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20