Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2017 22:07 Guðlaugur á bekknum í kvöld. Vísir/Eyþór Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. „Auðvelda svarið er að við mætum með spennustigið of hátt í lokin og náum ekki frumkvæði varnarlega, náum ekki að brjóta nógu mikið á þeim,“ sagði Guðlaugur við Vísi þegar blaðamaður spurði hvað hefði vantað uppá hjá Val í upphafi leiks. „Við erum að klikka á dauðafærum á sama tíma. Þeir halda frumkvæðinu í seinni hálfleik en við erum með hjarta og baráttu í leiknum allan tímann en munurinn var einfaldlega aðeins of mikill í hálfleik,“ bætti Guðlaugur við. Töluvert var af brottvísunum í kvöld og að lokum voru gestirnir búnir að fá 14 mínútur í hvíld gegn 10 mínútum Valsmanna. Fannst Guðlaugi dómararnir vera of harðir í sinni línu í kvöld? „Mér fannst það. Mér fannst þeir henda okkur útaf fyrir mun minni sakir en FH. Við erum reknir útaf fyrir óíþróttamannslega framkomu þegar Ólafur Ægir fagnar þegar hann er búinn að brjóta í vörninni, FH-ingar eru að gera það nákvæmlega sama.“ „Dóri (Halldór Jóhann, þjálfari FH) náði að koma þessari pressu á dómarana með ummælum sínum í viðtölum eftir síðasta leik að það væri ekki verið að refsa okkur nóg. Það hlýtur að koma jafnvægi í þetta í næsta leik,“ bætti Guðlaugur við. Oddaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á sunnudag í Kaplakrika. Allir leikirnir í rimmunni til þessa hafa unnist á útivelli. „Pressan verður jafn mikil á bæði lið á sunnudag. Það er bara úrslitaleikur og við hefðum auðvitað viljað klára þetta í dag. Við mættum ekki nógu klárir inn til að ná að klára þetta. Á sunnudaginn er bara stríð, allt eða ekkert og það er bara geðveikt,“ sagði Guðlaugur Arnarsson að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. „Auðvelda svarið er að við mætum með spennustigið of hátt í lokin og náum ekki frumkvæði varnarlega, náum ekki að brjóta nógu mikið á þeim,“ sagði Guðlaugur við Vísi þegar blaðamaður spurði hvað hefði vantað uppá hjá Val í upphafi leiks. „Við erum að klikka á dauðafærum á sama tíma. Þeir halda frumkvæðinu í seinni hálfleik en við erum með hjarta og baráttu í leiknum allan tímann en munurinn var einfaldlega aðeins of mikill í hálfleik,“ bætti Guðlaugur við. Töluvert var af brottvísunum í kvöld og að lokum voru gestirnir búnir að fá 14 mínútur í hvíld gegn 10 mínútum Valsmanna. Fannst Guðlaugi dómararnir vera of harðir í sinni línu í kvöld? „Mér fannst það. Mér fannst þeir henda okkur útaf fyrir mun minni sakir en FH. Við erum reknir útaf fyrir óíþróttamannslega framkomu þegar Ólafur Ægir fagnar þegar hann er búinn að brjóta í vörninni, FH-ingar eru að gera það nákvæmlega sama.“ „Dóri (Halldór Jóhann, þjálfari FH) náði að koma þessari pressu á dómarana með ummælum sínum í viðtölum eftir síðasta leik að það væri ekki verið að refsa okkur nóg. Það hlýtur að koma jafnvægi í þetta í næsta leik,“ bætti Guðlaugur við. Oddaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á sunnudag í Kaplakrika. Allir leikirnir í rimmunni til þessa hafa unnist á útivelli. „Pressan verður jafn mikil á bæði lið á sunnudag. Það er bara úrslitaleikur og við hefðum auðvitað viljað klára þetta í dag. Við mættum ekki nógu klárir inn til að ná að klára þetta. Á sunnudaginn er bara stríð, allt eða ekkert og það er bara geðveikt,“ sagði Guðlaugur Arnarsson að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45