Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2017 22:07 Guðlaugur á bekknum í kvöld. Vísir/Eyþór Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. „Auðvelda svarið er að við mætum með spennustigið of hátt í lokin og náum ekki frumkvæði varnarlega, náum ekki að brjóta nógu mikið á þeim,“ sagði Guðlaugur við Vísi þegar blaðamaður spurði hvað hefði vantað uppá hjá Val í upphafi leiks. „Við erum að klikka á dauðafærum á sama tíma. Þeir halda frumkvæðinu í seinni hálfleik en við erum með hjarta og baráttu í leiknum allan tímann en munurinn var einfaldlega aðeins of mikill í hálfleik,“ bætti Guðlaugur við. Töluvert var af brottvísunum í kvöld og að lokum voru gestirnir búnir að fá 14 mínútur í hvíld gegn 10 mínútum Valsmanna. Fannst Guðlaugi dómararnir vera of harðir í sinni línu í kvöld? „Mér fannst það. Mér fannst þeir henda okkur útaf fyrir mun minni sakir en FH. Við erum reknir útaf fyrir óíþróttamannslega framkomu þegar Ólafur Ægir fagnar þegar hann er búinn að brjóta í vörninni, FH-ingar eru að gera það nákvæmlega sama.“ „Dóri (Halldór Jóhann, þjálfari FH) náði að koma þessari pressu á dómarana með ummælum sínum í viðtölum eftir síðasta leik að það væri ekki verið að refsa okkur nóg. Það hlýtur að koma jafnvægi í þetta í næsta leik,“ bætti Guðlaugur við. Oddaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á sunnudag í Kaplakrika. Allir leikirnir í rimmunni til þessa hafa unnist á útivelli. „Pressan verður jafn mikil á bæði lið á sunnudag. Það er bara úrslitaleikur og við hefðum auðvitað viljað klára þetta í dag. Við mættum ekki nógu klárir inn til að ná að klára þetta. Á sunnudaginn er bara stríð, allt eða ekkert og það er bara geðveikt,“ sagði Guðlaugur Arnarsson að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. „Auðvelda svarið er að við mætum með spennustigið of hátt í lokin og náum ekki frumkvæði varnarlega, náum ekki að brjóta nógu mikið á þeim,“ sagði Guðlaugur við Vísi þegar blaðamaður spurði hvað hefði vantað uppá hjá Val í upphafi leiks. „Við erum að klikka á dauðafærum á sama tíma. Þeir halda frumkvæðinu í seinni hálfleik en við erum með hjarta og baráttu í leiknum allan tímann en munurinn var einfaldlega aðeins of mikill í hálfleik,“ bætti Guðlaugur við. Töluvert var af brottvísunum í kvöld og að lokum voru gestirnir búnir að fá 14 mínútur í hvíld gegn 10 mínútum Valsmanna. Fannst Guðlaugi dómararnir vera of harðir í sinni línu í kvöld? „Mér fannst það. Mér fannst þeir henda okkur útaf fyrir mun minni sakir en FH. Við erum reknir útaf fyrir óíþróttamannslega framkomu þegar Ólafur Ægir fagnar þegar hann er búinn að brjóta í vörninni, FH-ingar eru að gera það nákvæmlega sama.“ „Dóri (Halldór Jóhann, þjálfari FH) náði að koma þessari pressu á dómarana með ummælum sínum í viðtölum eftir síðasta leik að það væri ekki verið að refsa okkur nóg. Það hlýtur að koma jafnvægi í þetta í næsta leik,“ bætti Guðlaugur við. Oddaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á sunnudag í Kaplakrika. Allir leikirnir í rimmunni til þessa hafa unnist á útivelli. „Pressan verður jafn mikil á bæði lið á sunnudag. Það er bara úrslitaleikur og við hefðum auðvitað viljað klára þetta í dag. Við mættum ekki nógu klárir inn til að ná að klára þetta. Á sunnudaginn er bara stríð, allt eða ekkert og það er bara geðveikt,“ sagði Guðlaugur Arnarsson að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45